Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 BETA SUMARTILBOÐ ekki bara gott verð... skápur Verkfæraskápur Kr. 198.227.- Beta EASY verkfæraskápur 374 stk 7 skúffur (588x367 mm) á rennibrautum Skúffubotn varinn með mjúkri gúmmímottu 4 hjól - 125 mm 2 hjól föst og 2 með beygju, 1 bremsa Miðlæg læsing á framhlið fyrir skúffur Thermoplast vinnuborð, ber 800 kg Hægt að bæta við pappírsrúlluhaldi Fáanlegur flösku og brúsahaldari Vörunúmer: BE024002101 - 024509011, 024509080, 024509130, 024509210 923E/C25 Kr. 14.228.- Topplyklasett 1/2” - 25 hlutir 903E/C42 Kr. 5.490.- Topplyklasett 1/4” - 42 hlutir Öll sumartilboðin frá Beta má sjá á heimasíðu Iðnvéla: www.idnvelar.is 1263/D6 Kr. 3.906.- Skrúfjárnasett 6 stk (+ og -) 2056 E/E17 Kr. 52.496.- Verkfærataska 144 hlutir Á síðustu mán- uðum höfum við fengið fréttir af mikl- um launahækkunum hjá toppum þjóð- félagsins og há- launastéttum. Ekki eru þetta alltaf kall- aðar hækkanir held- ur leiðréttingar og eru þá afturvirkar um marga mánuði. Það mun reynast stjórnvöldum erfitt að halda aftur af mörgum starfshópum þegar þau hafa sjálf tekið við allt að 45% launahækk- un með svo og svo mikilli aft- urvirkni. Það geta orðið dýrkeypt mistök hjá þingmönnum að hafa ekki gripið inn í og breytt ákvörðun kjararáðs. Það fer ekki framhjá neinum að ýmsar starfsstéttir telja sig vera svo ómissandi að þær eigi rétt á verulegri hækkun umfram aðra. Höfrungahlaupið er komið á fullt. Auðvitað eru starfsstéttir eins og læknar, hjúkrunarfræð- ingar og ljósmæður mikilvægar stéttir. Þessir hópar geta beitt ýmsum ráðum til að knýja fram hækkanir með verkfalls- aðgerðum. En hvað um aðrar starfsstéttir? Eru ekki allir sem eru á vinnumarkaðnum nauðsyn- legir til að halda þjóðfélaginu gangandi? Fari ræstingafólk í verkfall hefur það gífurleg áhrif á starfsemi sjúkrahúsa. Fari mat- reiðslufólk í verfall lamast öll starfsemi á sjúkrastofnunum. Þannig mætti áfram telja. Það getur ekki gengið til lengdar að aðeins þeir sem hafa hærri launin beiti verkfallsvopn- inu. Það verður að móta heild- arstefnu. Merkilegt er svo að fylgjast með að það eru alltaf nokkur þúsund einstaklingar sem standa og hrópa og skipuleggja undir- skriftir til að beita þrýstingi til að hærra launaðar stéttir nái fram enn meiri hækkunum. Ég verð ekki var við að þessir sömu aðilar mæti með kröfuspjöld til að skora á stjórnvöld eða safni undir- skriftum til að laun eldi borgara verði bætt. Margir eldri borg- ara undir fram- færslumörkum Rúmlega 40 þús- und Íslendingar telj- ast til þess hóps sem er eldri borgarar. Mikill fjöldi þessa fólks á í miklum erfiðleikum með að ná endum saman. Það eru ótrúlega margir eldri borgarar sem ná ekki einu sinni að fá 150 þúsund krónur úr sínum lífeyrissjóði. Einstaklingur sem býr einn fær í dag um 300 þúsund krónur fyrir skatt með greiðslunni frá Trygg- ingastofnun. Útborgaðar um 250 þúsund krónur. Velferðarráðu- neytið gefur út að framfærslu- kostnaður hvers einstaklings sé 335 þúsund. Hjón eða sambýlis- fólk fá 239 þús. fyrir skatt. Um 200 þúsund krónur útborgaðar. Allir hljóta að sjá að þetta get- ur ekki gengið. Það verður að tryggja að allir nái í það minnsta að fá útborgað það sem telst vera framfærslukostnaður. Merkilegt er að fylgjast með því hvað fjöl- miðlar kafa lítið í þessi mál. Það myndi hjálpa íbaráttu eldri borg- ara fyrir bættum kjörum mikið ef fjölmiðlar landsins tækju sig saman og þrýstu á þingmenn landsins svo um munaði. Forgangsmál er að bæta kjör þeirra verst settu Það er bent á að meta þurfi menntun og ábyrgð í starfi. Vissulega rétt, en á meðan það eru stórir hópar sem ná ekki einu sinni framfærslukostnaði um hver mánaðamót verða þeir betur settu að bíða. Getur ríkið eitthvað gert til að bæta kjör verst settu eldri borg- aranna? Já, það er hægt með því að hækka skattleysismörkin. Að sjálfsögðu á að tryggja öllum að þeir fái útborgaðar a.m.k. rúmar 300 þúsund á mánuði. Skattleys- ismörkin eiga svo smám saman að fjara út við hækkandi tekjur. Þeir sem hafa t.d. 1,5 milljónir á mánuði þurfa ekki á neinum skattleysismörkum að halda. Einhverjir segja eflaust að þetta sé ekki hægt, þetta sé alltof flókið. Þetta fyrirkomulag er not- að við greiðslur frá Trygg- ingastofnun. Greiðslur fara minnkandi eftir því sem þú hefur hærri tekjur, t.d. frá lífeyr- issjóðum. Við 550 þúsund krónur á mánuði hættir Tryggingastofn- un að greiða. Það sjá allir sem vilja sjá að það getur ekki gengið lengur að hækka hæst launuðu hópana um svo og svo mörg prósent, en á meðan verður stór hluti eldri borgara að sætta sig við að fá um hver mánaðamót greiðslu inn á sinn reikning sem er langt undir framfærslumörkum. Fyrir nokkru skipaði Ásmund- ur Einar Daðason starfshóp sem skila á tillögum eigi síðar en 1. nóvember nk. um það hvernig hægt sé að bæta kjör verst settu eldri borgaranna. Vonandi sjáum við þau raunhæfar tillögur sem stjórnvöld framkvæma. Þjóðin þarf að vakna og sýna í verki að við viljum öll berjast fyrir bættum hag eldri borgara. Þjóðin hefur alveg efni á því að gera vel við þennan hóp. Eftir Sigurð Jónsson »Það myndi hjálpa í baráttu eldri borgara fyrir bættum kjörum mikið ef fjölmiðlar lands- ins tækju sig saman og beittu þingmenn þrýst- ingi svo um munaði. Sigurður Jónsson Höfundur er varaformaður Landssambands eldri borgara. Ósanngjarnt að launahækk- anir séu bara fyrir suma Ýmiss konar töfra- lausnir við hvers kyns kvillum eru og hafa lengi verið á boð- stólum. Á síðari hluta 19. aldar var farið að framleiða í Danmörku allra-meina-bót nokkra sem nefndist Kína-lífs-elexír. Elexír þessi barst víða um lönd og var talinn vinna kraftaverk. Fólk var fengið til að vitna um undursamlegan lækn- ingamátt þessa elexírs: Ég hef um langan tíma þjáðst af óhægð fyrir brjósti og óreglulegri meltingu, en eftir að hafa tekið inn tvær flöskur af Kína-lífs-elexír frá hr. Valdimar Petersen í Frederiks- havn, get ég með ánægju vitnað það, að ég hef ekki kennt þessara sjúk- dóma. Grafarbakka, Ástríður Jóns- dóttir. Svona vitnisburðir eru enn á sveimi, og er hægt að finna fjöl- breytta flóru þeirra í fjölmiðlum nú- tímans. Í morgunútvarpinu á Rás 2, 5. júlí sl. var rætt við Svan Sigur- björnsson lækni þar sem hann nefndi m.a. að meira eftirlit vantaði með efnum af þessu tagi, og fjallaði um afleiðingar hæpinna yfirlýsinga um virkni þeirra. Þessum undra- meðulum nútímans er, líkt og elex- írum fyrri tíma, haldið að lands- mönnum án fyrirstöðu. En ólíkt eftirlitsmönnum nútímans þá réðst hugumstór maður til atlögu gegn þessum ósóma á sínum tíma. Það var Hans Jacob George Schierbeck, sem var ráðinn landlæknir á Íslandi 1882. Hann háði harða rimmu við „undra- meðala“-höndlarana og lét ekki deig- an síga þótt þeir réðust gegn honum með kjafti og klóm. Í einu bréfi hans til landsmanna segir meðal annars: Það er merkilegt, að almenningur skuli sí og æ vilja láta draga sig á tálar og kaupa geypi- verði hið aumasta sam- sull, sem er skrumað og skjallað um svo sem allsherjarlyf gegn hvers konar meinsemdum; ef þessi meðul efndu það, sem höfundar þeirra lofa, þá mundu ekki einungis hvers konar veikindi heldur jafnvel dauðinn sjálfur vera horfinn úr heiminum fyrir löngu síð- an, og það með aðeins einu eða tveimur slíkum meðulum; en það er eigi sá hægðarleikur, og vér höfum allir séð, að fjöldi af þesskonar lyfj- um hafa streymt um allan heim og síðan fallið í gleymsku og dá, – eftir að þau voru búin að rýja fátækan al- múga og auðga að sama skapi þá, sem þykjast hafa fundið þau upp. Nú eru elexírs-prangarar 19. ald- ar horfnir og gleymdir, en silfur- reynirinn sem prýðir Fógetagarðinn í Kvosinni heldur á lofti nafni hins skelegga landlæknis, Schierbeck, sem gróðursetti tré þetta á sínum tíma. Embættisfólk nútímans mætti taka þá Schierbeck og Svan sér til fyrirmyndar. Eftir Ólaf Halldórsson Ólafur Halldórsson »Undrameðulum nú- tímans er haldið að landsmönnum án fyrirstöðu. Höfundur er BS í líffræði. Undrameðul fyrr og nú Í byrjun árs var í Norræna húsinu fund- ur um nýjan spítala. Á fundinum voru fulltrú- ar allra stjórn- málaflokka spurðir, hvort þeir styddu fag- lega greiningu um bestu staðsetningu spítalans. Allir nema Samfylking og VG voru samþykkir því. Sjálfstæðiflokkur svaraði ekki beint. Var opinn í báða enda, eins og oft var sagt um Framsóknarflokkinn. Ekki var hægt að skilja Alþingi á annan veg en að farið yrði í faglega staðarvalsgreiningu. Það var svikið við þinglok. Væri vel við hæfi að Framsóknarflokkur upplýsti, hvern- ig forsendur hefðu breyst. Þeir sem tóku ákvörðun um bygg- ingu við Hringbraut út frá for- sendum fyrir 20-30 árum verða ekki dregnir til ábyrgðar og heldur ekki þeir, sem komu á eftir og eru farnir. Það er þingið í dag, sem ber ábyrgð og á að taka rétta ákvörðun við nú- verandi aðstæður. Þingið ætti að axla ábyrgð og kjósa um þver- pólitískt mál sem þetta. Í Sviss hefði svona mál farið í þjóðaratkvæðagreiðslu og kjósendur vel upplýstir um allar hliðar málsins, áður en gengið væri til kosninga. Ég skildi aldrei, hvers vegna þeir sem ráða væru svo villtir í völund- arhúsinu við Hringbraut. Það eru svo margar staðreyndir sem mæla gegn sjúkrahúsinu þar og með sjúkrahúsi í Fossvogi. Það var svo um daginn að ég las á fésbókinni pistil frá formanni sam- takanna Spítalinn okkar. Hann skrifaði eitthvað á þá leið að það þyrfti að byggja nýjan spítala eftir 30 ár. Ég skrifaði athugasemd og sagði hann sanna að spítali við Hringbraut væri of lítill áður en byrjað væri að byggja hann. Formaðurinn svaraði að ekkert væri óeðlilegt við það sem hann hefði skrifað og nefndi dæmi frá Norðurlöndum og þá sérstaklega Kaupmannahöfn, sem væri með marga spítala í bygg- ingu og alltaf að byggja við gamla spítala. Ég benti á mun á fólksfjölda hér og í Kaupmannahöfn. Fékk strax svar, sem sagði ekkert óeðli- legt við að byggja nýjan spítala aust- ar í borginni eftir 20 ár. Það myndi bæta þjónustu miðað við þjónustu sem ríkið veitti í dag. Þá setti ég punkt aftan við sam- skiptin á fésbókinni, en hugsaði þeim mun meir um svarið. Velti fyrir mér, hvort þeir sem ekki vilja bera stað- setningu spítala við Hringbraut saman við aðra valkosti væru þeir hinir sömu og vilja einkavæða heil- brigðisþjónustuna. Margir munu segja þetta hald- lausa samsæriskenningu. Hvort sem svo er eða ekki er ljóst að nóg fram- boð verður á ljósmæðrum með reynslu detti einhverjum í hug að stofna einkarekið fæðingarheimili. Nýr spítali: Hver ber ábyrgðina? Eftir Sigurð Oddsson Sigurður Oddsson » Þá setti ég punkt aft- an við samskiptin á fésbókinni. Höfundur er verkfræðingur og eldri borgari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.