Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is „Þetta kom eiginlega til af tilviljun. Derek Birkett, eigandi One Little Indian-útgáfunnar, rakst á tónlist- ina mína á netinu þótt hún sé óút- gefin. Ég hef aldrei gefið neitt form- lega út áður. Hann hafði síðan samband við mig núna í byrjun árs,“ segir Gabríel Ólafsson, 19 ára tón- skáld og píanóleikari sem hefur fengið útgáfusamning við breska fyrirtækið One Little Indian, sem gefur út nokkra íslenska tónlist- armenn, þ.á m. Björk. Hann heldur tónleika í Hörpu mánudaginn 30. júlí nk. Bresk útgáfa unnin á Íslandi „Ég hef verið að taka upp píanóið hérna heima og síðan fer ég í upp- tökur strax í framhaldinu af tónleik- unum og tek þá upp strengjakvar- tettinn sem spilar með mér. Hann er skipaður framúrskarandi ungum ís- lenskum strengjaleikurum sem ég er svo heppinn að vinna með og þekkja í gegnum tónlistarskólann. Við tökum upp í Kaldalónssalnum því þar er svo gott „sánd“. Útgáfan verður svo um leið og ég er búinn að klára plötuna. Ég er búinn að semja allt á hana, og Birkett og félagar hafa fengið að heyra það og eru bara spenntir. Hún verður líklega hljóð- blönduð og masteruð hér heima, en ég hef áður unnið með Adda 800 sem er mjög fær á því sviði. Þótt platan sé unnin hér heima verður útgáfan bresk og gefin út um allan heim.“ Vill verða kvikmyndatónskáld „Það verða tíu lög á plötunni og þau eru í svipaðri lengd og popplög, en þau eru öll instrúmental; bara pí- anó, strengir og slagverk. Ég nota trommur en líka mikið klukkuspil, sem er lítið hljóðfæri sem hljómar mjög fallega ef það er notað rétt. Tónlistinni svipar mest til kvik- myndatónlistar. Það er vegna þess að ég reyni mest að vekja tilfinn- ingar. Ég legg mikla áherslu á til- vinningavakningu hlustenda í lög- unum mínum. Pælingin er að stemning myndist og svo sé bara að hlusta og njóta. Annars hugsa ég ekki mikið út í það sem ég sem. Ég sem bara það sem kemur til mín. Nýjasta lagið var samið núna um daginn, en elsta lagið heitir „Absent Minded“ (Annars hugar). Ég samdi það þegar ég var 14 ára og vann lagasmíðakeppni MH með því. Þessa gömlu melódíu vann ég síðan aftur núna í fyrra og það er einmitt lagið sem Birkett fann á netinu.“ Gabríel segir að draumur sinn hafi alltaf verið að verða kvik- myndatónskáld. „Þegar ég var 5 eða 6 ára horfði ég mikið á Disney Pix- ar-myndir. Það er mjög skemmtileg tónlist í þeim eftir menn eins og Randy Newman og Thomas New- man. Ég fékk strax mikinn áhuga og keypti geisladiska með lögunum úr þessum myndum. Síðan þá hef ég alltaf haft mikinn áhuga á kvik- myndum og uppáhaldshlutinn er hvernig tónlistin spilar með mynd- inni og gefur atriðunum meira til- finningalegt gildi.“ Innblásinn af tónlist Jóhanns Ludovico Einaudi og Jóhann Jó- hannsson eru þau tónskáld sem eru í mestu uppáhaldi hjá Gabríel. „Einaudi kom til Íslands og ég hitti hann og spjallaði við hann. Það var mjög inspírerandi að fá að sjá hvernig hann semur. Hann er mjög vinsæll og samdi t.d. fyrir frönsku kvikmyndina The Intouchables og fékk verðlaun fyrir. Það er mjög fal- leg píanótónlist í þeirri mynd. Hins vegar hefur Jóhann Jóhannsson hefur alltaf verið uppá- haldstónskáldið mitt og inspírerað mig frá upphafi. Ég fékk mikinn innblástur frá honum við gerð þess- arar plötu, allt frá fyrstu plötunni hans til þeirrar nýjustu; kvik- myndatónlistarinnar sem hann samdi. Ég náði ekki að hitta hann áður en hann lést, en hef farið á tón- leika hjá honum og fyrirlestra.“ Gabríel segir að það verði að koma í ljós hvort hann verði kvik- myndatónskáld eða ekki. „Ég tek bara eitt skref í einu, og vil sjá fyrst hvernig gengur með plötusamninginn. Skemmtilegast við hann finnst mér að fólk út um allan heim mun heyra tónlistina mína. Það finnst mér ótrúlega spennandi tilhugsun. En þá kemur líka í ljós hvort það sé einhver áhugi á henni, og hvort ég fæ að semja við einhverja mynd í framtíðinni.“ Heiður að tilheyra hópnum - Hvernig finnst þér að feta í fót- spor alls þess frábæra íslenska tón- listarfólks sem er á samningi hjá One Little Indian? „Það er mjög góð tilfinning. Þetta er stórkostlegt tónlistarfólk sem hefur verið hjá þessari útgáfu og það er mikill heiður að fá að tilheyra þess hópi. Björk er brillíant, ég hlusta mikið á Ásgeir Trausta og Emilíana Torrini er í miklu uppá- haldi hjá mér, ég hef alltaf hlustað mikið á hana.“ Gabríel segir að fyrir þá sem ekki komist á tónleikana í Hörpu sé hægt að fylgjast með honum á Facebook undir nafninu Gabríel Ólafs, en hann setji gjarna myndbönd þar inn með tónlistinni sinni, og jafnvel eitt- hvað af tónleikunum, því þeir verði teknir upp bæði í hljóði og mynd. „Platan sjálf kemur svo út á Spo- tify-tónlistaveitunni og verður lík- lega bara gefin út á vínyl, en ekki geisladisk. Ég elska vínylplötur þannig að það verður gaman að eiga eina með sinni eigin tónlist á,“ segir Gabríel Ólafsson tónlistarmaður sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Ungtónskáld Gabríel tekur upp fyrstu plötuna sína þar sem hann leggur áherslu á tilfinningavakningu áheyrenda. Reyni mest að vekja tilfinningar  Gabríel Ólafsson píanóleikari hefur fengið samning við útgáfufyrirtækið One Little Indian  „Ég sem bara það sem kemur til mín,“ og svipar því alltaf mest til kvikmyndatónlistar Hulu hefur verið svipt af 12 metra hárri veggmynd eftir bandaríska popplistamanninn Keith Haring í Amsterdam. Frá þessu er sagt á fréttasíðu New York Times. Um er að ræða veggmynd sem Haring málaði utan á byggingu sem þá var geymsla Stedelijk-listasafns- ins árið 1986. Myndin er af risavax- inni furðuveru; blendingi hunds og fisks; með eina af persónum Har- ings ríðandi á bakinu. Ólíkt flestum öðrum verkum Harings frá þessu tímabili, sem voru oft litríkar, er myndin máluð með hvítum línum. Þegar listasafnið flutti úr bygg- ingunni var henni breytt í frysti- geymslu og einangrunarplötur úr áli voru settar yfir veggmyndina árið 1989. Það var hollenski vegglistamað- urinn Aileen Middel, einnig kölluð Mick La Rock, sem átti frumkvæði að því að verkið var afhjúpað á ný. Hún sá ljósmynd af verkinu fyrir fjórum árum og einsetti sér að láta fjarlægja álplöturnar svo hægt yrði að njóta myndarinnar á ný. Segir hún upplifunina af afhjúpuninni ólýsanlega. AFP Veggjalist Vegfarandi myndar verkið sem Keith Haring málaði árið 1986. Gömul veggmynd eftir Haring afhjúpuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.