Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Eigendur jarðar við Brúará í Blá- skógabyggð hafa bannað alla umferð gangandi um land sitt og þar með lokað aðgengi að Hlauptungufossi. Þetta segja þau neyðarúrræði til að vernda megi viðkvæma náttúru. Annar landeigandi við ána hafði í samvinnu við sveitarfélagið hafið framkvæmdir við uppbyggðan göngustíg meðfram ánni sem hann taldi sig hafa munnlegt samþykki annarra landeiganda fyrir. Við slíkt kannast þeir hins vegar ekki og telja sig í fullum rétti að loka svæðinu. Landeigendurnir eru allir sammála um að mikil náttúruspjöll hafi hlotist af auknum fjölda ferðamanna um svæðið. Þá greinir hins vegar á um leiðir til úrbóta. Ferðamálafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu ætlar að hvetja til þess að sveitarfélagið miðli málum svo farsæll endir fáist. Spjöll og ónæði „Upphaf verkefnisins má rekja til þess að ferðamannastraumur upp með ánni og oft í gegnum sumarbú- staðahverfi og að Brúarfossi hafði stóraukist,“ segir Rúnar Gunnars- son, ábúandi á Efri-Reykjum, sem á land að ánni og stendur að fram- kvæmdunum. Á landi hans er sumarhúsabyggð, Reykjaskógur. „Þetta var farið að valda náttúru- spjöllum og ónæði fyrir sumarhúsa- fólkið. Göngufólk lagði bara ein- hvers staðar og gekk ómerktar leiðir að Brúarfossi. Þannig höfðu verið troðnir margir stígar hér og þar og oft myndast drullusvað á köflum.“ Ábúendur á Efri-Reykjum fóru því í það verkefni, í samvinnu við sveitarfélagið Bláskógabyggð, að byggja upp og bæta gönguleið sem þegar var fyrir hendi næst ánni. Var það að mati Rúnars nauðsynlegt til að stýra umferð í einn og sama far- veginn og þannig draga úr spjöllum og bæta um leið aðgengi ferða- manna að Brúarfossi og allri fossa- röðinni í Brúará. Styrkt úr framkvæmdasjóði Í samvinnu við sveitarfélagið fékkst styrkur til verksins úr Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða. Framkvæmdin fól í sér íburð í stíg- inn, göngubrýr og stiga yfir læki, frá brúnni yfir Brúará við Laugarvatns- veg (þjóðveg númer 37) og að Brúar- fossi, alls um 3,4 kílómetra leið. Framkvæmdirnar eru að stærstum hluta í landi Efri-Reykja en á tæp- lega eins kílómetra kafla í landi Ár- tungu. Rúnar segir að munnlegt samþykki landeigenda þar hafi legið fyrir áður en framkvæmdir hófust. Rúnar segir að umferð um stíginn sé mikil, sérstaklega á góðviðrisdög- um, jafnvel meiri en von var á. „Þannig að það fóru að renna tvær grímur á hina landeigendurna svo að þeir drógu til baka samþykki sitt.“ Sýnir efasemdum skilning Hann segist hafa á þessu ákveð- inn skilning en telji þó að sú aðgerð að banna umferð gangandi um land- ið sé ekki rétta leiðin. Á jörðinni Ártungu eru sumarhús og eru nokkrir tugir metra frá einu þeirra að gönguleiðinni sem liggur að sögn Rúnars í niðurgröfnum far- vegi rétt við árbakkann. Rúnar segir landeigendur Ár- tungu hafa haft samband við sig fyr- ir nokkru og tilkynnt afstöðu sína: Þeir vildu loka leiðinni. Hann von- aðist eftir að lausn myndi finnast en í gær hefðu þeir tekið upp stiga á leiðinni og sett niður skilti sem banna alla umferð. „Og nú er bara búið að loka,“ segir Rúnar, „og þar með er einn af þremur fossum á þessari gönguleið orðinn óaðgengi- legur.“ Meira en nokkurn óraði fyrir Guðný Björg Kristjánsdóttir, einn þriggja eigenda Ártungu, tekur und- ir með Rúnari að straumur ferða- manna upp með ánni hafi aukist gríðarlega á stuttum tíma, „meira en maður gat gert sér í hugarlund.“ Hún telur að hundruð manna fari um stíginn á hverjum degi, jafnt sumar sem vetur. „Þetta hefur vald- ið meiriháttar umhverfisspjöllum á landi okkar, sérstaklega á kafla frá Hlauptungufossi og niður úr. Þarna eru nú komnir alls konar villustígar um allt, það fylgir þessu mikill sóða- skapur því fólk gerir þarfir sínar í skóginum og skilur eftir pappír og annað.“ Þá er hluti svæðisins að sögn Guðnýjar orðinn eitt drullu- svað. Viðkvæmur gróður hafi verið troðinn niður og nær allur holta- gróður í kringum Hlauptungufoss sé horfinn. Meðfram ánni hefur alltaf verið kindastígur að sögn Guðnýjar, „að- eins troðningur. En það má segja að síðasta sumar hafi orðið sprenging í komu göngufólks og í ár hefur end- anlega keyrt um þverbak.“ Hún þvertekur fyrir að samkomu- lag hafi verið gert milli landeigenda um lagningu uppbyggðs göngustígs. Hugmynd þess efnis hafi verið rædd, án aðkomu sveitarfélagsins, en ekkert ákveðið. „Svo fara fram- kvæmdir af stað og við lásum reynd- ar fyrst um þær í blöðunum. Þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu.“ Á þessu ári hafi svo landeigendur Ártungu komið sinni afstöðu á fram- færi. „Við viljum alls ekki að þessi stígur verði lagður þarna. Ég held að enginn sumarhúsaeigandi myndi vilja fá allan þennan fjölda ferða- manna í gegnum sitt land.“ Loka leið göngufólks við Brúará  Landeigendur hafa tekið upp stiga og sett upp bannskilti við göngustíg  Setur uppbyggingu stíga á svæðinu í uppnám  Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur styrkt endurbætur á stígum á svæðinu Morgunblaðið/Eyrún Magnúsdóttir Ágangur Leiðin að Brúarfossi hefur oft orðið eitt forarsvað eins og þessi mynd frá því í vor sýnir. Sífellt fleiri ferðamenn leggja leið sína á svæðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.