Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 Skemmtiferðaskip í Reykjavík Litlir kassar á lækjarbakka, söng Þokkabót og endurtók reglulega að þeir væru allir eins. Eins gott að leggja klefanúmerið á minnið þegar farið er í siglingu. Valli Í nýlegri könnun kemur fram að skoðanir eru skipt- ar um hvort halda skal áfram að kenna dönsku í ís- lenskum skólum, eða kenna annað erlent tungumál í hennar stað. Ekki kemur fram nein vísbending um hvað koma skuli í staðinn. Rétt er að benda á í þessu samhengi, að við höf- um í reynd aldrei valið okk- ur dönsku. Við kennum dönsku ein- faldlega vegna þess að við vorum dönsk hjálenda. Raunar má færa rök fyrir því að danska henti okkur einna síst af Norðurlandamálum. Fram- burður hennar er okkur býsna erfiður og svo má bæta því við,að aðrar nor- rænar þjóðir skilja dönsku misvel. Á norrænum fundum hef ég oftsinnis þýtt úr dönsku fyrir Svía. Sú norræna tunga sem væri okkur auðveldust er Finnlandssænska, sænska eins og hún er töluð í Finn- landi. Famburður hennar er okkur mjög auðveldur, forðaforði ögn eldri en ríkissænskunnar, sem hentar okk- ur ágætlega. Og við þetta bætist svo að aðrar norrænar þjóðir skilja Finn- landssænsku næsta fyrirhafnarlítið. Ekki á ég þó von á að Finnlands- sænska kæmi í stað dönsku ef kennslu hennar yrði hætt. Ég veit að margir landar mínir telja nóg að kenna ensku, eina erlendra mála. Og spurningin um dönsku- kennslu snýst því í raun um hvort við viljum halda áfram að vera norræn þjóð eða festa okkur enn frekar í sessi sem (ó)menning- arleg hjálenda Banda- ríkjanna. Tungumálakunnátta er lykill að skilningi á veröld okkar. Og sá skilningur yrði takmarkaður ef við lærum einungis eitt er- lent tungumál. Við eigum ekki að horfa á heiminn með bandarískum aug- um, heldur temja okkur víðsýni fjöl- breytninnar. Ég er ævinlega þakk- látur fyrir að hafa fengið kennslu í menntaskóla í dönsku, ensku, þýsku, frönsku og latínu – og hef búið að því og notfært mér það allar götur síðan. Og fyrir alla muni: slítum ekki tengsl við Norðurlönd og norrænan uppruna okkar með því að hætta að kenna norrænt mál. Eftir Njörð P. Njarðvík » Spurningin um dönskukennslu snýst því í raun um hvort við viljum halda áfram að vera norræn þjóð eða festa okkur enn frekar í sessi sem (ó)menning- arleg hjálenda Banda- ríkjanna. Njörður P. Njarðvík Höfundur er prófessor emeritus. Um dönskukennslu Hvað er rasismi? Rasismi (kynþátta- hyggja) er fordómar, mismunun eða andúð sem beinist gegn manneskju af öðrum kynþætti byggð á þeirri trú að eigin kynþáttur sé æðri öðrum kynþáttum. Það er ekkert pláss fyrir kynþátta- hyggju, hvorki á Íslandi né ann- ars staðar. Fordæming á rasisma er eitthvað sem allir eiga að taka undir. Sama má segja um skoð- anir þeirra sem smána aðra vegna kynhneigðar þeirra. Fjölmargir hafa lýst Piu Kjærsgaard sem rasista. Væru slík ummæli ekki á rökum reist, teldist slíkt refsiverð, ærumeið- andi ummæli. Enginn þeirra sem kallað hefur forseta danska þjóð- þingsins rasista hefur þó haft fyrir því að tilfæra nein ummæli hennar í þá veru, a.m.k. hef ég þá ekki séð það. Rasistastimpill- inn virðist því notaður til að koma höggi á Piu í stað þess að ræða nánar tilteknar skoðanir hennar. Af hverju treysta and- stæðingar hennar sér ekki til þess? Sé málstaður hennar svona slæmur, þá hljóta mótrökin að vera auðfundin og sann- færandi. Afstaða Piu Kjærsgaard til innflytjenda Afstaða Piu Kjærsgaard til inn- flytjenda er kunn. Hún er andstæð- ingur stefnu sem lengi mátti ekki gagnrýna sem fólst í hömlulausum innflutningi fólks frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Til að byrja með var það rödd hrópandans í eyðimörkinni. Nú má segja að flestallir flokkar í Evrópu taki undir þær raddir sem vilja takmarka hann. Flokk- arnir hafa lært af reynslunni (nema hér á Íslandi). En spurn- ingin er þessi; hvers vegna ekki að rökstyðja afstöðu sína. Flokk- ur Piu nefnir tölur um atvinnu- þátttöku, afbrot o.fl. máli sínu til stuðnings. Þetta vilja íslenskir andstæðingar hennar ekki ræða. Það er svo miklu auðveldara fyr- ir rökþrota fólk að segja bara rasisti. Þeir sem smána aðra vegna kynhneigðar En svo merkilegt sem það er, þá er þetta gagnrýna fólk ekki svona harðskeytt þegar kemur að þeim sem smána aðra vegna kyn- hneigðar þeirra. Ja, nema ef vera skyldi gagnvart predikara norður á Akureyri með afdankaðar skoð- anir á samkynhneigðum. Aldrei sagði þó Jesús Kristur stakt orð gegn samkynhneigð, svo mikið er víst. – En það er önnur saga. Fyrir löngu kærði ég Ahmad nokkurn Seddeeq fyrir haturs- orðræðu. Lögreglan stakk þeirri kæru undir stól og svaraði ekki einu sinni. Kæran stóðst vænt- anlega ekki vinsældaviðmið. Mér er þetta mál skylt. Sonur minn er samkynhneigður og verður alltof oft skotspónn skoð- anabræðra Ahmads þegar hann er erlendis. Alla slíka framkomu hefði þurft að kæfa í fæðingu. En því miður er ekki í tísku meðal vinstrimanna og slíkra að gagn- rýna skoðanabræður Ahmads, hvað þá meir. Raunar bara þvert á móti. Ekki veit ég hvað veldur, en útskýring væri vel þegin. Eftir Einar S. Hálfdánarson » Það er svo miklu auðveldara fyrir rökþrota fólk að segja bara rasisti. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Er forseti danska þjóðþingsins rasisti?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.