Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018 Förum í bíltúr og finnum golfvöll! Helgi Þorvaldsson starfaði íáratugi í knattspyrnuhreyf-ingunni, einkum fyrir Þrótt í Reykjavík, en sat að auki árum saman í stjórn knattspyrnu- sambandsins. Hann gaf sér þess vegna ekki tíma til að stunda golf- íþróttina en hófst handa við það um fimmtugt. Fékk þá golfsett í afmæl- isgjöf, fór rólega af stað og segist ekki spila mjög oft en hefur þó náð að leika á hverjum einasta golfvelli landsins. „Ég eignaðist fyrsta golfsettið haustið 1996, á afmæli í október svo ég spilaði ekkert það ár og man satt að segja ekki hvort ég spilaði eitt- hvað árið eftir,“ segir Helgi við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Að því kom svo að hann fór með kylfurnar út á völl. „Ég var orðinn það aumur í öxlum og hnjám þegar ég byrjaði í golfinu að ég vissi að ég gæti aldrei lækkað forgjöfina mjög mikið, þannig að ég setti mér annað markmið; að safna völlum. Við hjónin höfum alltaf ferðast mikið um landið þannig að þetta hentaði vel.“ Þegar Helgi leggur saman kemur í ljós að hann hefur spilað á 72 völlum. Sumir eru ekki í notkun lengur og hann telur ekki með par 3-velli, t.d. Ljúfling Golfklúbbsins Odds í Garða- bæ, þar sem hann byrjar alltaf á vor- in, eða Setbergsvöll í Hafnarfirði, þar sem golfferillinn hófst. Læt golfið ekki heltaka mig Helgi starfaði lengi sem lagermaður hjá Icelandair í Keflavík og segir að vegna axlarmeiðsla hafi hann átt erf- itt með að „vinna upp fyrir sig“. Ég var í erfiðleikum síðustu árin í vinnunni með að setja hluti upp í efri hillur, jafnvel bara létta hluti, vegna þess að ég reif sin í öxlinni. Búið er að gera tvisvar eða þrisvar við hægri öxlina og ekki hægt að gera meira. Svo er búið að skipta um lið í báðum hnjám,“ segir Helgi. „Ég á ekki í neinum vandræðum með að vinna niður fyrir mig, en meiðslin verða líka til þess að ég get ekki slegið mjög langt í golfinu, lengst um það bil 120 metra, en ég slæ nokkuð beint og gengur vel að halda mér á braut.“ Helgi tekur sem dæmi að vegna þess hve slæmur hann er í öxlunum geti hann ekki hengt út þvott en eigi hins vegar auðvelt með að spila golf og keilu. Síðan Helgi hóf að spila golf hefur nokkrum völlum verið lokað og hann sér eftir sumum, til dæmis vellinum í Hvammsvík í Hvalfirði sem hentaði honum vel. Helgi segir golfið strax hafa heill- að en ástæða þess hve seint hann byrjaði var hve mikill tími fór í vinnu í knattspyrnuhreyfingunni. „Ég gaf mér því ekki tíma í golfið og hef reyndar passað að láta það ekki hel- taka mig; læt það til dæmis vera að spila ef það er rigningardrulla. En útiveran er meiriháttar og gott að ganga; ég er hrifinn af níu holu völl- um, það hentar ágætlega að ganga þá en þegar ég spila 18 holu völl þarf ég yfirleitt bíl.“ Hann lokaði „golfhringnum“ um síðustu helgi sem fyrr segir. „Ég taldi mig vera búinn að ná markmiðinu í fyrra eftir að ég spilaði gamla völlinn á Siglufirði, niðri við fótboltavöllinn, en notaði svo tæki- færið þegar ég var á fjölskyldumóti fyrir norðan um síðustu helgi að spila nýja völlinn, sem er við leiðina upp í Siglufjarðarskarð, og varð mjög hrif- inn. Það er rosalega fallegur völlur og skemmtilegt að spila hann.“ Í bíltúr – austur í Vík! „Þegar ég var langt kominn með að ná öllum völlum landsins var ég ákveðinn í að spila bara á þeim völl- um sem ég átti eftir. Konan gerir oft grín að því að við skulum fara í bíltúr til þess að spila einhvers staðar golf; einhvern tíma á sunnudegi stakk ég til dæmis upp á því að við skyldum fara í bíltúr, og enduðum austur í Vík í Mýrdal! Ég var búinn að kíkja í skrána og næsti völlur í þá átt var í Vík …“ Eiginkona Helga er Aileen Þor- valdsson, frá því mikla golflandi Skotlandi. „Eini erlendi völlurinn sem ég hef spilað er í Glasgow. Ég hef ekki látið draga mig í golfferðir til útlanda, vegna þess að ég er ekki mikið fyrir hita. Við ferðumst hins vegar mikið innanlands, gistum í íbúðum verkalýðsfélaga og spilum golf. Konan er komin með 33 golf- velli, ég geri ekki ráð fyrir að ég nái að spila alla velli landsins aftur, en þótt ég fylgist reyndar vel með því hvort einhvers staðar er opnaður nýr golfvöllur er helsta verkefnið á næst- unni að fjölga þeim völlum sem kon- an spilar.“ Helgi segir marga íslensku golf- vellina mjög skemmtilega, „en það er svo skrýtið að þeir eftirminnilegustu eru vellir þar sem ég hef varla komist inn í skála eftir að hafa spilað, því þeir voru svo erfiðir!“ Nefnir völlinn í Ásatúni við Flúðir, sem hefur reyndar verið lokað. „Þar voru svakalegar brekkur og í eina skiptið sem ég náði að spila völlinn var svo heitt og brekkan upp að skál- anum erfið að fólk hélt ég væri að deyja þegar ég kom þangað!“ Hann hreifst líka af nýja vellinum á Siglufirði sem fyrr segir. „Hann er ekki orðinn alveg nógu gróinn en verður svakalega fallegur. Völlurinn í Neskaupstað er sléttur og fínn og hentar mér vel, eins og í Sandgerði. Svo verð ég að nefna völlinn á Skaga- strönd því umhirðan þar er stórkost- leg; ekki síðri en á stóru völlunum fyrir sunnan þar sem er fjöldi starfs- manna og fullt af vélum. Völlurinn á Skagaströnd er til mikillar fyrir- myndar.“ Helgi Þorvaldsson á golfvelinum á Siglufirði þegar hann lokaði hringnum. „Það er rosalega fallegur völlur og skemmtilegt að spila hann,“ segir Helgi. Ljósmynd/Ingvar Erlingsson Helgi Þorvaldsson fékk golfsett í afmælisgjöf fimmtugur, fyrir rösklega tveimur áratugum. Vegna eymsla í hnjám og öxlum vissi Helgi að hann gæti aldrei lækkað forgjöfina verulega og setti sér þess í stað það göfuga markmið að spila á öllum golfvöllum landsins. Takmarkinu náði hann í fyrrahaust og aftur um síðustu helgi þegar hann lék á nýjum glæsilegum golfvelli Siglfirðinga. Helgi Þorvaldsson eftir lokapúttið á síðustu flöt á Siglufirði um síðustu helgi. Helgi og félagar hans í Þrótti vinna nú að því að koma á fót nýrri íþróttagrein hér á landi: göngufótbolta. „Þetta er þrælskemmtileg íþrótt. Fyrsti leikurinn á Íslandi fór fram í fyrra á fjölskyldumóti á Húnavöllum, þar sem við af suðvesturhorninu unnum Akur- eyringa,“ segir hann. „Þetta hentar fólki á öllum aldri, í þess- um fyrsta leik var til dæmis yngsti leikmaðurinn 10 ára stelpa og sá elsti, Haukur bróð- ir minn, 75 ára.“ Helgi segir sparkvelli KSÍ henta mjög vel, í hverju liði geti í raun verið eins margir og fólk kýs, en mælt sé með fjórum til átta. „Það má til dæmis ekki fara inn í teig hjá mótherjanum og ekki tækla. Þetta er ekki síst hugsað fyrir eldra fólk og bækl- aða en allir geta verið með.“ Helgi og félagar vilja koma á göngufótbolta ’ Geri ekki ráð fyrir að ég nái að spila alla velli landsins aftur en þótt ég fylgist reyndar vel með því hvort einhvers staðar er opnaður nýr golfvöllur, er helsta verkefnið á næstunni að fjölga þeim völlum sem konan spilar. Helgi Þorvaldsson sem spilað hefur á öllum golfvöllum landsins. INNLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.