Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018
Skólabúningar eru fastur lið-
ur í tæplega 90% af breskum
skólum. Frá því á 19. öld hafa
stúlkur þurft að klæðast pilsi
sem hluta af skólabúningum
sínum, en seint á 20. öldinni
byrjuðu skólar að leyfa stúlk-
um að ganga í buxum.
Á síðustu árum hefur verið
hröð og mikil breyting í við-
horfum gagnvart pilsum
sem hluta af skólabún-
ingi, meðal annars
hafa tæplega fjörutíu
skólar í Bretlandi
bannað pils alfarið.
Engu að síður
eru pils enn í dag
stór hluti af
fatamenningu
í Bretlandi.
Árið 2015 var Andrew Corish,sextíu ára gamall kennari ístúlknaskóla í Croydon í
suðurhluta Lundúna, handtekinn
fyrir að hafa tekið ljósmyndir og
myndbönd upp undir pils nemenda
sinna án þeirra vitneskju. Corish
játaði sekt sína fyrir fógetarétti í
Croydon, en hann var kærður fyrir
gægjuþörf (e. voyeurism), sem
samkvæmt breskum lögum er skil-
greint sem áhorf á aðra manneskju
í persónulegum athöfnum án henn-
ar vitneskju, og fyrir að taka
ósæmilegar ljósmyndir af börnum.
Dómari málsins vísaði hinsvegar
ásökununum frá þar sem ekkert
fórnarlamba Corish var að fást við
persónulegar athafnir þegar mynd-
irnar voru teknar, né þóttu ljós-
myndirnar nægilega ósæmilegar.
Búin að fá nóg
Hávær áköll um lagabreytingu sem
gerir það glæpsamlegt að taka
myndir upp undir pils kvenna hafa
fengið mikinn hljómgrunn á síðustu
mánuðum, en lagafrumvarp þess
efnis var lagt fyrir breska þingið
15. júní sl. Frumvarpið kom til
vegna herferðar ungrar konu, Ginu
Martin, sem varð fyrir því að tekin
var mynd upp undir pils hennar á
tónlistarhátíð í Hyde Park í Lund-
únum, en þegar hún leitaði til lög-
reglu kvaðst hún ekkert geta gert.
Herferð Martin vakti mikla athygli
á samfélagsmiðlum og hefur hún
gert mikið til að vekja athygli á
málinu, en safnast hafa meira en
100 þúsund undirskriftir frumvarp-
inu til stuðnings.
Frumvarpið, sem lagt var fram
af þingkonu Frjálslyndra demó-
krata, Weru Hobhouse, naut stuðn-
ings úr öllum þingflokkum, auk
þess studdi yfirgnæfandi meirihluti
almennings breytinguna, sam-
kvæmt viðhorfskönnunum breskra
fjölmiðla.
Þrátt fyrir þá greiðu leið sem
frumvarpið átti fyrir höndum
komst það ekki í gegnum þingið
vegna mótmæla Christophers
Chope, þingmanns Íhaldsflokksins,
sem nægði til þess að hindra fram-
göngu þess við mikla óánægju sam-
starfsmanna hans.
Mótfallinn kerfinu,
ekki frumvarpinu
Í kjölfar mótmæla sinna hefur
Chope orðið fyrir mikilli gagnrýni
og lýsti forsætisráðherra Bret-
lands, Theresa May, ásamt fleiri
þingmönnum úr öllum flokkum, yf-
ir óánægju sinni með þá ákvörðun
Chope að hindra framgöngu frum-
varpsins.
„Myndataka upp undir pils
kvenna er brot á friðhelgi sem skil-
ur fórnalömb eftir niðurlægð og
miður sín,“ tísti Theresa May eftir
að frumvarpið var hindrað. „Ég er
vonsvikin að frumvarpið hafi ekki
komist í gegn í þinginu í dag. Ég
vil að þetta verði gert að lögum –
með stuðningi ríkisstjórnarinnar –
fljótlega,“ bætti hún við. Kveðst
hann þó ekki vera mótfallinn efni
frumvarpsins, heldur hafi
hann mótmælt vegna þess að
honum þótti frumvarpið ekki
hafa verið nægilega skegg-
rætt.
Siðspillt brot á
friðhelgi
Myndataka upp undir
pils kvenna, eða „up-
skirting“ eins og það
er kallað á ensku, er
Pils hafa lengi
verið hluti
af breskum
skólabúningum.
Pils í
skólum
þegar ólögleg í Skotlandi, en at-
höfnin var sérstaklega flokkuð und-
ir gæjguþörf af skoska þinginu árið
2010. Ef frumvarpið verður sam-
þykkt mun hver sá sem gerist sek-
ur um að taka myndir upp undir
pils sæta allt að tveggja ára fang-
elsi, auk þess að vera settur á lista
sem kynferðisafbrotamaður.
„Þetta er siðspillt brot á frið-
helgi. Það er fáránlegt að einn
þingmaður skuli geta sett þarfa og
almennt studda lagabreytingu út af
sporinu,“ skrifaði Wera Hobhouse í
pistli sem birtist í The Guardian.
„En baráttan er ekki búin,“ bætir
hún við, „við munum halda áfram
að berjast til að sjá til þess að lög-
reglan geti brugðist við sam-
stundis.“
Munu reyna aftur
Breska ríkisstjórnin hefur staðfest
að hún muni kynna nýtt frumvarp
á næstunni sem gerir myndatöku
upp undir pils ólöglega, en frum-
varpið inniheldur líka bann við ann-
ars konar hefndarklámi.
Sameinast
gegn pilsa-
myndum
Þingmenn úr öllum þingflokkum breska
þingsins styðja frumvarp sem gerir myndatöku
upp undir pils ólöglega. Aðeins einn þingmaður
hindraði breytinguna.
AFP
Það er sjaldséð í breskum stjórnmálum að þingmenn úr öllum flokkum séu sammála um nokkurn hlut, en herferð Ginu
Martin á sér stuðningsmenn í öllum hornum neðri málstofu breska þingsins.
’
Myndataka upp pils kvenna er brot á
friðhelgi sem skilur fórnarlömb eftir
niðurlægð og miður sín.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands
ERLENT
PÉTUR MAGNÚSSON
petur@mbl.is
MEXÍKÓ
MEXÍKÓBORG Tuttugu og fjórir létust og
tæplega fi mmtíu slösuðust þegar sprenging
varð í fl ugeldaverksmiðju í Mexíkóborg. Tvær
sprengingar riðu yfi r, en meðal þeirra sem
létust í seinni sprengingunni voru slökkviliðs-
og lögreglumenn sem sinntu björgunarað-
gerðum eftir fyrri sprenginguna.
ÁSTRALÍA
QUEENSLAND Allt að
fi mmtíu ökumenn lentu í
óskemmtilegu atviki í vik-
unni þegar tjara úr malbiki
festist við dekk þeirra
eftir að malbikið bráðnaði.
Miklar veðurbreytingar
hafa orðið á síðustu vikum,
en telja sérfræðingar að
malbikið hafi bráðnað eftir
að mikill hiti og þurkur
hafi fylgt nokkrum blautum
og köldum dögum.
SIMBABVE
HARARE Í fyrsta
skipti í sögu Simba-
bve verður Robert
Mugabe ekki meðal
frambjóðenda
í næstkomandi
forsetakosningum
þar í landi sem fara
fram hinn 30. júlí. Andstæðingar Emmersons Mnangagwa,
arftaka Roberts Mugabe, hafa lýst yfi r áhyggjum sínum að
herinn verði með puttana í því sem eiga að vera frjálsar
kosningar, en herinn hefur svarið að skipta sér ekkert af.
JAPAN
TÓKÝÓ Fremjendur verstu hryðju-
verkaárasar í sögu Japan, sjö meðlimir
dómsdagsreglunnar Aums Shinrikyo,
voru teknir af lífi á föstudaginn.
Sjömenningarnir frömdu eiturefnaárás
í neðanjarðarlest árið 1995 sem varð
átta manns að bana og slasaði tæplega 600 manns, en
árásina framkvæmdu þau, að sögn forsprakka reglunnar,
til að „frelsa glataðar sálir til hærra andlegs stigs“.