Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018
Skjaldarmerki íslenskra sveitarfélaga eru oft áber-andi þegar ekið er um landið, en gjarnan fá þauekki þá athygli sem þau eiga skilið. Blaðamaður
Sunnudagsblaðsins settist niður með Sigga Odds, graf-
ískum hönnuði og tónlistarmanni, til að spjalla um hvaða
skjaldarmerki standa upp úr í hans augum.
Akureyri
Akureyri er með frábært skjaldarmerki. Árið 1930
gerði Tryggvi Magnússon, sem var fyrsti grafíski hönn-
uður Íslands, skildi fyrir nokkur bæjarfélög, Akureyri
var eitt af þeim. Þessi útgáfa er endurteikning frá 1987,
það var hreinteiknað því það var orðið svolítið bjagað.
Tryggvi hannaði helling af byggðarmerkjum fyrir flest
bæjarfélög, ég held að sjö þeirra séu ennþá í notkun.
Hann teiknaði náttúrlega skjaldarmerki Íslands.
Tryggvi var mjög merkilegur teiknari og frábær lista-
maður. Akureyri kallar á mig því þetta er landvættur,
verndari norðursins, sem kemur úr Heimskringlu. Svo er
akurinn, hveitiknippi í miðjunni, sem táknar akrana á
Akureyri. Mér finnst þetta gríðarlega tímalaust geggjað
merki.
Akranes
Mér finnst skjaldarmerki Akraness bæði ótrúlega gott
og vont af nokkrum ástæðum. Það inniheldur höfðaletur,
sem er mjög íslensk leturtýpa. Það er eina séríslenska
leturgerðin og er mjög sérstök, það mætti í raun vera
meiri vitneskja um hana á Íslandi. Höfðaletur er mjög
skemmtilegt, afskaplega abstrakt, næstum ólæsilegt, og
var eiginlega hannað til að vera ólæsilegt. Það var notað í
að skreyta kistur og bjálka, og þegar þeir ristu það
reyndu þeir að gera þetta ólæsilegt, sem brýtur allar
reglur leturgerðar. Það er það sem mér finnst geggjað
við þennan skjöld. Það sem mér finnst lélegt við hann er
myndbyggingin, sem er mjög slæm. Það er eiginlega
fyndið hvað hann er ógeðslega lélega myndbyggður.
Höfðaletrið er svo ótúlega skemmtilegt element, en svo
er eins og einhver hafi sett afganginn saman á svona
þremur sekúndum. Það var maður sem hét Hreggviður
Sigríksson, sem var starfsmaður sementsverksmiðju rík-
isins á Akranesi, sem kom með þessa tillögu og fékk 15
þúsund krónur greiddar árið 1964. Þannig að þetta var
mjög almennur maður sem teiknaði þetta. Merkið inni-
heldur Akrafjall og sjóinn, sem vísar eflaust í sjávar-
útveginn.
Fljótsdalshérað
Fljótsdalshérað er með nýlegt merki sem var hannað
2005 af akureyrskum hönnuði, Það er mjög skemmtilegt
því það nær að uppfylla reglur skjaldarmerkjafræði með
skiptingu og notar liti og er hæfilega einfalt en samt ótrú-
lega organískt. Allt nema formið á skildinum eru bogalín-
ur, organískar línur, og það er ótrúlega sérstakt. Mér
finnst það virka mjög vel og er einstakt. Vel gert.
Grindavík
Ég hélt að skjaldarmerki Grindavíkur hlyti að vera
stolið. Þegar maður sér eitthvað svona ótrúlega klassískt
á Íslandi heldur maður oft að það sé stolið, en það er ekki
tilfellið. Þetta var teiknað af Kristínu Þorkels á AUK, sem
er mjög flottur hönnuður sem var upp á sitt besta í kring-
um níunda áratuginn og á meðal annars heiðurinn af pen-
ingaseðlunum og vegabréfunum okkar og á mjög mikið af
vel þekktum merkjum. Það er saga á bak við þessa geit,
sem er úr Landnámabók. Sonur Gnúps Hrólfssonar var
kallaður Hafur-Björn, því geithafur tímgaðist við fé hans
og þá varð hann vel auðugur, eftir það var hann kallaður
Hafur-Björn og þaðan kemur þetta tákn, sem er tákn
frjósemi og búhygginda. Mér finnst þetta ótrúlega furðu-
lega klassískt skjaldarmerki í öllu þessu samhengi, er
þetta „odd one out“. Þetta gæti verið frá 1500, þetta er
ótrúlega klassískt, sem er merkilegt því þetta var hannað
1986 eftir mjög ströngum reglum skjaldarmerkjafræð-
innar. Meira að segja skipting flatarins í rendur; það má
jafnvel lesa úr því grindurnar úr Grindavík.
Skjaldamerki
Reykjavíkur.
Geithafur, höfuðletur
og faldir fjarsjóðir
Grafíski hönnuðurinn Sigurður Oddsson rýnir í skjaldarmerki
íslenskra sveitarfélaga, sem mörg eiga sér áhugaverða sögu.
Pétur Magnússon petur@mbl.is
Sigurður Oddsson er einn fremsti
grafíski hönnuður landsins, en hann
er afar fróður um sögurnar á bak við
hönnun íslenskra skjaldamerkja.
HÖNNUN Hurðir geta verið vel hannaðar eða illa hannaðar. Illa hannaðarhurðir eru gjarnan kallaðar Norman-hurðir, í höfuðið á Don
Norman sem skrifaði bók um hönnun hversdagslegra hluta.
Góðar hurðir og slæmar
’Hugmyndin á bakvið skjaldamerkin eru oft mjög góð, en stundum vantar aðeins upp á framvkæmdina.
Skjaldamerki
Akureyrar.
Skjaldamerki
Akraness.