Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Síða 22
MATUR Ekki setja epli og banana saman í skál. Eplin gefa frá sér gufur semgera það að verkum að bananarnir skemmast fyrr en ella. Enginn vill
brúna banana, en þó er gott að nota þá í bananabrauð.
Bananar og epli eiga ekki saman
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018
Í Vestmannaeyjabæ rekur EinarBjörn Árnason veitingastaðinnEinsa kalda. Einar man eftir
sér sýslandi í eldhúsi sem lítill
peyi og leiðin lá snemma í kokka-
nám á meginlandinu. Hann sneri
svo til baka og þegar Landeyjar-
höfn varð að veruleika sá Einar að
grundvöllur væri fyrir að opna
flottan veitingastað í miðbænum
og hafa hann opinn allan ársins
hring.
„Þetta gengur vel og Vest-
mannaeyingar eru mér hliðhollir
og svo er staðurinn vinsæll fyrir
hópa. Við höfum fengið frábæra
dóma, en hingað koma Íslendingar
til jafns á við ferðamenn,“ segir
hann, en Einsi kaldi varð nýlega
tíu ára. „Þetta er í raun fínn stað-
ur en samt „casual“, það má alveg
koma í gallabuxum. Hér er mjög
kósí og það myndast oft geggjuð
stemning,“ segir hann.
Einar segir matseðilinn fjöl-
breyttan og býður hann upp á mat
úr Eyjum, eins og lunda og svart-
fugl en einnig fisk og lamb.
„Ferðamennirnir panta mest
fiskinn,“ segir hann. „Svo erum við
með kleinuhringja-Crème brûlée;
fólk er að missa sig yfir því.“
Öllu reddað fyrir kvöldið
Einar segir daginn sem opnaði
hafa verið eftirminnilegan. Hann
segist hafa verið mjög stressaður
því kassakerfið hafði tafist á leið-
inni og allir áttu auk þess eftir að
læra á það. En það voru ekki einu
vandræði dagsins.
„Ég var inni í eldhúsi og úti var
brakandi blíða. Þá heyrðust þvílík
hljóð innan úr sal, en hér eru ansi
stórir gluggar. Vinur minn hafði
sett litaðar filmur í gluggana sem
áttu að tákna öldur og nú skein
sólin beint á filmurnar. Svo byrj-
aði að braka í rúðunum og þær
byrjuðu að springa ein af annarri.
Þær bara sprungu út og inn og
glerbrot út um allt. Við fengum
bara áfall. En eins ótrúlegt eins og
það hljómar þá fórum við strax í
það að redda nýju gleri með Herj-
ólfi og þessu var reddað fyrir
kvöldið og nýjar rúður settar í,“
segir Einar og hlær.
Morgunblaðið/Ásdís
Rúðurnar sprungu ein af annarri
Þorsteinn Ívar Þorsteinsson, aðstoðarkokkur og Einar Björn Árnason, yfirkokkur á Einsa kalda í Vestmannaeyjum.
Eyjapeyinn Einar Björn Árnason
nefndi veitingastaðinn sinn að sjálfsögðu
Einsa kalda. Þar er hægt að smakka ýmsa
spennandi rétti eins og lunda og
Crème brûlée kleinuhring.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Fyrir 6
Lambakóróna, nóg fyrir 6
KRYDD
½ búnt dill
½ búnt graslaukur
½ búnt basilika
dass af sjávarsalti
100 g Panko-raspur
50 ml olía
kornsinnep (fer ekki í mat-
vinnsluvélina)
Setjið allt í matvinnsluvél,
nema olíuna sem kemur síðast
og er hellt út í í mjórri bunu.
Raspurinn verður þá fallega
grænn.
Brúnið lambarifin á pönnu
upp úr olíu. Smyrjið kjötið síð-
an með kornsinnepi og veltið
því upp úr kryddjurtara-
spinum.
Eldið svo í ofni á 180°C í 12
mínútur og hvílið í stutta
stund. Ef mældur er kjarnhiti
er flott að ná 58-59°C og hvíla.
Skerið því kórónu næst í sneið-
ar.
MEÐLÆTI
kartöflusmælki
gulrætur
sveppir
perlulaukur
grænkáli
lambasoðgljá
Gott er að setja grænmetið í
ofn með olíu eða pönnusteikja.
GARÐABLÓÐBERGSSÓSA
1 skarlottslauksgeiri
1 hvítlauksgeiri
1 grein af garðablóðbergi
1 dl gott rauðvín
1 l gott nautasoð
100 g smjör
salt
pipar
annað krydd eftir smekk
Svitið skarlottlaukinn og hvít-
laukinn á pönnu.
Rífið af einni grein af garða-
blóðbergi og svitið með. Hellið
rauðvíni út á pönnuna og sjóð-
ið niður um helming. Hellið
einum lítra af góðu nautasoði
út í og sjóðið niður um ¾. Tak-
ið sósuna af hitanum þegar
hún er orðin þykk og bragð-
góð.
Gott er að bragðbæta eftir
smekk, t.d. með salti, svörtum
pipar, anís, kardimommu-
kryddi og kryddjurtum. Í lokin
eru 100 g af smjöri skorin í
kubba og blandað við sósuna
með töfrasprota.
Lambakóróna