Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Page 29
8.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 mikið frá því sem þekktist á bann- árunum lifir djassinn enn góðu lífi í Kansasborg. Það er leikur einn að finna bari og klúbba þar sem djass- istar leika listir sínar fyrir djass- geggjara. Á einum slíkum fáum við að hlusta á saxófónleikara einn halda uppi fjörinu ásamt hljómsveit sinni. Ég hef alltaf verið meira „stand- arda“-megin í djasshlustun minni, en verð hugfanginn af því hversu vel æfð hljómsveitin er, þar sem allir leggjast á eitt, jafnvel þó að lagið sé að miklu leyti spunnið á staðnum. Hvert einasta lag tekur tíu mínútur eða meira, allir fá sitt sóló, og öllum er tekið með dynjandi lófataki. Svona á tónlist að vera. Á krossgötunum Líkt og fyrr sagði var Kansas-borg á sínum tíma nokkurs konar kross- götur Bandaríkjanna, enda borgin tiltölulega nálægt landafræðilegri miðju hinna 48 „meginlandsríkja“ Bandaríkjanna. Arkitektúrinn tekur nokkurt mið af því, en mikil spænsk áhrif má sjá á mörgum húsanna. Þá eru fallegir gosbrunnar víða og stæra borgarbúar sig af þeim. Ef til vill er það merki um þetta hlutverk borgarinnar sem „kross- götur“ að þar er einnig að finna þjóð- arminnismerki Bandaríkjanna um þá sem féllu í fyrri heimsstyrjöld og sérstakt sögusafn um styrjöldina og þátttöku Bandaríkjanna í henni. Helsta kennileiti safnsins er minn- ismerkið sjálft, 66 metra hár turn, sem rís upp af jörðinni á allt að því fallískan hátt og gnæfir yfir nær- umhverfi sitt. Turninn var reistur árið 1926 til minningar um þá borg- arbúa sem féllu í styrjöldinni, en hann var gerður upp um aldamótin og tileinkaður öllum Bandaríkja- mönnum sem féllu í stríðinu. Gestir safnsins þurfa að ganga yfir glerbrú til þess að komast að sýning- unni, og undir henni er búið að planta 9.000 valmúum, og á hvert og eitt blóm að tákna þúsund fallna í styrjöldinni. Þetta er tilkomumikil sjón jafnvel þó að hugurinn nái varla utan um þær ótrúlegu hörmungar sem þarna liggja að baki. Líkt og vera ber, er fókusinn nokkuð mikið á framlag heima- manna þetta eina ár af fjórum sem þeir voru þátttakendur, en engu að síður er reynt að draga fram söguna af nokkrum myndarskap. Fyrir fólk af evrópskum uppruna getur þessi áhersla þó virkað nokkuð kyndug og fullbandarísk. Hér hefur einungis verið stiklað á stóru um það sem Kansasborg hefur að bjóða þeim sem þangað leggja leið sína. Borgin er nokkuð frábrugðin þeim borgum á austurströnd Banda- ríkjanna sem Íslendingar ættu að kannast best við, en býður um leið upp á sinn eigin sjarma hvort sem litið er til arkitektúr, verslunar, mat- seldar eða annarra þátta, sem gera borgina alveg óumdeilanlega að mjög bandarískri upplifun. Borgin er tiltölulega nýbúin að setja upp hálfgerða „Borgarlínu“, sporvagna sem fara í hring um miðbæ borgarinnar. Ókeypis er um borð í vagnana og hafa þeir reynst mjög vinsælir á þeim tveimur árum sem þeir hafa verið í notkun. Þjóðarminnismerki Bandaríkjanna um þá sem féllu í fyrri heimsstyrjöld var reist árið 1926. Sérstakt sögusafn um styrjöldina opnaði svo um aldamótin. 9.000 valmúaplöntur eru til sýnis í stríðsminjasafninu, ein fyrir hvern þann sem lést í fyrri heimsstyrjöld. ’Helsta kennileitisafnsins er minnis-merkið sjálft, 66 metrahár turn, sem rís upp af jörðinni á allt að því fall- ískan hátt og gnæfir yfir nærumhverfi sitt. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 ÚTSALAN ER HAFIN! 30-50% AFSLÁTTUR Kansasborg býr líka að mjög blómlegu íþróttalífi. Borgin er bæði með ruðningslið og hafnaboltalið í fremstu röð, Kansas City Chiefs og Kansas City Royals, og eru borgarbúar mjög stoltir af þeim liðum, sem eiga sér langa og merka sögu. Knattspyrnulið borgar- innar, Sporting Kansas City, er öllu yngra, en það var stofnað árið 1996. Leikir liðsins eru ágætlega sóttir, en heimavöllur þess tekur um 18.000 manns í sæti, og er bekkurinn oftast nær þétt setinn á heima- leikjum Sporting. Liðið hefur einnig notið nokkurrar vel- gengni, sérstaklega í banda- rísku bikarkeppninni, sem liðið hefur unnið þrisvar á síðustu sex árum. Liðið keppir nú um efsta sætið í MLS-deildinni, en líkt og alsiða er í íþróttum vestra, veitir það ekki neitt annað en „heimaleikjarétt“ í útsláttarkeppni um alvörubik- arinn. Áhugamenn um íþróttir ættu því eflaust að geta fundið sér eitthvað við hæfi í Kansas. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar ÍÞRÓTTABORGIN KANSAS Ruðningur, hafnabolti og knattspyrna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.