Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Side 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Side 35
8.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA Í JÚNÍ Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Ofurhetjuvíddin: bernsku- brek Ævars vísindamanns Ævar Þór Benediktsson 2 Tólf lífsreglur – Mótefni við glundroða Jordan B. Peterson 3 StormfuglarEinar Kárason 4 Sumar í Litla bakaríinu við Strandgötu Jenny Colgan 5 UppgjörLee Child 6 KapítólaEmma D.E.N. Soutworth 7 Ísland á HMGunnar Helgason 8 Ævintýraeyjan TenerifeSnæfríður Ingadóttir 9 Marrið í stiganumEva Björg Ægisdóttir 10 Lífsnautnin frjóaAnne B. Ragde 11 BlóðengillÓskar Guðmundsson 12 Þriðji engillinnAlice Hoffmann 13 261 dagurKristborg Bóel Steindórsdóttir 14 VegahandbókinÝmsir 15 GlerstofanAnn Cleeves 16 Handbók fyrir Ofurhetjur – Annar hluti: Rauða gríman Elias & Agnes Våhlund 17 Þegar ég verð stór ætla ég að spila með íslenska landsliðinu Gemma Gary 18 Gæfuspor - Gildin í lífinuGunnar Hersveinn 19 Hvolpasveitin – Litabók 20 Uglan drepur bara á nóttunni Samuel Bjørk Allar bækur Ég las Okkar á milli eftir Sally Rooney frekar nýlega og fannst hún alveg frá- bær, mjög flott frum- raun. Núna var ég að byrja á sænskri bók sem ég hef ætlað að lesa lengi, Hvert andartak enn á lífi eftir Tom Malmquist. Greip tækifærið þegar hún kom út á íslensku. Það er ákveðin sjálfs- pynting að vera að lesa hana núna, enda eignaðist ég barn frekar nýlega og hún byrjar mjög hörmulega. Á sumrin les ég mikið af íslenskum þýðingum. Ein þann- ig bók sem bíður mín er HOMO sap- ína eftir Niviaq Korneliussen. Ég er ekki komin lengra en að kíkja aðeins í bókina og skoða kápuna. Svo er ein bók sem ég er alltaf með við hliðina á mér; ævisaga Tove Jansson, sem mér finnst mjög spennandi kona, baráttukona og listakona. Sommarboken eftir Jansson er líka hálfopin hjá mér. ÉG ER AÐ LESA Halla Þórlaug Óskarsdóttir Halla Þórlaug Óskarsdóttir er myndlistarkona, rithöfundur og dagskrárgerðarkona. Í heimahöfn heitir ljóðabók eftir Hafstein Reykjalín Jóhannesson sem hann gefur sjálfur út. Hafsteinn er frá Ásbyrgi á Hauganesi við Eyjafjörð, lauk vélvirkjameistaraprófi og varð síðar vélfræðingur. Hann hefur stundað ljóða- gerð og lagasmíðar og fyrir stuttu kom einmitt út nótnabók með einsöngslögum sem fæst í Tónabúðinni. Hafsteinn hefur einnig gefið út geisladiska og hefur haldið margar myndlistar- sýningar en hann er ötull listmálari. Í heimahöfn er fjórða ljóðabók Hafsteins, en hann hefur átt ljóð í ritum Ljóðahópsins Gjábakka. Bókaútgáfan Sæmundur hefur gefið út að nýju bókina Forystu-Flekkur og fleiri sögur sem Einar E. Sæmundsen tók saman í lok fimmta áratugarins. Bókin kom fyrst út árið 1950 og hefur verið ófáanleg um áratuga skeið. Í bókinni eru sögur af samskiptum manna og málleysingja eftir ýmsa höfunda úr Dýravininum og Dýraverndaranum. Einar Sæ- mundsen (1885-1953) var skógarvörður á Suð- vesturlandi og framkvæmdastjóri Skógræktar- félags Reykjavíkur. Í endurútgáfunni hefur stuttum æviágripum höfunda verið skeytt aftan við hverja sögu. Afbrot og íslenskt samfélag heitir bók eftir Helga Gunnlaugsson sem Háskólaútgáfan gef- ur út. Í bókinni fjallar Helgi um afbrot á Íslandi og viðhorf til þeirra og byggir umfjöllun sína á viðhorfsmælingum, opinberum gögnum, rýni- hópum, fjölmiðlum og niðurstöðum sem túlk- aðar eru í ljósi alþjóðlegs samanburðar. Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og hefur kennt afbrotafræði við skólann í fjölda ára. Hann hefur gefið út fjölda verka einn eða í samstarfi við aðra. NÝJAR BÆKUR Í HOMO sapína fléttast saman sögur af fimm ung-mennum í Nuuk, af Fíu, Söru, Arnaq, Inuk ogIvinnguaq / Ivik: tveimur lesbíum, homma, tvíkyn- hneigðri stúlku og transmanni – sagnasveigur sem hnýttur er saman í lokin. Bókin hefur fengið mikið lof fyrir beinskeyttar og opinskáar lýsingar á glímunni við það að falla inn í grænlenskt samfélag. Niviaq Korneliussen er fædd í Nuuk en ólst upp í Nanortalik, smábæ á Nanortalik-eyju syðst á Græn- landi. Hún nam sálfræði við háskólann í Árósum og dvaldi um tíma í Kaliforníu sem skiptinemi. Hún sigraði í smásagnakeppni fyrir nýja höfunda ár- ið 2012, þegar hún var 22 ára. Sú saga, San Francisco, segir frá puttaferðalagi sögupersónu sem heitir Fía þvert yfir Bandaríkin. Sagan var gefin út á bók og í kjölfarið hafði bókaforlag samband við Korneliussen og spurði hana hvort hún ætti ekki tiltæka skáldsögu. Korneliussen hófst þegar handa og skrifaði skáldsögu á mettíma, HOMO sapienne, sem hún samdi uppruna- lega á grænlensku en endurskrifaði síðan á dönsku. Í viðtali við vefritið Eye on the Arctic hefur hún rætt það hvernig það að hafa verið undir yfirráðum Dana hafi gegnsýrt grænlenskt samfélag sem sjái meðal annars stað í samskiptum fólks sem fari fram á grænlensku og dönsku jöfnum höndum. Ungir höf- undar hafa þó meiri áhuga á því að skrifa á ensku en dönsku að hún segir, ekki síst til að hrista af sér síð- ustu fjötra danskrar nýlendustefnu. Í danskri þýðingu Korneliussen bregður fyrir græn- lenskum orðum og eins ensku, enda eiga ungmennin samskipti á þessum málum, ræðast við, senda smá- skilaboð eða nýta samfélagsmiðla. „Þau eiga samskipti, tala saman, skrifast á, nota smáskilaboð og Facebook, en skilja þó ekki hvert annað í raun … Mér finnst það forvitnilegt því þau eru sífellt umkringd fólki. Þau eru í gleðskap, senda SMS; eru ástfangin eða hata ein- hvern, en eru þó mjög einmana á sama tíma. Þau eru ein.“ Eins og getið er þá var HOMO sapienne einkar vel tekið, var tilnefnd til Norrænu bókmenntaverðlaun- anna 2015 og var valin ein fimm bestu bóka ársins 2014 af Listasjóði danska ríkisins. Grænlensk útgáfa bókarinnar hefur selst í ríflega tvö þúsund eintökum, sem er mikil bóksala þar í landi, og einnig hefur hún selst vel í Danmörku. Hún hefur einnig verið gefin út á fleiri tungumálum, kom út á íslensku um daginn, í þýðingu Heiðrúnar Ólafsdóttur, en hefur einnig komið út á frönsku og kom á ensku fyrir stuttu, heitir þá Crimson sem vísar í lagið sem tengir opnar bókina og lokar henni: Crimson and Clover (Tommy James & The Shondells) — hefst með Fíu og lýkur með því er Sara finnur hana. Grænlenskur sagnasveigur HOMO sapína heitir skáldsaga grænlenska ritöfundarins Niviaq Korneliussen sem Sæmundur hefur gefið út. Í bókinni fléttast saman fimm sögur af ungmennum í Nuuk sem reyna að falla inn í grænlenskt samfélag. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Grænlenski rithöfundurinn Nivaq Korneliussen. Ljósmynd/Jørgen Chemnitz Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.