Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018 LESBÓK SJÓNVARP Sérvitringurinn Karl Pilkington snýr aftur á skjáinn í nýjum þáttum sem nefnast Sick of it. Pilkington mun leika tvö aðalhlutverk: sjálfan sig eftir að kærasta hans hættir með hon- um og innri rödd sína sem eltir hann á röndum og gagnrýnir allt sem hann gerir. Þetta verður í fyrsta skipti sem Pilkington skrifar sitt eigið efni og fer með aðalhlutverk í leiknum þáttum. Pilkington varð vinsæll í heimildarþáttunum An Idiot Abroad þar sem félagar hans Ricky Gervais og Stephen Merchant sendu hann heims- hornanna á milli í framandi aðstæður, Pilking- ton til mikillar mæðu og áhorfendum til mikils gamans. Enn sú mæða Karl Pilkington KVIKMYNDIR Vanessa Kirby, sem hefur far- ið með hlutverk Margrétar Bretaprinsessu í vinsælu Netflix-þáttunum The Crown, mun leika í nýjasta framhaldi The Fast and the Furious hasarmyndaraðarinnar. Myndin ber nafnið Hobbs and Shaw og fjallar um sam- nefndar persónur leikaranna Dwayne John- son og Jason Statham. Kirby mun bregða sér í hlutverk útsendara MI5 leyniþjónustunnar og systur glæpamannsins Deckard Shaw sem neyð- ist til að vinna með erkifjanda sínum Luke Hobbs. Kirby verður einnig með hlutverk í Mission Impossible: Fallout sem kemur út síðar í júlí. Vanessa Kirby AFP Goðsögnin Jimi Hendrix. Stockið upp TÓNLIST Fornleifafræðingar vinna nú hörðum höndum við að grafa upp svæðið þar sem tónlistar- hátíðin Woodstock var haldin árið 1969. Markmiðið með uppgreftr- inum er að finna nákvæma stað- setningu sviðsins þar sem tónlist- armenn á borð við Jimi Hendrix og Janis Joplin stigu á stokk. Nær- liggjandi safn tileinkað hátíðinni mun nýta niðurstöður uppgraftrar- ins við skipulagningu gönguleiða. FÓTBOLTI Rúss- neskur maður hef- ur sótt um skilnað við eiginkonu sína eftir heiftarlegt rifrildi sem hjúin áttu um fótbolta- manninn Lionel Messi. Maðurinn, sem er mikill aðdáandi Messi, segir að eiginkona sín hafi talað illa um Argentínumanninn frá upphafi heimsmeistaramótins, einna helst eftir misheppnuðu vítaspyrnuna gegn Íslandi. Þegar eiginkonan sagði Cristiano Ronaldo vera betri leikmann var mælirinn fullur og maðurinn sótti um skilnað daginn eftir. Hjónin kynntust á bar þar sem þau horfðu á HM árið 2002. Skilnaður vegna Messi Lionel Messi FÓLK Leikarinn Jeffrey Dean Morgan hefur beðið aðdáendur sína um að hætta að sækja hann óboðnir heim. Morgan, sem leikur hinn skuggalega Negan í vinsælu sjón- varpsþáttunum The Walking Dead, skrifar í Twitter-færslu sinni að það sé ekki í lagi að mæta ókunnug- ur og óboðinn heim að dyrum. Hann biður fólk vinsamlegast að virða friðhelgi einkalífsins. Leikarinn Jeffrey Dean Morgan. Ekki opið hús Það er dýrt að fara í bíó. Í dagkostar miðinn á venjulegasýningu tæpar fimmtán hundruð krónur, og ef þrívíddargler- augun gleymast heima eða það á að leyfa sér smá popp með bíósaltinu er spaugið enn dýrara. Það er ekki skrítið að margir séu löngu hættir að fara út úr húsi til að sinna glápinu og vilji heldur gera það í sófanum eða rúminu heima. En það er samt gaman að fara í bíó. Að heyra skræki í ókunnugum sessunautum yfir hryllingsmynd sem þeir þorðu ekki að horfa á einir heima, eða heyra sprengingar um- lykja sig í stafrænum Dolby eru dæmi um tilfinningar sem ekki er hægt að upplifa heima í stofu. En er til hagkvæmari lausn fyrir þá sem vilja fara oftar í bíó? Mánaðargjald á verði miða MoviePass er bandarískt fyrirtæki sem býður viðskiptavinum sínum upp á nýstárlega þjónustu. Gegn mán- aðarlegu gjaldi fá viðskiptavinir þeirra einn bíómiða á dag. Þegar komið er í bíóið skrá gestir sig inn með appi og nota síðan greiðslukort frá Moviepass sem borgar fyrir mið- ann. Ekki er hægt að kaupa sig oftar en einu sinni inn á sömu mynd og það er ekki hægt að safna upp miðunum eða bjóða með sér – hámarkið er einn miði á dag. Notendur Moviepass greiða sömu upphæð hvort sem þeir fara einu sinni í bíó á mánuði eða mun oftar. Það óvenjulegasta við þessa áskriftarþjónustu er verðið, en í dag er mánaðargjald Moviepass tæplega tíu bandaríkjadalir, eða um 1.066 ís- lenskar krónur, sem er örlítið hærra en meðalverð á einum bíómiða í Bandaríkjunum. Í fyrstu er erfitt að sjá hvernig slíkur rekstur gengur upp. Hófsemi við hlaðborðið Mitch Lowe, forstjóri MoviePass, segir að í upphafi hafi þjónustunni verið beint að fólki sem fer oft í bíó og var áskriftarkostnaðurinn þá í kring- um 35-45 bandaríkjadalir. Eftir að rannsaka hvaða hópur Bandaríkja- manna hefði mestan áhuga á að fara oftar í bíó fór fyrirtækið að beina sjónum að þeim sem fara sjaldnar í bíó, eða um 4-5 sinnum á ári. Þennan stóra hóp fólks vildi Moviepass fá í þjónustuna hjá sér og lækkaði áskriftarverðið til að ná til þeirra. Hugmyndin er að þótt hópur fólks muni kosta fyrirtækið mikla peninga með því að fara oft í mánuði, þá séu Kvikmyndahús hafa átt undir högg að sækja vegna aukins framboðs efnis á netinu. Morgunblaðið/Golli Fjölgar bíóáskrift gestum? Sjálfstæðar þjónustur og kvikmyndahús í Bandaríkjunum hafa tekið upp á að bjóða mánaðarlega áskrift í bíó með það að markmiði að fá meðalkúnnann á fleiri sýningar. Er grundvöllur fyrir þessu á Íslandi? Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is Hrönn Sveinsdóttir er framkvæmdastjóri í Bíó Paradís. Morgunblaðið/Eggert Árskortahafar í Bíó Paradís þurfa að nýta kortið einu sinni í mánuði til að það borgi sig. Morgunblaðið/Golli Hraðskreið og hamstola

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.