Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.7. 2018
Drazen Petrović var mörgum
harmdauði þegar hann lést
eftir bílslys í Þýskalandi í júní
1993, aðeins 28 ára. Hann lék
þá með New Jersey Nets í
bandarísku NBA-deildinni í
körfubolta og hafði nýlokið
frábæru keppnistímabili. Ut-
an heimalandsins lék hann
með Real Madrid á Spáni og
Portland Trail Blazers og
Nets vestan hafs.
Petrović, sem stundum
var kallaður Mozart
körfuboltans vegna frá-
bærra hæfileika, var
kjörinn besti evrópski
körfuboltamaður allra tíma
af leikmönnum meðan á
Evrópukeppni landsliða
stóð árið 2013.
Króatar eru aðeins liðlega fjór-ar milljónir en hafa átt ótrú-lega marga frábæra íþrótta-
menn í gegnum tíðina, bæði í hóp- og
einstaklingsgreinum. Fótbolti er
langvinsælasta íþróttin í Króatíu og
því eðlilega mikil gleði ríkjandi eftir
að landsliðið tryggði sér sæti í úrslita-
leik HM.
Króatía var hluti Júgóslavíu en
lýsti yfir sjálfstæði 1991, eftir að
borgarastyrjöld hófst á Balkanskaga.
Ísland var fyrsta vestræna ríkið sem
viðurkenndi Króatíu, í desember það
ár, en sjálfsstæðisstríði landsins lauk
þó ekki fyrr en 1995.
Króatar tóku þátt í Ólympíu-
leikunum í Barcelona 1992 og hafa
síðan unnið til alls 44 ÓL-verðlauna, á
sumar- og vetrarleikum; 15 gull-, 16
silfur- og 13 bronsverðlauna.
Landslið þjóðarinnar lék til úrslita
á heimsmeistaramótinu í handbolta á
Íslandi 1995 en tapaði fyrir Frökkum,
sem Króatar mæta í úrslitaleik HM
um helgina. Þjóðirnar hafa einu sinni
áður mæst á HM í fótbolta, í undan-
úrslitum 1998 þegar Frakkar unnu
og urðu svo heimsmeistarar á heima-
velli. Króatar eiga því harma að
hefna!
Ári eftir úrslitaleik HM á Íslandi
unnu Króatar hins vegar gullverð-
laun í handbolta karla á Ólympíu-
leikunum í Atlanta, þegar þeir lögðu
Svía í úrslitaleik, og hefur höfundur
þessarar greinar sjaldan eða aldrei
upplifað jafninnilegan fögnuð nokk-
urra íþróttamanna og þá. Ekki fór á
milli mála hve mikilvægur sigurinn
var fyrir hina nýfrjálsu þjóð.
Of langt mál yrði að telja upp alla
þá frábæru króatísku íþróttamenn
sem hafa gert garðinn frægan í gegn-
um tíðina en í þeim hópi er t.d. fjöldi
fótbolta-, körfubolta- og handbolta-
manna, tenniskappin Goran Ivani-
sević og Ivano Balić, handboltamað-
urinn frábæri, sem allir íslenskir
íþróttaáhugamenn muna væntanlega
eftir, enda gerði hann strákunum
okkar oft skráveifu, eins og öllum
öðrum. Þá má nefna skíða-
systkinin sigursælu Janicu og
Ivica Kostelić, en hann er einn
„tengdasona Íslands“, giftur
Elínu Arnórsdóttur.
Fyrirliði króatíska
landsliðsins í fótbolta,
hinn smávaxni Luka
Modrić, sem varð Evr-
ópumeistari með Real
Madrid í vor, er einn
albesti fótboltamaður
heims í augnablikinu.
Segja má að hann beri
höfuð og herðar yfir
flesta aðra í faginu, þrátt
fyrir að vera aðeins 1,72 m á hæð.
Modrić er Íslendingum vel kunnur
enda hafa þjóðirnar mæst reglulega
síðustu ár og Íslendingar einu sinni
fagnað sigri, í undanriðli HM í fyrra.
Síðasti leikurinn var á HM á dög-
unum þar sem Króatar unnu 2:1 þrátt
fyrir mjög góða frammistöðu Íslands.
Ekki er gott að segja hvers vegna
Króatar eru jafngóðir íþróttamenn og
raun ber vitni. Menn hafa oft velt
vöngum og svörin eru margvísleg:
Guð gaf okkur einfaldlega svona
hæfileikarík börn, sagði formaður
tækninefndar knattspyrnusambands-
ins fyrir nokkrum árum!
Króötum, eins og öðrum íþrótta-
mönnum á Balkanskaga, hefur stund-
um verið legið á hálsi að hengja haus
ef á móti blæs; að liðsheildin sé ekki
nægilega sterk þegar á reynir en ekki
ber á því nú. „Þrisvar lentum við
marki undir en höfum alltaf snúið við
blaðinu. Það segir mikið um liðsand-
ann og er mikilvægt einkenna þess-
arar kynslóðar leikmanna,“ sagði Iv-
an Perisić, leikmaður liðsins, á
heimasíðu FIFA.
Fámennt en
íþróttalega
góðmennt
Þrátt fyrir fámenni geta Króatar státað af lygilega
mörgum íþróttastjörnum. Þessir „góðvinir“ Ís-
lendinga leika til úrslita á HM við Frakka.
Mozart
körfunnar
Drazen
Petrović
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Luka Modrić ber höfuð og herðar yfir flesta knattspyrnumenn heimsins í dag. Hér er hann í leiknum við Ísland á HM.
Systkinin Ivica og Janica Kostelic með
gullverðlaun á HM á skíðum 2003.
Reuters
Handboltastjarnan Ivano Balić var
einn sá besti í heiminum um árabil.
AFP
’
Íþróttamenn eru bestu sendiherrar okkar. Því fylgir mik-
ill innblástur að leika fyrir Króatíu - mikið stolt. Það þarf
ekki að kenna börnum þjóðsönginn; ég myndi ekki segja að þau
væru þjóðernissinnar en vita að þau þurfa að berjast fyrir sínu
Mario Stanić, fyrrverandi landsliðsmaður Króatíu.
ERLENT
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
ENGLAND
Breski götulistamaðurinn heims-
kunni, Banksy, sem almennt er ekki
vitað hver er, hefur lengi vakið
mikla athygli fyrir einföld verk, oft
mjög pólitísk. Nú geta áhugasamir
séð ýmis verka hans, bæði götu-
verk og önnur, á sýningu í London.
Verkin verða til sýnis í galleríinu Lazinc í Mayfair-hverfi nu.
Sýningin hófst á fi mmtudaginn og stendur til 25. ágúst.
TAÍLAND
Þegar hefur verið
tilkynnt að kvikmynd
verður gerð um björgun
taílensku fótboltadrengj-
anna 12 og þjálfara
þeirra úr hellinum í
Taílandi. Það er banda-
ríska fyrirtækið Pure Flix
sem hyggst framleiða
myndina, en það er
sjálfstætt framleiðslu-
fyrirtæki sem byggir á
kristnum gildum. „Pure
Flix, eins og heimurinn
allur, þakkar guði fyrir
að bænheyra þá sem
báðu þess að björgunin
heppnaðist,“ segir í yfi r-
lýsingu fyrirtækisins.
NÍKARAGVA
Mótmæli stjórnarandstæðinga í Níkaragva síðustu mánuði hafa
tekið sinn toll; í vikunni var staðfest að 264 hefðu látið lífi ð og
liðlega 1.800 slasast í baráttu þeirra við sveitir hliðhollar stjórn
landsins. Mótmælendur krefjast afsagnar sósíalistans Daniels Or-
tega, sem hefur verið forseti landsins undanfarin 11 ár, og hafði
áður setið jafn lengi á valdastóli á ofanverðri síðustu öld.
KÍNA
Qin Yongmin, sem barist hefur fyrir lýðræði í Kína
árum saman, var í vikunni dæmdur í 13 ára fangelsi
fyrir að „grafa undan stjórnvöldum“. Kom ákvörðun
dómsins mörgum í opna skjöldu, aðeins degi eftir
að kunnasti pólitíski fanginn í Kína, skáldið Liu Xia,
var látin laus eftir nær átta ár í stofufangelsi. Xia hélt
þegar úr landi. Hún er ekkja Liu Xiaobo, sem hlaut
friðarverðlaun Nóbels 2010 en lést í fyrra.