Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.7. 2018 FRÉTTIR Baldvin Jónsson fylgdist grannt með björgun taí- lensku fótbolta- drengjanna og þjálfara þeirra úr hellinum. „Mann setur hljóðan og fyllist lotningu eftir þetta magnaða björgunarafrek ... Einsog svo oft áður þá sýnir mannskepnan mátt sinn og megin þegar mest á ríður. Endurvekur trú okkar á mannkyn- inu,“ sagði hann á Facebook. Bald- vin, einn af meisturum fimmaura- brandaranna, gat ekki stillt sig um að slá á létta strengi í vikunni: „Ég vík alltaf í Mýrdal.“ Edda Sigrún Svavarsdóttir sagði á Facebook frá tengdaföður sínum, Ragnari Sverrissyni, fv. kaupmanni á Akureyri: „Gamli fór með hluta af barnabörnunum upp að [skálanum] Gamla ofan Akur- eyrar. „Svo sáu börnin eldstæði og spurðu ,,hvað er þetta? Gamli svaraði ,,Grýla notar þetta til að grilla óþekku börnin eftir jól … þá heyrist í elsta barnabarninu ,,AFI maður segir ekki svona.“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytenda- samtakanna, skrifaði á Facebook: „Ef það er eitt- hvað sem ég bein- línis treysti mér til að vara við eru það gjafabréf flug- félaga. Allt of oft fyrnast þessar kröfur og neytand- inn situr eftir með sárt ennið.“ Ragnheiður Gestsdóttir velt- ir vöngum: „Hin séríslenska aðferð við einfaldan reikning er spes: ef við gerum jafntefli í fótbolta reikn- ast það sem sigur, ef aukning í túr- isma minnkar milli ára telst það vera sam- dráttur … Ég er reyndar alveg til í að gefa okkur vinninginn í Dav- íð-á-móti-Golíat- boltanum um daginn, en 5% aukn- ing er aukning, ekki tap … Við hverju bjuggust menn? 30% aukn- ingu milli ára þar til skerið færi í kaf vegna þungans af mannfjöld- anum?“ Hjálmar Hjálmarsson leikari er í HM-gír eins og fleiri, og þekkir auglýsingamarkaðinn greinilega vel: „Ætlaði að skella mér á Pepsi tvennu, Sigurðsson og Messi en fattaði þá að þeir klúðruðu báðir víti á HM. Breytti yfir í Alfreð Finnbogason Coke Zero en hann var uppseldur og greip því eina Emil og eina Ar- on Einar Coke classic í staðinn. Á leiðinni heim fór ég að hugsa að Aron væri náttúrlega meiddur og Emil tékk- aði okkur út úr keppninni á móti Króötum svo kannski yrði þetta óheillakók í leiknum á eftir. Ég sneri við og skilaði Aroni og Emil og skipti yfir í tvo Jón Daða Coke Zero. Ég held að Frakkar vinni þetta,“ skrifaði hann fyrir leik Frakka og Belga. Og hafði rétt fyrir sér. AF NETINU Þeim fer óðum fækkandi,bandarísku hermönnunumsem þjónuðu á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni enda eru 73 ár síðan hildarleiknum lauk. Einn þeirra, Vincent Her- manson, er þó í fullu fjöri en hann hélt upp á hundrað ára af- mæli sitt í Bucks County fyrr í þessum mánuði. Af því tilefni var honum fært albúm með ljós- myndum frá Íslandsdvölinni en hermennirnir voru margir hverj- ir duglegir að taka hér myndir. Hermanson dvaldist hér í tvö ár og sá sveit hans um viðhald á flugvélum. Eins og nafnið gefur til kynna er hann af norrænum ættum; faðir hans var finnskur. Maðurinn á bak við gjöfina, George Valdimar Tiedemann, tengist afmælisbarninu órofa böndum en Vincent Hermanson var skírnarvottur þegar George Valdimar, sem er íslenskur í móðurættina, var ausinn vatni í Kristskirkju á Landakoti árið 1944. Foreldrar George Valdi- mars fluttu vestur um haf eftir stríð en hann hefur alla tíð hald- ið góðum tengslum við Ísland. Hann hefur bæði faglegan og persónulegan áhuga á þessu gamla myndefni frá Íslandi en George Valdimar starfaði ára- tugum saman sem frétta- ljósmyndari. Vincent Hermanson var skírnarvottur þegar George Valdimar Tiedemann var skírður í Kristskirkju 1944. Um daginn, 74 árum síðar, vildi sá fyrrnefndi ólmur, í tilefni af aldarafmæli sínu, endurskapa mynd sem tekin var á kirkjutröppunum. Íslandsmyndir í afmælisgjöf Bandaríkjamaðurinn Vincent Hermanson, sem þjónaði á Íslandi í seinna stríði, fagnaði 100 ára afmæli sínu á dögunum og fékk óvæntan glaðning. Vincent Hermanson ásamt félögum sínum í banda- ríska hernum á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni. Vincent Hermanson undir stýri á jeppa hersins við braggana sem risu og settu sterkan svip á stríðsárin hér á landi. SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 17:00 í Hörpu Skrifstofuhluti vinnubúða við Búðarhálsstöð sem samanstanda af 21 einingu sem eru á tveimur hæðum, 2x10 einingar hvor hæð auk anddyris og geymslu sem eru að ígildi um 1 eining. Skrifstofuhlutinn samanstendur af átta stærri skrifstofum/fundarrýmum (9,4-13,5 fm) og tuttugu öðrum skrifstofum (6,4 fm) sem skiptast á milli hæða. Snyrtingar eru á báðum hæðum ásamt stigagangi fyrir miðju og á neðri hæð er borðkrókur með kaffiaðstöðu, ræstiherbergi, inngangur og geymslurými tengt inngangi. Byggingin er því um 390 m2. Flatarmál án inngangseiningar og geymslu er 373 m2. Geymsla og inngangur er áætlaður 15-18 m2 Vinnubúðirnar seljast án innbús. Allar upplýsingar veitir: Oscar Clausen Löggiltur Fasteignasali/Viðskiptafræðingur Símanúmer 861 8466 - oc@domusnova.is Til sölu!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.