Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Qupperneq 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.7. 2018 Þ að var einn blautan rigningardag í júní að leiðin lá á Café Flóru í Laugardal til fundar við þrjár konur á miðjum aldri sem allar bjuggu sem skiptinemar á heim- ili Louise Cox í Solon, Ohio, endur fyrir löngu. En það eru fleiri sem bíða í Grasa- garðinum, því skiptinemamamman var nefni- lega mætt á ný til Íslands, en 38 ár eru frá því að fyrsti íslenski skiptineminn, Anna Guðrún Harðardóttir, hélt af stað til Bandaríkjanna á vit ævintýranna. Á hæla hennar fór systir hennar Hafdís Harðardóttir og nokkrum ár- um síðar frænka þeirra systra, Heiðrún Hauksdóttir. Líklega renndi þær ekki í grun þá að þetta yrði upphafið að ævilöngum vin- skap. Bandarísku foreldrarnir, Louise og Norman Cox, tóku stúlkunum opnum örmum og áttu þær allar viðburðarík ár sem seint gleymast. Hjónin ferðuðust margoft til Íslands en Norm- an lést fyrir fjórum árum. Louise er því hér ein á ferð, í 21. skipti á ævinni. Hún er fædd í Cleveland, Ohio, árið 1947, „sama ár og Ísland gekk í FIFA“, eins og hún orðar það en hún fylgdist að sjálfsögðu með Íslendingum á HM. Við komum okkur vel fyrir með kaffi í litlu hvítu glerhúsi fyrir utan kaffihúsið. Louise er þarna í essinu sínu, umvafin íslensku dætrum sínum þremur, nokkrum barnabörnum og tveimur langömmubörnum. „Stelpurnar“ kalla hana mom og tala um Norman sem dad eins og ekkert sé sjálfsagðara. Við ræðum líf hennar með skiptinemum og hvernig lífið tók allt aðra stefnu í kjölfarið á þeirri ákvörðun að gerast skiptinemamamma. Dekruð á allan hátt Árið 1978 var Louise rúmlega þrítug gift kona með tvær dætur heima. Hún heyrði því fleygt að auglýst hefði verið í útvarpi eftir fjölskyldu til að taka að sér franskan skiptinema og ákvað Louise að slá til. Sá skiptinemi dvaldi hjá þeim hjónum yfir sumartíma og nutu þau þess mjög. „Svo var það nokkrum árum seinna að börn- in voru flogin úr hreiðrinu og við sátum eftir heima með tóm svefnherbergi. Við vorum að horfa á sjónvarpið og það birtist auglýsing frá AFS þar sem auglýst var eftir fjölskyldum fyr- ir skiptinema. Þannig að við sóttum um og þá fengum við Önnu Guðrúnu,“ segir Louise en hún ákvað að undirbúa sig vel fyrir komu ungu stúlkunnar frá Íslandi. „Áður en hún kom fór ég á bókasafn og tók út allar bækur sem ég fann um Ísland og las allt sem ég komst í. Ég vissi að Reykjavík væri höfuðborgin, ég vissi um víkingana og ég vissi að þarna höfðu Írar verið. Meira vissi ég ekki. Og svo kom Anna Guðrún og hún var dálítið hissa að ég skyldi vita svona mikið um Ísland,“ segir Louise og brosir breitt. „Hún vissi meira um Ísland en ég!“ segir Anna Guðrún og þær skellihlæja. Anna Guðrún segir árið hafa verið viðburða- ríkt. „Það var allt svo öðruvísi en heima. Þarna fékk ég líka að vera einkabarn,“ segir Anna Guðrún, en hún er fjórða í röðinni af fimm systkinum. „Ég var vön að vera ein af fimm. Þau dekr- uðu við mig frá fyrsta degi á allan hátt. Svo fékk ég fékk að ferðast heilmikið um Banda- ríkin,“ segir Anna Guðrún en hún dvaldi hjá þeim í eitt ár, þá sautján ára gömul. Aðspurð hvert þau hafi ferðast svarar Anna Guðrún: „Hvert fórum við ekki! Við fórum til flestra ríkja Bandaríkjanna, meira að segja Hawaii.“ Louise skýtur inn í að þau hafi gjarnan not- að helgarnar í ferðalög; farið til Boston, í Disneyworld og víðar, en hún naut góðs af því að vinna hjá flugfélagi og gat flogið ódýrt á milli staða. Í samningi hjá United Airlines var meira að segja tekið fram að skiptinemar teld- ust sem fjölskyldumeðlimir og væru á sömu kjörum og önnur börn starfsmanna. Aðalstarf hennar var þó ætíð kennsla og notaði hún óspart tímann síðar meir til að kynna Ísland fyrir nemendum sínum. Uppáhaldsorðið var vá Louise segir Önnu Guðrúnu hafa verið dálítið feimna en þægilega í alla staði og þær náðu vel saman. „Við fengum gjarnan vini hennar úr AFS í heimsókn en við vorum fyrst í götunni til þess að fá kapalsjónvarp. Þannig að þau komu til þess að horfa á MTV og við héldum oft pítsu- partí,“ segir Louise. „Ég man að það voru á þessum tíma ellefu íslenskir skiptinemar í Ohio og allir fósturfor- eldrar höfðu fengið lopapeysur að gjöf. Nema við, við fengum teppi. Það var ótrúlega fallegt og ég nota það ennþá, 38 árum seinna,“ rifjar Louise upp. Anna Guðrún segir árið hafa breytt sér mikið. „Þetta opnaði augu mín varðandi margt. Ég er alin upp hér í Reykjavík og hafði nánast ekkert farið til útlanda, nema einu sinni til London og til Danmerkur. Ég var dol- fallin að koma til Bandaríkjanna,“ segir Anna Guðrún. „Uppáhaldsorðið hennar var vá!“ segir Louise. Á þeim tíma var dýrt að hringja heim og var því lítið um samskipti skiptinema við fjöl- skylduna heima. „Hún hringdi mjög sjaldan heim. Maður þurfti að hringja til Pittsburgh til þess að fá samband í gegnum sjávarlínu til Íslands, það var ekkert gervitungl,“ útskýrir Louise. „Einu sinni þegar Anna Guðrún var hérna fékk ég þá hugmynd að senda Vigdísi Finn- bogadóttur, þáverandi forseta, jólakort. Þann- ig að ég skrifaði kortið og skrifaði utan á það Vigdís Finnbogadóttir, Bessastaðir, Iceland. Og í póstinum kom stuttu seinna bréf með inn- sigli forsetans á bakhlið. Það var handskrifað bréf frá Vigdísi þar sem hún sendi okkur kveðju. Það var dásamlegt! Hún skrifaði hversu gaman það væri að við værum með ís- lenska stúlku á heimilinu og að hún væri glöð að við værum að læra um Ísland. Svo óskaði hún okkur gleðilegra jóla og farsæls árs. Það var yndislegt og ég geymi alltaf bréfið,“ segir Louise. Laufblöð í pósti Eftir að Anna Guðrún fór heim dvaldi græn- lensk stúlka hjá þeim í fjóra mánuði og þar næst kom yngri systir Önnu Guðrúnar, Hafdís, árið 1984. Hún var þá sextán ára og kom á eig- in vegum. „Ég segi eins og Anna, þetta opnaði augu manns. Ég held að við höfum farið í ferðalag einu sinni í mánuði. Við fórum til Kína og Hong Kong og til fjölmargra ríkja innan Bandaríkjanna. Svo segi ég líka, þau dekruðu Anna Guðrún, Hafdís, Louise og Heiðrún hafa haldið sam- bandi í áratugi en allar þrjár voru skiptinemar í Ohio í Bandaríkjunum hjá Louise og Norman, en hann er nú látinn. Morgunblaðið/Ásdís Stelpurnar kalla mig mömmu Tæp fjörutíu ár eru síðan Louise Cox tók við fyrsta íslenska skiptinemanum af þremur. Þrjár stúlkur dvöldu í Ohio í Bandaríkjunum hjá Louise en ævilangur vinskapur hófst við kynnin. Louise hefur heimsótt Ísland 21 sinni og notar hvert tækifæri til að kynna Ísland fyrir löndum sínum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.