Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Page 16
NETHEIMAR 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.7. 2018 M ikið er um að vera í skrifstofuhúsnæði KALT á Blágötu í Kópavogi þegar blaða- mann Sunnudagsblaðsins ber að garði. Opnu rýminu deila nokkur lítil frum- kvöðlafyrirtæki sem leigja þar skrifborð í margvíslegum tilgangi, allt frá stafrænni markaðssetningu til heimsendingar á sérhönnuðum sokkum. Erindi blaða- manns er að ræða við Stefán Atla Rúnarsson og Inga Þór Bauer, tvo af stofnendum KALT, framleiðslufyrirtækis sem sérhæfir sig í myndefni og auglýsingum fyrir samfélags- miðla, en þeir hafa síðastliðin átta ár haldið úti Youtube- rásinni Ice Cold sem notið hefur töluverðra vinsælda, ekki síst vegna svokallaðra vlogga sem þeir félagar framleiða reglulega. Vlogg eru eins konar myndbandsblogg, sem eru afar vin- sæl í Youtube-heimum. Margar af framstæðustu stjörnum miðilsins nýta sér vlogg til að veita áhorfendum sínum inn- sýn í líf sitt og hugarheim. Í vloggum sínum gera Ingi Þór og Stefán Atli slíkt hið sama, þar má sjá félagana semja tónlist, taka upp auglýsingar og spila á tónleikum ásamt þjóðþekkt- um listamönnum, auk þess festa þeir á filmu daglegt amstur þeirra vina; í einu vlogginu hjálpar Stefán Inga að flytja, í öðru borða þeir hádegismat á Hlöllabátum. „Við byrjuðum eiginlega að vlogga fyrir tilviljun,“ segir Stefán, „Ingi bauð mér upp í stúdíó til að sýna mér lagið NEINEI sem hann hafði samið með Áttunni. Við höfðum talað um þetta í nokkrar vikur svo ég tók bara upp símann minn og byrjaði að taka upp. NEINEI var mjög vinsælt á þessum tíma svo ég hugsaði með mér að það yrði gaman ef Ingi myndi sýna fólki hvernig það var búið til og brjóta það aðeins niður. Svo tókum við upp eitthvað „slow motion“ af kaffi og bættum við nokkrum „jump cuts“ og hlóðum því upp á Youtube.“ Fyrsta vlogg þeirra vakti samstundis athygli á samfélags- miðlum, ekki síst vegna vinsælda sumarsmellsins NEINEI sem Ingi Þór samdi ásamt samfélagsmiðlahópnum Áttunni. „Við reynum að vlogga um hluti sem eru áberandi í sam- félaginu,“ segir Stefán, „ég var viss um að einhver fjölmiðill myndi pikka þetta upp svo ég sendi nokkrar fréttatilkynn- ingar og við fengum góða fjölmiðlaumfjöllun. Þá bættust við rúmlega 10 þúsund áhorf.“ „Það var geggjað að ýta vloggunum þannig úr vör, við fengum bombu alveg óvart,“ segir Ingi, „það hvatti okkur til að halda áfram. Núna erum við búnir að gera 39 vlogg,“ bæt- ir hann við. Ástríða varð að atvinnu „KALT varð eiginlega til út frá vloggunum okkar. Eftir að við byrjuðum að vlogga fyrir einu og hálfu ári fengum við símtal frá félaga okkar sem bað okkur um að framleiða sam- bærilegt vídeó fyrir fyrirtækið sitt. Við tókum upp fyrsta verkefnið okkar með honum og eftir það byrjaði boltinn að rúlla.“ Á síðasta ári hefur KALT framleitt myndbönd og auglýsingar fyrir fyrirtæki á borð við Toyota, 1819, Kjörís, Strætó og Converse, svo eitthvað sé nefnt. „Nafn fyrirtæk- isins, KALT, er tilvísun í nafn Youtube-rásarinnar Ice Cold,“ segir Stefán, en félagarnir stofnuðu Ice Cold fyrir átta árum þegar þeir voru báðir nemendur í Flensborg- arskólanum í Hafnarfirði. „Við gerðum fyrsta vídeóið okkar árið 2010, það var stutt- mynd þar sem ég var að selja Inga eiturlyf og svo kom lögga og byrjaði að elta og skjóta okkur,“ heldur Stefán áfram. „Við fengum 5.000 áhorf á þremur mánuðum og okkur leið eins og við hefðum sigrað heiminn,“ segir Ingi, en Youtube- rásin hefur þróast mikið á síðustu árum. Ári síðar hóf Ice Cold að framleiða tónlistarmyndbönd fyrir hina ýmsu lista- menn, þeirra á meðal var Egill Einarsson sem komið hefur fram undir listamannsnafninu DJ Muscleboy. „Ingi fram- leiddi myndbandið fyrir Louder og Pump It Up með DJ Muscleboy, sem færði okkur fáránlega mikið af fylgj- endum,“ segir Stefán, en myndböndin tvö eru samtals með hátt í tvær milljónir áhorfa. Félagarnir framleiddu einnig tónlistarmyndbönd fyrir Friðrik Dór, Maríu Ólafs og Krist- mund Axel. Gleymdur miðill Þótt Youtube hafi reynst stökkpallur fyrir Stefán og Inga þykir þeim óraunhæft að lifa á tekjum sem miðillinn greiðir framleiðendum, eins og þekkist víða í hinum enskumælandi heimi. „Maður verður að vera með hátt í milljón áhorf á dag til að geta lifað á þessu, og maður fær þau ekki með því að framleiða efni á íslensku,“ segir Ingi. „Helstu möguleikarnir eru styrkir og auglýsingatekjur. Einu sinni í viku spilum við tölvuleikinn Fortnite í beinni útsendingu og þá erum við að fá tekjur frá auglýsendum sem styrkja streymið okkar.“ „Youtube er svolítið gleymdur miðill hjá viðskiptafólki og markaðsstjórum, en hann er alls ekki gleymdur hjá ungu fólki. Ungt fólk er ekki á Facebook, það er á Youtube, þann- ig að það eru miklir möguleikar til að auglýsa þar. Við notum sjálfir Youtube til að auglýsa okkar eigið verkefni, vloggin hafa verið góð auglýsing fyrir KALT og Ingi hefur notað miðilinn til að auglýsa tónlistina sína,“ segir Stefán. Róa hvor annan niður Áhorf er gríðarlega mikilvægt til að ná árangri á Youtube og framleiðendur nota mismunandi aðferðir til að hámarka það. „Maður er alltaf að reyna að gera eitthvað spennandi. Við gerum stundum hluti, eins og að fara í snjósleðaferðir eða leigja heilan bíósal, sem við myndum aldrei gera nema við værum að vlogga,“ segir Ingi. „Það er mikil pressa að gera hluti sem fólk myndi horfa á.“ „Ég tek undir það,“ segir Stefán, „Ingi skoraði einu sinni á mig að segja já við öllu í 24 klukkutíma. Það gekk kannski að- eins of langt. Það lá við að mamma mín afneitaði mér þegar hún sá myndband af mér setja rakettu í rassgatið á mér.“ „Við göngum kannski stundum of langt, en mér finnst við ekki hafa farið yfir strikið enn þá,“ segir Ingi. „Það er kannski gott að við séum tveir. Ég fæ stundum frekar steiktar hugmyndir og þá segir Stefán mér að róa mig niður, og öfugt.“ Í viku hverri fylgjast þúsundir áhorfenda með mynd- böndum Inga og Stefáns, og fá oft og tíðum nána innsýn í líf þeirra. „Okkur þykir það eiginlega frekar eðlilegt,“ segir Stefán. „Allir sem eru á samfélagmiðlum, hvort sem það er Facebook eða Instagram eða Snapchat, sýna mjög mikið af lífinu sínu og opna það fyrir áhorfendum að einhverju marki. Okkar kynslóð þykir þetta kannski eðlilegt, við erum öll bú- in að venjast því að koma stöðugt fram. Ég held að við séum ekki að ganga eins langt í að opna líf okkar fyrir áhorfendum og margir aðrir sem nota hefðbundnari samfélagsmiðla. Við eyðum miklum tíma í að klippa myndböndin til og við leggj- um mikla vinnu í að ákveða hvað verður í því og hvað ekki. Á vissan hátt förum við inn í einhvern karakter þegar við erum að vlogga, karakter sem er ekki sá sami og við erum frá degi til dags.“ Kvíðinn vanmetinn „Þetta er samt enginn dans á rósum, við erum oft að vinna í 12 tíma á dag, sofum lítið, alltaf með kvíða því við verðum að klára auglýsingar en við þurfum samt að muna að vlogga. Það fylgir þessu mikill kvíði. Ég held að fólk vanmeti kvíð- ann sem fylgir samfélagsmiðlum. Hverju einasta mynd- bandi sem við deilum fylgir mikill efi – er þetta nógu gott? Eftir beinar útsendingar hugsar maður hvort maður hafi gert eitthvað asnalegt. Á sama tíma þarf maður að hugsa hvað maður á að vlogga í næstu viku.“ „Við pælum oft í því hvers vegna við séum að vlogga,“ seg- ir Stefán. „Peningurinn er ekki hvatinn á bak við þau. En síðan er maður kanski að labba í Smáralind og einhverjir krakkar nálgast mann og biðja um mynd, og þá munum við hvers vegna við gerum þetta. Þegar við fáum viðbrögð og góð komment frá fólki hvetur það okkur til að halda áfram. Við erum að gera efni sem fólki finnst gaman að horfa á og okkur finnst þetta gaman, og það er allur hvatinn sem við þurfum.“ KALT á toppnum Stefán Atli Rúnarsson og Ingi Bauer reka framleiðslufyrirtækið KALT, en fyr- irtækið á rætur að rekja til Youtube-rásar þeirra félaga sem stofnuð var 2010. Pétur Magnússon petur@mbl.is, Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is ’Ég held að við séum ekki aðganga eins langt í að opnalíf okkar fyrir áhorfendum ogmargir aðrir sem nota hefð- bundnari samfélagsmiðla. Ingi og Stefán hafa framleitt fjörutíu vlogg.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.