Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Page 20
Akureyringurinn Einar Gísla-son, myndlistarmaður oghestamaður, átti sér lengi
þann draum að flytja í sveit. Eig-
inkona hans, Hugrún Hjörleifs-
dóttir, er uppalin á Laugalandi í
Eyjafjarðarsveit og fyrir hartnær
tveimur áratugum keyptu þau
næstu jörð, Brúnir, og draumur
Einars rættist. Á Brúnum búa þau
með 50 kindur, hross og landnáms-
hænur en eru nú einnig kaffihúss-
og myndlistarbændur!
„Ég kunni ágætlega við mig bæði
í Reykjavík og á Akureyri, en Einar
lagði mikla áherslu á að láta sveita-
drauminn rætast og það var lykil-
atriði að geta horft á folalds-
merarnar út um eldhúsgluggann,
eins og við gerum núna!“ segir
Hugrún. „Ég sagðist flytja í sveit-
ina með honum með einu skilyrði;
að hans fyrsta verk yrði að byggja
gróðurhús. Hann gerði það og ég
uni mér vel þar við alls konar rækt-
un.“
Í fyrrasumar tóku hjónin í notk-
un fallegt hús á hlaðinu við íbúðar-
húsið; þar er sýningarsalur og
vinnustofa Einars í kjallaranum,
kaffihús á miðhæðinni, þar sem
einnig er rými fyrir myndlistarsýn-
ingar, og á efstu hæð er íbúð sem
hugsuð er fyrir listamenn sem vildu
koma og nýta sér vinnustofuna.
„Hugmyndin að húsinu kviknaði
á fallegum haustdegi,“ sagði Hug-
rún, þegar blaðamaður kom í heim-
sókn.
Hluti hússins hafði verið byggður
og hugsaður sem vélageymsla og
ætlunin var að stækka það. „Mig
langaði samt ekki að byggja bílskúr
vegna þess að mér þykir ekkert
vænt um bíla,“ segir Einar. „Við
stóðum þarna eitt kvöldið og horfð-
um út fjörðinn – þá kviknaði hug-
myndin.“ Þau segjast í raun ekki
síst hafa viljað deila fallegu útsýni
af bæjarhlaðinu með öðrum.
Einar er menntaður myndlistar-
maður, úr grafíkdeild MHÍ, og seg-
ist alltaf hafa „brasað í myndlist.
Ég rak Gallerí Svartfugl með
Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur, áður
en við fluttum í sveitina, og við
höfðum mjög gaman af því. Kynnt-
umst mörgu listafólki enda sýndi
ógrynni fólks hjá okkur, margt góð-
ir vinir okkar í dag.“
Fyrsta hugmynd var að stækka
húsið á hlaðinu um helming, „en svo
varð þetta alltaf meira og meira,“
segir Hugrún. „Þetta átti bara að
vera ein hæð, svo ákváðum við hafa
kjallara en þegar til kom fannst
okkur það ekki nóg og bættum við
risi!“
Grunnurinn að húsinu var tekinn
2016 og um leið hófst vinna við 170
metra langan og 4 metra breiðan
reiðvöll neðan við listhúsið. Þar fara
fram hestasýningarnar að morgni
dags, eða eftir pöntunum, og gestir
geta annaðhvort fylgst með innan
úr húsinu, af svölum þess eða úr
áhorfendabrekku við völlinn.
Einar sýnir hrossin sjálfur ásamt
tveimur stúlkum sem starfa með
þeim hjónum, Veronika Horáková
og Merete Elak, sem báðar eru
miklir hestamenn.
Það var Jónas Vigfússon sem
teiknaði húsið og reiðvöllinn, eftir
óskum Einars. „Ég held að fáir
arkitektar hefðu þolað mig, því
þetta var alltaf að breytast!“ segir
Einar. „En Jónas hefur leyst þetta
allt mjög vel; ég er afar ánægður
með húsið.“
Hjónin langaði að hafa rekavið
utan á húsinu en hann var ekki fá-
anlegur, svo notað var rússalerki,
Hjónin á Brúnum, Hugrún Hjörleifsdóttir og Einar Gíslason, ásamt íslensku tíkinni Grímu, sem er á sautjánda ári.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Matur, list
og hestar
Hugrún Hjörleifsdóttir og Einar Gíslason vildu
leyfa fleirum að njóta fallegs útsýnis af hlaðinu á
Brúnum í Eyjafjarðarsveit og reistu list- og kaffi-
hús. Hestasýningar fara fram á reiðvelli við húsið.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Systkinin frá Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit, sem sýna nú í listhúsinu á Brúnum.
Frá vinstri: Kristín Jónsdóttir, Kristján Hans Jónsson og Eysteinn Jónsson.
HÖNNUN Fundur Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapúr fyrir skömmu var sögulegur. Myntslátta Singapúr notaði að sjálf-
sögðu tækifærið og lét hanna minnispeninga í tilefni fundarins í nokkrum útgáfum.
Sögulegt handtak
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.7. 2018
20%
AFSLÁTTUR
TILBOÐ
áClassic botnum
meðSimbadýnum