Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Blaðsíða 36
SJÓNVARP Leikararnir Diane Lane, Barry Keoghan og Imogen Poots eru meðal þeirra sem munu leika í kynn- ingarþætti FX fyrir aðlögun á Y: The Last Man on Earth sem byggist á frægri samnefndri myndasögu. Nafn sögunnar vísar í Y-litning- inn, en hún er er vísindaskáldskapur sem á sér stað í heimi þar sem hræðilegur sjúkdómsfaraldur hefur útrýmt öllum spendýrum af karl- kyni, fyrir utan karlmanninn Yorick Brown og gæluapann hans, Amper- sand. Diane Lane AFP 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.7. 2018 LESBÓK KVIKMYNDIR Joaquin Phoenix mun leika Jókerinn í sjálfstæðri mynd um þennan erkióvin Leðurblöku- mannsins. Að sögn leikstjórans verður myndin harm- leikur sem segir hvernig venjulegur maður sem var út- skúfað af samfélaginu varð að slíkum skúrki. Efniviðurinn er fenginn úr frægri teiknimyndasögu Al- an Moore, The Killing Joke. Umfang og kostnaður myndarinnar verður minni en í flestum ofurhetjumynd- um nú til dags þar sem myndin verður tilraunakenndari og meira lagt upp úr persónusköpun en tæknibrellum. Phoenix mun feta í stór fótspor Jack Nicholson og Heath Ledger sem áður léku Jókerinn, á ólíkan en eft- irminnilegan hátt, en Jared Leto þótti ekki góður í hlut- verkinu í myndinni Suicide Squad. Viltu Jóker? Joaquin Phoenix PayPal baðst afsökunar á atvikinu. Grafalvarlegt samningsbrot VIÐSKIPTI Greiðsluþjónustan PayPal sendi konu aðvörunarbréf þar sem lögsókn var hótað vegna samningsbrots. Hið meinta brot var andlát konunnar í fyrra eftir bar- áttu við krabbamein, en viðskipta- vinir PayPal verða samkvæmt samningi að vera lifandi. Fyrir- tækið hefur beðið ekkil konunnar afsökunar eftir að hann kvartaði undan bréfinu, en ekki er ljóst hvort um galla í tölvukerfi eða mannleg mistök er að ræða. ÍÞRÓTTIR Fót- boltafélagið Ju- ventus selur mikið af treyjum merkt- um fótboltamann- inum Cristiano Ro- naldo, en hann gekk til liðs við fé- lagið fyrr í vikunni fyrir 100 milljónir evra. Miklar raðir hafa myndast hjá íþróttavöruverslun Juventus í Míl- anó sem selur að jafnaði eina treyju á hverri mínútu, sem má telja gott miðað við að borgin er heimili keppinauta Juventus. Vefverslun félagsins hefur einnig margsinnis hrunið í kjölfar mikils álags eftir að Portúgalinn gekk til liðs við félag- ið. Cristiano Ronaldo. Treyjur í tonnavís KVIKMYNDIR Leikstjórinn Neil Blomkamp mun leikstýra nýrri mynd í framleiðslu MGM um vél- knúna lögregluþjóninn frá Detroit, Robocop. Myndin verður hluti af upprunalegu seríunni frá 1987 og verður í anda hennar. Myndin teng- ist ekki sjálfstæðu endurgerðinni sem kom út fyrir fjórum árum. Með lögum skal land byggja. Róbótaábót Eftir að Voice-ið kláraðist er égbúin að koma víða við og takaþátt í fullt af skemmtilegum verkefnum, samstarfi og uppá- komum en mér fannst vera kominn tími til að finna mig sem sólóartista og hvernig efni ég vildi gefa út sem Karitas,“ segir Karitas Harpa sem kemur fram undir listamannsnafn- inu Karitas. Fjölbreytt verkefni „Eftir keppnina tók ég upp sigur- lagið eða ábreiðu af laginu af My Love með Sia á íslensku sem fékk nafnið Sæla með texta eftir Arnar Frey Frostason. Í maí á síðasta ári fór ég til Berlínar þar sem ég tók upp þrjú lög með Daða Frey undir Karit- as & Daði og má finna þau lög á Spotify. Ég ákvað að gefa út jólalag, enda verður að reyna að tikka í öll box,“ segir Karitas. Lagið heitir „Um jólin“ og þar sjá hún og dreng- urinn hennar, Ómar Elí, um að leika, taka upp og klippa vídeóið. Snemma á þessu ári tók hún þátt Söngva- keppni Sjónvarpsins með Fókus- hópnum. Þau komust með lagið „Aldrei gefast upp“ í úrslitakeppnina og eitt leiddi af öðru. Karitas hefur haft meira en nóg fyrir stafni og er nýjasta verkefnið GRL PWR, eða Spice Girls-hópurinn. Hinar íslensku Spice Girls „Spice Girls var í einu orði algjör snilld og ótrúlegt að enginn hafi ver- ið búinn að „claim-a“ þessa tónlist hérlendis fyrr, en ég kvarta svo sannarlega ekki yfir því! Við komum fram fyrir fullu húsi á Húrra og stemningin var ólýsanleg, það var al- veg umtalað. Þetta var eins og að kafa ofan í einhvern nostalgíubúðing þar sem allt var svo sætt og gott. Það var svo magnað að sjá fólk falla í nos- talgíutrans, það kunnu allir þessi lög og sungu með. Ég veit ekki hvort áhorfendur eða við höfum fengið meiri gæsahúð,“ segir Karitas sem segir það í raun heiður að fá að flytja þessa tónlist fyrir fólk og vera með í því að mynda þetta magnaða and- rúmsloft. „Meðlimir Spice Girls voru og eru svo miklir talsmenn GRL PWR og hafa átt stóran þátt í því að Ég er mikil tilfinningavera Karitas Harpa Davíðsdóttir ætti að vera orðin einhverjum kunnug eftir að hún sigraði í The Voice Ís- land síðasta vor. Karitas hefur kosið að taka lífið ekki alltof alvarlega og reynir að hafa gaman af ferða- laginu, því það er víst ferðalagið sem tekur lengstan tíma, ekki áfangastaðurinn. Hulda Bjarnadóttir hulda@mbl.is Ljósmynd/Laufey Ósk Karitas vildi fanga líkamann í sinni eðlilegustu mynd. „Líkamann sem gekk með og fæddi son minn. Ég vildi ná myndum af slitunum, húðinni sem fellur saman þegar maður situr og svo framvegis.“ Síðasti gæinn í dalnum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.