Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Side 37
móta okkur allar sem tókum þátt
sem tónlistarmenn og týpur.“
Hitaði upp fyrir Jessie J
Í sumar hélt söngkonan Jessie J tón-
leika hérlendis, en margir þekkja
hana úr bresku þáttunum The Voice.
Jessie J semur stóran hluta af lögum
sínum sjálf en áður en hún hóf söng-
feril sinn vann hún við að semja lög
fyrir aðra. Hefur hún meðal annars
samið lög fyrir Miley Cyrus, Justin
Timberlake, Chris Brown og David
Guetta. Karitas þótti því mikill heið-
ur að fá að hita upp fyrir stórstjörn-
una. „Já, það var meira ævintýrið!
Viku eftir að ég gaf út lagið mitt „All
the things you said“ fékk ég það
óraunverulega tækifæri að fá að hita
upp fyrir eina af mínum fyrir-
myndum í tónlist síðustu árin. Það
var vægast sagt draumi líkast að fá
að standa stóra sviðinu í Laugar-
dalshöllinni með vinum mínum og fá
að flytja eigið efni fyrir stóran hóp af
fólki.“
Lagið er ákveðið uppgjör
Fyrsti singúll Karitasar kom út 30.
maí síðastliðinn og nú fylgir hún því
eftir með myndbandi. „Það er unnið í
samstarfi við Pálma og Sæþór í Stop
Wait Go og heitir All the things you
said. Því hefur verið tekið vel, sem er
alltaf gaman, en mér fannst ég þurfa
að fylgja því eftir með myndbandinu
þar sem myndefnið var til, satt að
segja er myndefnið búið að vera til
síðan áður en lagið kom út en það tók
tíma að finna réttan aðila í eftir-
vinnsluna til að fanga andrúmsloftið
sem ég leitaði að.“ Þau fundu að lok-
um Hörð Frey Brynjarsson sem
vann myndbandið með þeim.
„Ég hef talað um að lagið sé eins-
konar uppgjör fyrir mig, gamlir
fjötrar, ástir, sjálfsást og sambönd,
vinasambönd til jafns við önnur.
Auðvitað túlkar hver og einn síðan
lagið og textann eins og sér hentar,
við upplifum hluti svo mismunandi
svo við tengjum auðvitað mismun-
andi. Mér þykir svo mikil fegurð
liggja í því hvað varðar tónlist, og list
yfir höfuð, hvað hún getur verið túlk-
andi á marga vegu, hvernig sorglegt
lag fyrir einum getur verið lagið sem
kemur þeim næsta í gott skap, allt
eftir því hvað viðkomandi tengir við
það; séu það minningar, lykt, atburð-
ir o.s.frv. o.s.frv.“
Tökurnar ákveðin útrás
„Myndbandið fyrir mér er í raun svo-
lítið tilfinningalegt ástand fangað í
myndefni. Örvæntingin sem fylgir
óuppfylltum loforðum, sáttin sem
maður þarf að eiga við fólk og sjálfan
sig, rússíbaninn og svo áframhaldið.
Það er svo mikilvægt að halda alltaf
áfram, standa með sér og gefast ekki
upp á sér og því sem maður trúir á.
Myndbandið fangar mannlegar hlið-
ar og tilfinningar, stundum líður
manni bara ekki vel, er pirraður og
þarf einhverskonar útrás, sé það að
kasta púðum og fötum eða hreinlega
gretta sig og dansa til að halda
áfram, og það er bara allt í lagi. Ég
hef allavega komist að því í gegnum
árin og með auknum þroska að ég er
mikil tilfinningavera og ég upplifi
hluti rosalega sterkt og hef alltaf
gert. Það er mannlegt að upplifa og
finna og ég hef fundið að fyrir mig er
það besta sem ég get gert að leyfa
mér það bara, það góða og það
slæma, en síðan þarf ég a.m.k. að
passa að dvelja ekki of lengi þar,
gretta mig framan í spegilinn, dansa
og síðan halda áfram.
Ég fékk vini mína í tökur með
mér, Viktor Inga og Kolbrúnu Lilju
hjá Cineverse Entertainment, og
Gissur Guðjónsson til að taka mynd-
ir. Upphafleg hugmynd var allt önn-
ur en útkoman en það er stundum
þannig með verkefni, þau breytast
allt fram á síðustu mínútu. Tökudag-
urinn var svo skemmtilegur, við
skelltum góðri tónlist í, laginu
kannski svona einu sinni eða þúsund
sinnum og dönsuðum, hlógum og
fengum útrás. Ég hef kosið að taka
lífið ekki alltof alvarlega og ég reyni
að hafa gaman af ferðalaginu, því það
er víst ferðalagið sem tekur lengstan
tíma, ekki áfangastaðurinn.“
Var með skekkta líkams-
og sjálfsímynd
Karitas talar mikið um sjálfstraust
og sjálfsímynd kvenna. „Já, ég tala
mikið um sjálfsást, sjálfsálit og lík-
amsímynd. Eiginlega bara eins oft
og ég get því mér finnst það svo mik-
ilvægur hlutur og það er málefni sem
stendur mér nærri. Það er svo mikil-
vægt að komast í sátt við sjálfan sig
og læra að þykja vænt um sig fyrir
það hver og hvað maður er. Kannski
er þetta mér svona hjartans mál af
því að ég hef háð þessa baráttu svo
grimmt í gegnum árin. Ég var með
ofboðslega skekkta líkams- og í raun
sjálfsímynd í svo mörg ár og ég veit
að þetta er eitthvað sem margt fólk
og sérstaklega ungar stúlkur glíma
við en eiga oft erfitt með að tala um.“
Þróaði með sér átröskun
„Eftir mörg ár af þessari skekkju
þróaði ég með mér átraskanir sem
heltóku mig í nokkur ár, þetta er
sjúkdómur sem er svo óvæginn og
lúmskur,“ segir Karitas. Hún bendir
á að það geti verið svo erfitt að ná
tökum á honum af því að það er ekki
eins og maður geti bara forðast mat
eins og bindindismanneskja með
aðrar fíknir, maður verði alltaf að
borða til að lifa og það geti verið
mjög erfitt að læra heilbrigðar mat-
arvenjur upp á nýtt. „Ég finn að
þetta er eitthvað sem ég mun alltaf
eiga í baráttu við, þetta er ekki sjúk-
dómur sem ég hef „læknast“ af held-
ur náð tökum á og lifi með á hverjum
degi.“
Eftir því sem hún hefur fundið sig
styrkjast, hefur hún nýtt hvert tæki-
færi til að ögra sjálfri sér og fundið
nýjar leiðir til að vinna gegn þessum
hugsunum þegar þær dúkka upp.
Ögrar staðalímynd
kvenlíkamans
„Eftirminnilegast og það sem ég er
líklega hvað stoltust af er þegar ég
kom heim frá Bandaríkjunum síðast-
liðið haust eftir tvær vikur í fríi með
syni mínum,“ segir Karitas. „Þá
hafði ég greinilega bætt aðeins á
mig, þá er ég að tala um svona 2-3
kíló, en hausinn fór strax á fullt og
mér fannst ég ekki geta klæðst hinu
eða þessu.“
Á þeim tíma hafi hún ákveðið að fá
ljósmyndarann Laufeyju Ósk á Sel-
fossi til liðs við sig. Þær ákváðu að
taka myndir af Karitas á nærföt-
unum einum saman, en þannig vildu
þær ná að fanga líkamann í sinni eðli-
legustu mynd. „Líkamann sem gekk
með og fæddi son minn. Ég vildi ná
myndum af slitunum, húðinni sem
fellur saman þegar maður situr og
svo framvegis.“
Karitas birti myndirnar í fram-
haldinu á Instagram-reikningi sínum
og bókstaflega beraði sig fyrir heim-
inum í þeim tilgangi að ögra staðal-
ímynd kvenlíkamans.
Hún segist elska að sjá hvernig
hlutirnir eru að breytast, margar
netverslanir séu farnar að nota fjöl-
breyttari módel sem eru allskonar.
Þó að henni finnist þetta enn til stað-
ar þá sé mikilvægt að halda þeirri
vinnu áfram. „Þetta var mitt framlag
í þá baráttu, sem og ögrun á sjálfa
mig, því líkami er bara líkami og lík-
amar eru eins mismunandi og við er-
um mörg. Enginn einn líkami er rétt-
ur heldur eru þeir það allir og eiga
allir rétt á sér.“
Sumarið þétt bókað
Hún segir nóg framundan og nú þeg-
ar er hún byrjuð að vinna að mynd-
bandi við lag númer tvö sem heitir
True og er sá undirbúningur í raun í
fullum gangi. Þau stefna á að gefa
það út fyrir sumarlok, sem gæti
reyndar reynst erfitt ef sumarið end-
ar á því að koma ekki yfirhöfuð, „en
stefnan er tekin á lok júlí eða byrjun
ágúst, óháð veðurfari,“ útskýrir hún.
Karitas segist vera að vinna í fleiri
lögum og stefnan sé sett á EP-plötu.
Einnig sé hún staðfest á Airwaves en
þar mun hún flytja nýtt efni með
góðum vinum í bullandi stemningu
eins og hún segir sjálf. „Ég er líka að
koma mikið fram í brúðkaupum í
sumar og svo verð ég til dæmis á
Húnavöku auk þess sem GRL PWR-
verkefnið er enn í fullum gangi og
Fókus-hópurinn mun eitthvað koma
fram svo fátt eitt sé nefnt.“
Ljósmynd/Gissur Guðjónsson
„Eftir mörg ár af þessari
skekkju þróaði ég með
mér átraskanir sem hel-
tóku mig í nokkur ár,
þetta er sjúkdómur sem
er svo óvæginn og
lúmskur,“ segir Karitas.
15.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
KVIKMYNDIR Ekkert lát virðist á velgengni ofur-
hetjumynda Marvel, en nú mun ástralski leikstjórinn
Cate Shortland leikstýra myndinni um Marvel-ofurhetjuna
Black Widow sem leikin er af Scarlett Johansson. Þetta
verður önnur ofurhetjumynd Marvel með kvenpersónu í
aðalhlutverki, en Captain Marvel með Brie Larsson kem-
ur út á næsta ári.
Svarta ekkjan birtist fyrst í Iron Man 2 og hefur
komið fyrir í mörgum af Marvel-myndunum síðan
þá, en hefur ekki fengið sína eigin mynd fyrr en
nú. Ekki er víst hvort myndin mun fjalla um upp-
runa hetjunnar eða hvort hún mun gerast í kjöl-
far atburða nýju Marvel-myndanna.
Svarta ekkjan
fær leikstjóra
Scarlett
Johansson leikur
Svörtu ekkjuna.
AFP
FÓLK Paul Ryan, forseti fulltrúadeild-
ar Bandaríkjaþings, lenti í óvenjulegu
skemmdarverki á Chevy Suburban-
jeppanum. Bílnum var lagt fyrir utan
heimili móður hans í Wisconsin þegar
fjölskylda múrmeldýra gerði sig heima-
komna í bílnum. Þegar móðir Ryans
kom heim úr fríi reyndi hún að koma
bílnum í gang án árangurs, en Ryan
sjálfur má ekki keyra vegna stöðu sinn-
ar. Þegar bíllinn var dreginn á verk-
stæði kom hústaka múrmeldýranna í
ljós og að þau höfðu nagað sig í gegnum
raflagnirnar undir vélarhlíf bílsins.
Skemmdarvargar reyndust nagdýr
Paul
Ryan
Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi.
Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is