Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Page 40
SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2018 Frakkar kalla þjóðfána sinn le drapeau tricolore, þrílita fánann, en hann er samsettur úr sömu litum og sá íslenski, bláum, rauð- um og hvítum og eru rendurnar þrjár lóðréttar. Í Rússlandi hef- ur allt meira og minna snúist um heimsmeistarakeppnina í fót- bolta undanfarið, en hún hefur staðið yfir síðan um miðjan júní og lýkur í dag, sunnudag, með úrslitaleik Frakka og Króata í höfuðborginni, Moskvu. Ýmislegt hefur verið brallað í tilefni HM, meðal annars tók þessi snjalli kökugerðarmaður - kökulistamaður - Rouchana Ko- ukhtina, í borginni Nizhny Novgorod, sig til og hannaði köku til heiðurs franska landsliðinu í tilefni þess að í borginni fór fram leikur Frakklands og Úrúgvæ í átta liða úrslitunum. Kakan hef- ur án efa runnið ljúflega niður og ekki kæmi á óvart að starfs- bræður hennar í Moskvu feti í spor Koukhtinu og baki eitthvað fallegt um helgina með skírskotun í fána Frakka og Króata. Kökugerðarmeistarinn Rouchana Ko- ukhtina föndrar við kökuna sem hún hannaði – tilbrigði við franska fánann. AFP Þrílit og gómsæt Kakan sem boðið var upp á í Nizhny Novgorod. AFP Kökulistakona í Rússlandi hannaði köku til heiðurs franska fótboltalandsliðinu. Breskur togari reyndi að sigla niður vélbátinn Gullborgu frá Vestmannaeyjum í júlí 1960. Mikið gekk á á Íslandsmiðum, enda fyrsta þorskastríðið af þremur í algleymingi. Nokkrum dögum áður hafði varðskipið Óðinn skotið tveimur skotum í reykháf togarans Grimsby Town sem var að ólög- legum veiðum við Hvalbak. Tog- arinn gerði ítrekaðar tilraunir til að sigla á varðskipið og var þá gripið til þessa ráðs. Gæslan hafði þá ekki skotið á erlendan togara síðan 1954. Skipstjóri á Gullborgu, Ben- óný Friðriksson – goðsögnin Binni í Gröf – sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar þeir komu austur að Ingólfshöfða að kvöldlagi hefðu þeir séu þrjá breska togara sem augljóslega voru allir að hífa. Stuttu síðar „köstuðu Bretarnir aftur og virt- ust óhræddir, en í sama mund sjáum við að annar þeirra tveggja togara, sem höfðu hald- ið til hafs, snýr allt í einu og stefnir á okkur [...] Sá togari var Northern Dawn. Togarinn stefndi á miðja bakborðssíðu á Gullborgu, en ég setti á fulla ferð áfram og tókst með naum- indum að forða árekstri, því Bretinn kom á fullri ferð rétt fyr- ir aftan Gullborgu. Ef við hefð- um legið kyrrir, þá hefði hann siglt á hana miðja,“ sagði Binni í Gröf í Morgunblaðinu. GAMLA FRÉTTIN Munaði mjóu Frétt á baksíðu Morgunblaðsins 12. júlí 1960 þar sem rætt var við Binna. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Fernardo Hierro þjálfari Spánverja á HM í fótbolta Jose Oquendo bandarískur hafnaboltamaður Diego Costa landsliðsmaður Spánar í fótbolta DUCA Model 2959 L 215 cm Leður ct. 20 Verð 469.000,- L 241 cm Leður ct. 20 Verð 495.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY Model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 415.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 559.000,- TRATTO Model 2811 L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,- SAVOY Model V458 L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,- L 223 cm Leður ct. 10 Verð 395.000,- ETOILE Model 2623 L 200 cm Leður ct. 25 Verð 429.000,- L 230 cm Leður ct. 25 Verð 465.000,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.