Morgunblaðið - 17.08.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
• Betri endurheimt
vöðva eftir átök
• dregur úr þreytu
• gefur aukna orku
Recover
Nánari upplýsingar á www.geosilica.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is
Vöðvar og taugar
Unnið úr 100% náttúrulegum
jarðhitakísil og magnesíum
í hreinu íslensku vatni.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Götunafnanefnd á vegum borgar-
ráðs hefur komið með tillögur að
götuheitum í þremur mismunandi
hverfum í Reykjavík, þar á meðal á
Hólmsheiði og við Landspítala.
Meðal götuheita sem vekja athygli í
tillögunni eru götur á athafnasvæði
við Hafravatnsveg á Hólmsheiði. Þar
hafa m.a. verið lögð fram eftirfarandi
nöfn: Durinsmörk, Gandálfsmörk og
Móðsognismörk. Heiti gatnanna má
rekja til Snorra-Eddu og Völuspár,
þótt einnig megi finna tengingu við
Hringadróttinssögu.
Auk fyrrgreindra heita voru lögð
fram níu nöfn á götum sem eru við
Landspítalann á Hringbraut. Að því
er fram kemur í fundargerð götu-
nafnanefndar óskaði skrifstofa eigna
og atvinnuþróunar eftir því að
nefndin gerði tillögur að heitum
nýrra gatna á lóð spítalans. Meðal
tillagna sem nefndin hefur lagt fram
eru Njólagata, Fífilsgata og Blóð-
bergsgata.
Tillögurnar hafa ekki verið lagðar
fyrir borgarráð en ráðgert er að svo
verði á næstunni. Nær öruggt þykir
að tillögurnar verði samþykktar, en
það er afar sjaldgæft að götunafna-
nefnd sé beðin um að breyta tillögum
að götuheitum. aronthordur@mbl.is
Leggja til ný götuheiti
Tillögur að nöfnum á götum við Landspítala og á Hólms-
heiði Blóðbergsgata og Móðsognismörk meðal tillagna
Morgunblaðið/Hari
Í Fossvogi Ein þeirra gatna sem eru í námunda við spítalann.
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Brúin yfir Ölfusá verður opnuð fyrir
umferð á hádegi í dag, þremur dög-
um á undan áætlun, að sögn Arons
Bjarnasonar, deildarstjóra hjá
Vegagerðinni. Til stóð að opna Ölf-
usárbrú mánudaginn 20. ágúst nk.,
en viðgerð á brúnni hófst eftir lokun
hennar hinn 12. ágúst sl. og hefur
gengið framar vonum, að sögn Ar-
ons.
„Við gáfum upp rúman verktíma
þar sem við miðuðum við tímann
sem þyrfti ef allt gengi á afturfót-
unum, en við þökkum skjótan verk-
tíma einnig góðu skipulagi og sam-
stilltum hópi þeirra sem komu að
verkefninu,“ segir Aron.
Fólk hafi almennt tekið röskun
sem varð á umferð um Suðurlandið
vegna lokunarinnar með þolinmæði
og skilningi. Á sama tíma hefur
Vegagerðin verið að malbika kafla á
Hellisheiði og í Kömbum, loksins
þegar færi gafst vegna rigningar-
veðurs sumarsins.
„Flestir hafa verið upplýstir um
þessar framkvæmdir, það voru helst
ferðamenn sem vissu ekki af lokun-
unum, en þeir brugðust vel við, enda
oftast nær minna tímabundnir. Við
höfðum mestar áhyggjur af þeim
sem þurfa að sinna erindum og um-
ferð hefur verið þung um Þrengslin
meðan á lokunum hefur staðið, en á
heildina litið hefur þetta gengið vel
fyrir sig,“ segir Aron.
Ölfusárbrú opnuð á hádegi
Morgunblaðið/Eggert
Opnuð í dag Steypuvinnu við Ölfusárbrú er nú lokið á undan áætlun.
Þremur dögum
á undan áætlun
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fjölmennt lið starfsmanna hvala-
skoðunarfyrirtækja í Reykjavík og
björgunarsveitarmanna reyndi í
gær að halda lífi í tveimur and-
arnefjum sem festust uppi í fjöru í
Engey. Annar hvalurinn drapst um
kvöldmatarleytið en hinn komst lif-
andi en nokkuð særður á flot á
kvöldflóðinu.
Andarnefjur halda sig yfirleitt úti
á reginhafi, þar sem dýpi er að
minnsta kosti kílómetri. Gísli Vík-
ingsson, hvalasérfræðingur á Haf-
rannsóknastofnun, segir að þær
komi helst ekki inn á landgrunnið
enda séu þetta einhverjir mestu
djúpkafarar hvalategundanna. Að-
eins búrhvalir geta kafað dýpra.
Óvenju mikið við ströndina
Hafrannsóknastofnun heldur
skrá um dauð dýr sem hér finnast
en þau hafa verið sárafá, kannski
eitt eða tvö á ári. Í ár hefur verið
óvenjulega mikið af andarnefjum
við strendur landsins. Gísli rifjar
upp að tveir hópar hafi verið á
Skjálfandaflóa í vikutíma og ein-
hver dýr strandað, snemma í vor
hafi dýr verið við Höfn á Horna-
firði, síðan hafi hópur haldið til í
Borgarfirði eystra og í Eyjafirði, al-
veg inn á Poll.
Ekki eru augljósar skýringar á
þessu, að sögn Gísla. Hann nefnir
að andarnefja sé af ætt svínhvala og
sé viðkvæm fyrir hávaða. Þær átti
sig og rati meira með heyrn en sjón.
Segir hann þekkt að hvalir af þeirri
ætt ruglist við djúpsprengingar eða
olíuleitartilraunir. Hann rifjar upp
að á síðasta ári hafi andarnefjur
sótt mikið að ströndum Evrópu,
ekki síst Bretlands, og margar
drepist. Á þeim tíma hafi verið her-
æfingar á sjó, meðal annars með
djúpsprengjur, og hafi þetta verið
tengt saman. Þó hafi ekki tekist að
sanna samhengið almennilega.
Björgun reynd
Andarnefjurnar strönduðu í Eng-
ey um klukkan 13 í gær. Starfs-
menn hvalaskoðunarfyrirtækjanna
Sérferða, Eldingar og Whale Safari
ásamt björgunarsveitarmönnum og
líffræðingum breiddu yfir hvalina
og dældu yfir þá vatni til að halda
þeim á lífi í fjörunni. Þeir voru báðir
særðir eftir að hafa barist um í
grjótinu. Önnur andarnefjan drapst
en hins komst á flot á flóðinu í gær-
kvöldi.
Fjöldi við björgun hvala í Engey
Tvær andarnefjur strönduðu af ókunnum orsökum Björgunarfólki tókst að bjarga annarri
Óvenju mikið af andarnefju við landið í sumar Halda sig venjulega úti á reginhafi og kafa djúpt
Morgunblaðið/Eggert
Á flot Blóðið litaði sjóinn þegar flæddi undir andarnefjuna. Eftir að henni var hjálpað á flot synti hún út á Faxaflóa,
illa áttuð til að byrja með. Vonaðist hjálparliðið til þess að hún myndi hafa það af þótt hún væri særð.
Fjármálaráðuneytið og Þjóðskjala-
safnið greinir á um hvorri stofn-
uninni beri að veita aðgang að fund-
argerðum kjararáðs sem lagt var
niður 1. júlí sl. Ráðuneytið bendir á
Þjóðskjalasafn en samkvæmt upp-
lýsingum frá safninu hafa engin
gögn borist frá skrifstofustjóra
ráðsins eftir að það var lagt niður.
Skrifstofustjóri kjararáðs er enn
við störf og hefur það hlutverk að
ganga frá skjalasafni. Enginn svar-
ar símanum á skrifstofu ráðsins og
ekki fæst svar við fyrirspurn sem
send var með tölvupósti.
Fréttavefurinn mbl.is hefur
reynt að fá aðgang að fundargerð-
um kjararáðs. Þess var óskað skrif-
lega 10. júlí að veittur yrði aðgang-
ur að öllum fundargerðum frá 2006.
Beiðnin var áframsend til Þjóð-
skjalasafns en í pósti frá lögfræð-
ingi ráðuneytisins segir að umbeðin
gögn séu ekki í vörslu ráðuneyt-
isins heldur starfsmanns kjararáðs.
Ekki sé unnt að óska eftir þeim hjá
honum, með tilvísun til upplýsinga-
laga, vegna takmarkaðs starfssviðs
hans.
Ráðuneytið svari erindinu
Skjalavörður á Þjóðskjalasafni
segir að engar viðræður séu hafnar
milli Þjóðskjalasafns og fjármála-
ráðuneytis um afhendingu
gagnanna og telur þess vegna ekki
líkur á að þau berist á næstunni.
Vísar hann fyrirspurninni til baka,
til ráðuneytisins, því það sé þeirra
sem hafi gögnin undir höndum að
taka afstöðu til aðgangs að þeim.
alexander@mbl.is
Stofnanir vísa
hvor á aðra
Fundargerðum kjararáðs ekki skilað