Morgunblaðið - 17.08.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Veit á vandaða lausn
fastus.is
RESORB OG RESORB SPORT
BÆTA UPP VÖKVA- OG
SALTTAP Í LÍKAMANUM
HENTAR VEL FYRIR VÖKVATAP
SEM ORSAKAST AF:
• Veikindum s.s. niðurgangs,
uppkasta og sótthita
• Mikilli svitamyndun t.d.
– á sólarströndinni
– við vinnu í miklum hita
– íþróttaiðkun
HENTAR MJÖG VEL TIL AÐ
BÆTA UPP VÖKVATAP EFTIR:
• Hlaup
• Hjólreiðar
• Fjallgöngu
• Skíðamennsku
• Og aðra íþróttaiðkun
Minnkar líkur á vöðvakrömpum og þreytu,
eykur endurheimt eftir mikil átök
Illa er talað um „popúlisma“núna. Áður fitjuðu stertimenni
úr fámennri embættis- og lær-
dómsstétt upp á nef og fordæmdu
„lýðskrumið“. Snobbið niður til
pupulsins sem stóð undir launum
þeirra. Frú Clinton
sagði í ræðu á lok-
uðum fundi auð-
manna að ein-
göngu „the deplor-
able “ (óalandi og
óferjandi) kysu
Trump. Hún átti
við „menning-
arsnauðar bullur og pakk“. En
stjórnmálin hafa fyrir löngu
breyst í allsherjar popúlisma.
Flokkar sem áður höfðu fastmót-
aða meginstefnu sem kosningalof-
orð voru byggð á láta nú auglýs-
ingastofur kanna hvað sé „in“ hjá
kjósendum og það litar stefnur
og loforð. Þar sem allir flokkar
gera eins verður grauturinn
kunnuglegur. Trudeau í Kanada
virðist illa haldinn af vinsælda-
komplex tengdum áhugamálum
„góða fólksins“.
Kapphlaupið verður stundumvandræðalegt eins og þegar
hann og öll fjölskyldan tók að
klæða sig og teygja eins og hann
taldi Indverja gera í opinberri
heimsókn þangað.
Nú síðast tók hann í tísti„merkel“ á flóttamanna-
vandamálið: „Kanada tekur ykk-
ur öllum sem flýja ofsóknir, ógnir
eða stríð opnum örmum óháð
trúarskoðunum. Fjölbreytni er
okkar styrkur.“ Þetta hljómar
vel. Vandinn er sá að svona aug-
lýsing laðar fólk að sem „skil-
yrðin“ eiga ekki við. Merkel veit
að allt springur svo þegar skellt
er í lás aftur.
Ólöglegir innflytjendur umBandaríkin til Kanada eru
taldir um 400 á dag eða nærri
150.000 á ári. Það gæti margfald-
ast eftir tístið.
Justin Trudeau
Trudeau tístir líka
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 16.8., kl. 18.00
Reykjavík 15 heiðskírt
Bolungarvík 9 alskýjað
Akureyri 11 alskýjað
Nuuk 6 súld
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 20 skýjað
Kaupmannahöfn 24 heiðskírt
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Helsinki 20 skýjað
Lúxemborg 21 léttskýjað
Brussel 26 heiðskírt
Dublin 16 skúrir
Glasgow 17 rigning
London 18 rigning
París 30 heiðskírt
Amsterdam 18 léttskýjað
Hamborg 28 heiðskírt
Berlín 29 heiðskírt
Vín 28 heiðskírt
Moskva 19 skýjað
Algarve 23 léttskýjað
Madríd 29 þrumuveður
Barcelona 28 þrumuveður
Mallorca 28 léttskýjað
Róm 27 þrumuveður
Aþena 29 skýjað
Winnipeg 17 heiðskírt
Montreal 20 léttskýjað
New York 27 heiðskírt
Chicago 25 skýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:26 21:39
ÍSAFJÖRÐUR 5:18 21:57
SIGLUFJÖRÐUR 5:00 21:40
DJÚPIVOGUR 4:52 21:11
Háskóli Íslands
flytur tækni-
fræðinám í
Menntasetrið við
Lækinn í Hafn-
arfirði í haust.
Tæknifræði-
kennslan var áður
í samvinnu við
Keili á Ásbrú.
Bæjarráð Hafn-
arfjarðar sam-
þykkti í gær-
morgun samning bæjarins og
Háskólans um afnot af húsinu sem
áður hýsti Lækjarskóla.
Kennt verður á þriðju hæð
Menntasetursins og hefst kennsla
strax í haust. Um 50 nemendur hefja
nám.
Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ
segir að nám tengt flugi hjá Keili hafi
vaxið á undanförnum árum og einnig
kennsla í tæknifræði. Háskóli Íslands
hafi séð tækifæri í því að flytja tækni-
fræðikennsluna, helst nær höf-
uðborginni. Í tilkynningu bæjarins
segir að tæknifræðinámið muni vafa-
laust hafa jákvæð áhrif á mannlíf í
Hafnarfirði og auðvelda hafnfirskum
nemendum að hefja tæknifræðinám.
Tækni-
fræðinám í
Hafnarfjörð
HÍ fær pláss í
gamla Lækjarskóla
Lækjarskóli
Tæknifræði HÍ
færist að Læknum.
Rúm 42% þátttakenda í könnun
MMR um ferðavenjur Íslendinga í
sumarfríinu kváðust ætla að ferðast
bæði innan- og utanlands. Er þetta
3% aukning frá síðustu könnun sem
gerð var fyrir ári. Þeim fækkaði um
3% milli ára sem kváðust eingöngu
ætla að ferðast innanlands en hlut-
fall þeirra sem ætluðu eingöngu að
ferðast utanlands stóð í stað.
Könnunin var gerð dagana 26.
júní til 3. júlí sl. og var heildarfjöldi
svarenda 946 einstaklingar. Niður-
stöðurnar eru birtar á vef MMR.
Stuðningsfólk Framsóknarflokks-
ins var líklegra en aðrir hópar til að
ætla eingöngu að ferðast innanlands
í fríinu, eða 48%. Þá reyndist stuðn-
ingsfólk Flokks fólksins líklegra en
aðrir hópar til að ætla eingöngu að
ferðast utanlands, eða 20%. Stuðn-
ingsfólk Miðflokksins er líklegra en
aðrir til að ferðast bæði innanlands
og utan, eða 60%.
Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru
líklegri til að ferðast til útlanda en
íbúar á landsbyggðinni eru líklegri
til að ferðast innanlands. Af þeim
þátttakendum sem bjuggu á höfuð-
borgarsvæðinu kváðust 17% ætla að
ferðast utanlands í sumarfríinu en
10% þeirra sem búsettir voru á
landsbyggðinni. Þá var landsbyggð-
arfólkið líklegra en íbúar höfuðborg-
arsvæðisins til að ætla að ferðast
innanlands.
Fleiri hyggja á ferðalög en í fyrra
Stuðningsfólk Miðflokksins ferðast mest innanlands og utan
Morgunblaðið/Ómar
Seljalandsfoss Íslendingar á ferð.