Morgunblaðið - 17.08.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 17.08.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 Ég sleit krossbönd og fór í fimm liðþófaaðgerðir. Samt hljóp ég hálft maraþon í sumar verkjalaust. Jóhann Gunnarsson – sölustjóri hjá Pennanum – fyrir dýrin þín Ást og umhyggja fyrir dýrin þín Veldu bosch hundafóður fyrir hundinn þinn Þýskt hágæða fóður – fersk innihaldsefni án aukaefna. Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranes | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is 15 kg 8.990 kr. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Menn eru oft að fullyrða eitthvað út frá einni myndavél og tölvu- forriti. Það verður að teljast afar langsótt fullyrðing,“ segir Kristinn Jakobsson, fyrrverandi knatt- spyrnudómari, um marklínutækni sem notuð hefur verið í þáttum Pepsímarkanna á Stöð 2 Sport í sumar. Þar hefur tæknin verið nýtt til að skera úr um vafasöm atvik eða hvort um lögleg mörk hafi verið að ræða í leikjum liða í Pepsi-deild karla. Tæknin var tekin fyrir á síðasta stjórnarfundi KSÍ þar sem fram kom að tæknin hefði takmarkað gildi að mati dómaranefndar. Spurður hvers vegna ákveðið hafi verið að taka málið fyrir á stjórn- arfundi KSÍ segir Kristinn það hafa verið nauðsynlegt, sér- staklega í ljósi þess að tæknin hafi undanfarin misseri verið notuð til að gagnrýna ákvarðanatöku dóm- ara hér á landi. „Ákvarðanir dóm- ara hafa fengið talsverða gagnrýni í fjölmiðlum og á samfélags- miðlum. Við ákváðum því að fjalla um hvort þetta væri réttmæt gagnrýni eða ekki. Það er enginn yfir gagnrýni hafinn en okkur þykir stundum að okkur vegið með röngum hætti,“ segir Kristinn og bætir við að erfitt sé að full- yrða út frá umræddri tækni hvort rétt hafi verið dæmt. „Þeir hafa verið að notast við tölvuforrit sem er hlaðið niður einhvers staðar til að ákvarða hvort um rangstöðu eða mark hafi verið að ræða í leikjum hérna heima. Þessar full- yrðingar eiga ekki við rök að styðjast í samanburði við þá marklínutækni sem er notuð úti í heimi,“ segir Kristinn. Kostar tugi milljóna króna Á síðasta tímabili í ensku úr- valsdeildinni var notast við mark- línutækni. Með tækninni er með óyggjandi hætti hægt að greina hvort bolti hafi farið yfir marklín- una. Aðspurður segir Kristinn það ekki koma til greina að setja upp sambærilega tækni hér á landi enda sé kostnaðurinn gríðarlegur. „Í stóru deildunum hefur mark- línutækni verið sett upp inni á völlum. Að setja upp svona kerfi á einum velli kallar á tugi mynda- véla og starfsmenn, sem er bara allt of dýrt fyrir íslensku deildina. Marklínutækni á einn fótboltaleik kostar einhverja tugi milljóna króna,“ segir Kristinn. Marklínutækni sem hefur takmarkað gildi  Nauðsynleg tækni kostar tugi milljóna króna fyrir einn leik Morgunblaðið/Kristinn Pepsi deild Marklínutækni Pepsí markanna hefur vakið mikla athygli í um- fjöllun um Pepsi-deild karla. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um ágæti hennar Hafnarfjarðarbær og Háskóli Ís- lands hafa komist að samkomulagi um að skólinn komi upp aðstöðu fyrir tæknifræðinám í Mennta- setrinu við Lækinn, gamla Lækjar- skóla. Bæjarráð Hafnarfjarðar sam- þykkti samninginn í gær, að því er fram kemur í tilkynningu frá bænum. Tæknifræðikennslan mun hefjast í haust, en námið hafði áður verið í samstarfi við Keili í Ásbrú á Reykjanesi. Hjá Keili hefur nám tengt flugi og ferðaþjónustu vaxið á undan- förnum árum og á sama tíma einnig kennsla í tæknifræði. Nemendur í tæknifræði koma bæði af höf- uðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og því þótti Hafnarfjörður ákjósan- legur framtíðarstaður fyrir námið. Um það bil 50 nemendur hefja nám í haust en með aðstöðunni í Mennta- setrinu við Lækinn verður hægt að efla námið og fjölga nemendum. „Þetta er mjög spennandi þróun í námsframboði í Hafnarfirði. Við er- um nú þegar með Tækniskólann hér í bænum og fögnum því mjög að fá tæknifræðideild Háskóla Ís- lands líka. Aukið framboð til náms og ný menntastofnun af þessu tagi mun án efa hafa jákvæð áhrif á mannlíf í Hafnarfirði, auðvelda hafnfirskum nemendum að hefja tæknifræðinám og svo er ánægju- legt að gamli Lækjarskóli haldi áfram að gegna hlutverki sínu sem menntasetur,“ segir Rósa Guð- bjartsdóttir, bæjarstjóri Hafn- arfjarðar. hdm@mbl.is Nýtt hlutverk Menntasetrið við Lækinn tekur á móti nemum úr HÍ í haust. Tæknifræðinám HÍ til Hafnarfjarðar  Kennt verður í gamla Lækjarskóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.