Morgunblaðið - 17.08.2018, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íslenskar hag-tölur eru já-kvæðar um
þessar mundir og
hafa verið um
nokkurt skeið.
Þetta er ánægju-
legt og hefur endurspeglast í
stórlega batnandi kjörum al-
mennings sem hefur á heildina
litið upplifað góðæri á liðnum
misserum og árum.
Þegar staðan er metin skipt-
ir þó meginmáli hvert stefnir.
Ekki er vandalaust að meta það
því að spár um framtíðina eru
jafnvel enn erfiðari en spár um
nýliðna fortíð, sem iðulega
reynast haldlitlar. Engu að síð-
ur verður að reyna að rýna inn í
þokukennda framtíðina og því
miður bendir flest til að halla
muni undan fæti á næstunni og
að stíga verði skynsamleg
skref til að halda í lífskjörin og
tryggja áframhaldandi stöðug-
leika.
Könnun sem gerð var fyrr í
sumar á meðal stjórnenda 400
stærstu fyrirtækja landsins
gefur til kynna viðhorfsbreyt-
ingu þessa hóps. Færri en áður
telja aðstæður í atvinnulífinu
góðar og væntingar um fram-
haldið eru minni en nokkru
sinni fyrr. Þær voru hærri þeg-
ar bankarnir féllu fyrir áratug
síðan. Jafnvel þeir sem gefa lít-
ið fyrir álit stjórnenda fyr-
irtækja hljóta að staldra við
slíka niðurstöðu.
Annað sem ástæða er til að
staldra við eru nýjar tölur um
atvinnuástandið og horfur um
fjölgun starfa. At-
vinnuleysi er mjög
lágt en er þó held-
ur farið að þokast
upp á við. Spá
Vinnumálastofn-
unar um fjölgun
starfa í ár og næstu ár hefur
verið lækkuð verulega niður á
við sem er ein birtingarmynd
versnandi útlits í atvinnulífinu.
Nú er áætlað að um fimmtungi
færri störf verði til í ár en áður
var talið og breytingin í útliti til
næstu tveggja ára er svipuð.
Um áramótin næstu losna
um áttatíu samningar á vinnu-
markaðnum, flestir á almenna
hluta hans. Afar brýnt er að vel
takist til um gerð þeirra og að
tekið verði tillit til þess að stað-
an í atvinnulífinu hefur heldur
farið versnandi og að horfur
eru um þróun í sömu átt.
Augljóst er þegar horft er á
þróun og horfur í efnahagslíf-
inu og miklar samnings-
bundnar launahækkanir síð-
ustu ára, auk gríðarlegra
hækkana á samningsbundnum
greiðslum fyrirtækja í lífeyr-
issjóði, að ekkert svigrúm er í
atvinnulífinu til launahækkana.
Verkefnið í komandi kjara-
samningum er að verja kjör al-
mennings með því að koma í
veg fyrir skell í atvinnulífinu
samhliða hækkandi verðbólgu,
sem getur hæglega gert vart
við sig á ný þó að ytri aðstæður
hafi tryggt óvenjulega hag-
felldar verðbólgutölur á liðnum
árum, þrátt fyrir miklar launa-
hækkanir.
Stjórnendur fyrir-
tækja meta horfur
nú verri en nokkru
sinni fyrr}
Verja þarf kjörin
Verulegur sam-dráttur hefur
orðið á veltu bóka-
útgefenda á und-
anförnum áratug.
Egill Örn Jóhanns-
son, fram-
kvæmdastjóri For-
lagsins og
fyrrverandi formaður Félags
íslenskra bókaútgefenda, sagði
í viðtali við Morgunblaðið á
mánudag að þessi þróun virtist
halda áfram og bóksala væri
enn að dragast saman.
„Fyrir ári síðan sagði ég ís-
lensku bókaútgáfuna komna að
þolmörkum og það er auðvitað
augljóst að sú staða hefur í
engu skánað,“ sagði hann í
samtalinu.
Í frétt Morgunblaðsins kom
fram að í fyrra hefði orðið tæp-
lega 5% samdráttur í bóksölu á
Íslandi og sambærilegur sam-
dráttur virtist ætla að verða nú
miðað við bóksölu fyrstu fjóra
mánuði ársins. Á áratug næmi
samdrátturinn 36 prósentu-
stigum.
Í kosningabaráttunni fyrir
síðustu kosningar var skatt-
lagning á bækur til
umræðu. Í fram-
haldi kom fram lof-
orð um að virð-
isaukaskattur á
bækur yrði afnum-
inn. Af því varð þó
ekki, þótt stjórn-
völd hafi sagt að
við fyrirheitið verði staðið.
Þá hefur virðistaukaskattur
á fjölmiðla einnig verið til um-
ræðu. Fjölmiðlar á Íslandi eru
margir í erfiðri stöðu og hafa
sérstaklega átt við ramman
reip að draga vegna þess hvað
Ríkisútvarpið var aðsópsmikið
á auglýsingamarkaði í kringum
heimsmeistaramótið í knatt-
spyrnu. Það fær verulega for-
gjöf og er að auki undanþegið
virðisaukaskatti.
Þróttmikil útgáfa og fjöl-
miðlun á íslensku er ein af for-
sendum þess að tungan haldi
styrk sínum. Afnám virð-
isaukaskatts gæti hjálpað
bókaútgáfu á erfiðum tímum ef
ekki ráðið úrslitum um afkomu
og ætti með réttu að ná til alls
ritmáls og íslenskrar fjölmiðl-
unar.
Afnám virðisauka-
skatts gæti hjálpað
útgáfu á erfiðum
tímum}
Skattur á ritmál
Þ
að er svo sem ekkert athugavert við
það að setja á fót stofnun eins og
Bankasýslu ríkisins í kjölfar hruns-
ins. Enda fordæmalausar hremm-
ingar sem þjóðin gekk í gegnum
vegna þess. Það eru fáir sem munu halda upp á
10 ára amæli hrunsins nú í október. Nema að
sjálfsögðu þeir sem mökuðu krókinn fyrir síg og
sína. Ósvífni fjármálaelítunnar og bankanna þarf
víst ekki að tíunda frekar. Almenningur sat eftir
í sárum, fjölskyldur bornar út af heimilum sín-
um. Það ömurlega er að mörg þessara sára hafa
aldrei gróið heldur fossblæðir úr þeim enn.
Lög um Bankasýslu ríkisins nr. 88/2009 tóku
gildi 20. ágúst 2009. Það er algjörlega hafið yfir
allan vafa að mínu mati, að 9.gr. laganna er eins
skýr og skorinort og lagaákvæði getur orðið. Þar segir orð-
rétt um lok stofnunarinnar.
„Stofnunin skal hafa lokið störfum eigi síðar en fimm ár-
um frá því að hún er sett á fót og verður hún þá lögð niður.“
“
Ákvæðið felur það einfaldlega í sér að stofnunina skuli
leggja niður eigi síðar 20. ágúst 2014. Hún hafði einfaldlega
engan lagagrundvöll að byggja á við sölu Borgunar og hluta
Arion banka til hrægamma og tengdra aðila á sínum tíma.
Mér finnst furðulegt hvernig Bankasýslan hefur fylgt
fjármála- og efnahagsráðherra á milli ráðuneyta. Þ.e úr
fjármála- og efnahagsráðuneyti yfir í forsætisráðuneytið og
aftur til baka í fjármála- og efnahagsráðuneytið. Það er
vegna þess og fullvissu minnar um ólögmæti Bankasýsl-
unnar sem ég sendi skriflega fyrirspurn til fjár-
mála- og efnahagsráðherra. Svarið barst mér
nú í vikunni og hefur verið birt á Alþing-
isvefnum.
Rúsínan í pylsuendanum
Á grundvelli breytinga sem Alþingi gerði í
mars 2016 á ákvæðum til bráðabirgða III í lög-
um nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands setti
fjármála- og efnahagsráðherra á stofn félagið
Lindarhvol ehf þann 15. apríl 2016. Félagið
hafði það hlutverk að annast umsýslu, fullnustu
og sölu á eignum ríkissjóðs eftir þvi sem við átti.
Bankasýslan fékk þó það hlutverk að fara með
eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og skulda-
fréf ríkisins í Kaupþingi. Þannig annaðist Lind-
arhvoll ehf. umsýslu, fullnustu og sölu annarra eigna og
hafði eftirlit með fjársópseignum. Það kann vel að vera að
umfang eignanna hafi verið það mikið að ekki hafi veitt af
því að setja á laggirnar fleiri en eitt félag til að stýra allri
þessari umsýslu með ríkiseignir. En það á ekki að réttlæta
augljóst brot á gildandi rétti sbr. 9.gr. laga um Bankasýslu
ríkisins nr. 88/2009
Vefslóð á svar fjármála- og viðskiptaráðherra við fyr-
irspurn minni.
https://www.althingi.is/altext/148/s/1384.html?utm_so-
urce=skriflegsvor&utm_medium=tolvupostur&ut-
m_campaign=sjalfvirksending
Inga Sæland
Pistill
Bankasýsla á ferð og flugi
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hlýri verður kvótasetturmeð nýju fiskveiðiári,samkvæmt auglýsingusjávarútvegsráðuneytis-
ins í Stjórnartíðindum. Miðað er við
að afli næsta fiskveiðiárs verði að
hámarki 1.001 tonn og er það í sam-
ræmi við ráðgjöf Hafrannsókna-
stofnunar. Aflahlutdeild í hlýra
verður úthlutað á grundvelli veiði-
reynslu á fiskveiðitímabilinu 16.
ágúst 2015 til 15. ágúst 2018.
Hlýri veiðist einkum sem með-
afli á línu og í botnvörpu og hafa
veiðar verið frjálsar. Erfitt hefur
verið talið að stjórna veiðum með
aflamarki en nú verður látið reyna á
það.
250 skip hafa landað hlýra
Í aflaupplýsingum Fiskistofu
kemur fram að á fiskveiðiárinu hafa
yfir 250 skip og bátar landað hlýra,
allt frá nokkrum kílóum upp í rúm-
lega 80 tonn. Er aflinn til þessa orð-
inn tæplega 1.480 tonn. Línuskip
hafa veitt mest af hlýra og hefur yfir
80 tonnum verið landað úr Jóhönnu
Gísladóttur, en síðan koma Páll
Jónsson GK með 66 tonn, Sturla GK
með 63 tonn, Sturla SH með 57 tonn
og Rifsnes SH með 46 tonn.
Mest af hlýra fæst á
Vestfjarðamiðum, fyrir Norður-
landi og austan við land, en hlýri er
botnfiskur sem finnst allt niður á
700 metra dýpi. Hlýri er steinbíts-
tegund og hann er ekki ósvipaður
steinbít. Roð hlýra er gulbrúnt og
flekkótt, það er sterkara en stein-
bítsroð og hefur þótt henta til skinn-
gerðar.
Í yfirliti Hafró um ástand
nytjastofna í sumar kemur fram að
vísitölur lífmassa og nýliðunar hlýra
eru í sögulegu lágmarki. Í samræmi
við varúðarsjónarmið var lagt til að
afli á næsta fiskveiðiár yrði ekki
meiri en 1.001 tonn. Þar kemur fram
að vísitala veiðihlutfalls hafi verið
há undanfarin ár. Búast megi við
minnkun hlýraafla á næstu árum,
nema veiðihlutfall verði lækkað og
það dugi til að snúa þróuninni við.
Árin 1977-1994 var árlegur afli
hlýra um 900 tonn en eftir það jókst
aflinn og var mestur um 3.600 tonn
árið 2006. Á þessu tímabili jókst
hlutdeild aflans sem var veiddur á
línu. Frá árinu 2007 hefur árlegur
afli hlýra minnkað og var 1.469 tonn
árið 2017. Afli hefur samt verið
langt umfram ráðgjöf, segir í
ástandsskýrslunni.
Stjórnun á flestum tegundum
Á síðustu fiskveiðiárum hafa
nokkrar tegundir verið kvótasettar,
meðal annars blálanga, gulllax og
litli karfi. Með kvótasetningu á
hlýra eru nánast allar fisktegundir
sem Hafrannsóknastofnun veitir
ráðgjöf um komnar í veiðistjórnun.
Við stjórnun fiskveiða eru lang-
flestar tegundir í aflamarki, undan-
tekningar eru hrognkelsi sem eru
undir sóknarstýringu, lúðuveiðar
eru bannaðar og ekki er sérstök
stjórnun á lýsuveiðum. Einnig má
nefna að sæbjúgu eru undir sóknar-
marki á þremur afmörkuðum svæð-
um og ígulker eru undir sóknar-
marki.
Hafrannsóknastofnun lagði
ekki til aflamark fyrir lýsu á þessu
fiskveiðiári, en lýsa var lengi vel lít-
ið nýtt, þó að hún fengist sem með-
afli við aðrar veiðar. Lýsuafli jókst
mikið á árunum eftir 2005 og fór
mest í tæp 3.000 tonn árið 2011 en
síðan hefur afli minnkað og var um
600 tonn árið 2017, að því er fram
kemur í ástandsskýrslu Hafró. Á yf-
irliti Fiskistofu kemur fram að á
fiskveiðiárinu er búið að veiða rúm
800 tonn af lýsu.
Hlýri kvótasettur, er
í sögulegu lágmarki
Á fiskveiðiárinu hafa verið seld
tæplega 1.050 tonn af hlýra á
fiskmörkuðum fyrir rúmar 260
milljónir króna alls. Fyrir kíló af
slægðum hlýra hafa fengist 255
krónur að meðaltali, en á sama
tímabili hafa fengist 147 krónur
fyrir kíló af steinbít, samkvæmt
upplýsingum frá Reiknistofu
fiskmarkaða.
Hlýri fyrir
260 milljónir
FISKMARKAÐIR
Morgunblaðið/Ómar
Hlýri Stór hluti hlýraaflans er seldur á fiskmörkuðum, en hann fæst einkum sem meðafli.
Annað
Botnvarpa
Lína
Veiðar á hlýra
3
2
1
0
Þúsund tonn
1982-2017
H
ei
m
ild
: H
af
ra
nn
só
kn
as
to
fn
un
’84 ’88 ’92 ’96 ’00 ’04 ’08 ’12 ’16