Morgunblaðið - 17.08.2018, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
Vífilsstaðir Húsnæðið, sem tekið var í notkun 1910 fyrir berklasjúklinga, hefur þjónað mörgum og á sér merka og langa sögu. Þar er nú öldrunardeild Landspítala.
Eggert
Það kann að vera að
borið sé í bakkafullan
lækinn að fjalla um
frjáls viðskipti þegar
heimurinn telur að
betri sé hinn heima-
fengni baggi en sá inn-
flutti. Þó er það svo að
margar þjóðir sitja við
samningaborð og leita
leiða til að draga úr við-
skiptahindrunum.
Fyrsta viðskiptahindrun sem þarf
að yfirstíga er samræmdur skiln-
ingur um magn, rúmmál og vega-
lengdir. Þannig hefur metrakerfið,
sem innleitt var í frönsku byltingunni
og í upplýsingastefnunni þar á eftir,
hlotið almenna viðurkenningu.
Metrakerfi og aðrar
mælieiningar
Upplýsingarstefnan vildi kerfis-
setja alla hluti. Þannig er flokk-
unarkerfi plantna ekki ósvipað flokk-
unarkerfi þjóðsagna þó að efni séu að
öðru leyti óskyld. Ekki hefur alls
staðar gengið vel að innleiða metra-
kerfið. Þannig er hægt að kaupa 16
únsu Porterhouse-steik í Bandaríkj-
unum. Hvað er það mikið fyrir Ís-
lending og íbúa á meginlandi Evr-
ópu? Það er 1 pund eða 453,52
grömm, en eitt gramm er þúsundasti
hluti af kílói. Á íslenskum veitinga-
húsum er hægt að fá 200 g eða 300 g
steik. Hver sá sem hleypur hálft
maraþonhlaup eða meira á skilið slíka
steik.
Bretland og Bandaríkin hafa ekki
tekið upp metrakerfi
nema að litlum hluta.
Þannig eru flestir hlutir
í tommum og fetum, ell-
egar únsum eða pund-
um. Hér er sennilega
komin ástæða fyrir því
að þessi ríki eiga erfitt
með að gera viðskipta-
samninga og starfa í frí-
verslunarbandalögum.
Sigrar og
ósigrar Breta
Eitt sinn sagði skáld
að „ ... eitt andvarp hrelldrar sálar
sem þráir Guð sinn eru miklu stór-
fenglegri tíðindi á himnum en bylt-
ingin í Rússlandi eða pólitík Breta í
Asíu“. Þegar þetta var skrifað höfðu
Bretar ekki beðið ósigur sinn í Ind-
landi, sem leiddi til þrískiptingar þess
ríkis. Sigrar við Trafalgar 1805 og í
Waterloo 1815 eru enn í fullu gildi.
Þeir sigrar leiddu til þess að London
varð miðstöð heimsviðskipta í meira
en 150 ár og borgin varð fjármála-
miðstöð með sterlingspund sem
heimsmynt. Sá er þetta ritar minnist
enn með hryllingi þess er hann lærði
stærðfræði sterlingspunds með 12
shillinga og 20 pence í shillingi, áður
en sterlingspundið var tekið inn í
metrakerfið.
Sagt er að drykkfelldur enskur
stjórnmálamaður hafi talið að shill-
ingar og pence væru svo þung i vöf-
um fyrir Breta að þeir gætu vart
haldið uppi um sig buxunum.
Liggur það í augum uppi að Lond-
on haldi stöðu sinni sem fjármála-
miðstöð í Evrópu eftir Brexit? Hvað
gera borgir á meginlandinu, Amster-
dam, Frankfurt og París? Hver og
ein getur sótt til sín hluta þess sem
gerist í London í dag.
Það sem sóst er eftir í fjármála-
miðstöð er ráðgjöf við útgáfu verð-
bréfa, útgáfa og sala verðbréfa, mynt
og réttarfar. Er ekki líklegt að útgef-
endur verðbréfa hafi fremur áhuga á
réttarfari og löggjöf sem er nær lög-
gjöf útgefandans og kaupandans en
bresku réttarfari og löggjöf?
TPP og TTIP-við-
skiptasamningar
Trans-Pacific Partnership (TPP)
er fríverslunarsamningur milli tólf
ríkja sem eiga lönd að Kyrrahafinu.
Sá samningur hefur aðeins verið
staðfestur af tveimur ríkjum, þ.e.
Japan og Nýja-Sjálandi. Bandaríkin
áttu aðild að þessum samningi en
hafa dregið sig út úr honum. Kína á
ekki aðild að samningnum. Það er álit
margra að þessi samningur hafi þann
tilgang að styrkja samningsaðila
gagnvart stærðaryfirburðum Kína á
þessu svæði. Öll þau lönd sem aðild
eiga að þessum samningi utan
Bandaríkjanna hafa tekið upp metra-
kerfi.
Sendiherra eins ríkis gagnvart Ís-
landi, sem aðild á að þessum samn-
ingi, taldi það alls ekki óhugsandi að
lönd utan Kyrrahafssvæðis, eins og
Ísland, gætu átt aðild að þessum við-
skiptasamningi.
Transatlantic Trade and Invest-
ment Partnership (TTIP) er fyrir-
hugaður viðskiptasamningur milli
Evrópusambandsins og Bandaríkj-
anna. Það kann að vera djarft að
segja það fyrirhugað, því hvorki
gengur né rekur og nú um stundir er
lítill áhugi á slíkum samningi af hálfu
Bandaríkjanna. Þar virðist ráða það
sjónarmið að hollur sé heimafenginn
baggi.
Flest þau lönd sem kunna að eiga
aðild að TTIP-samningnum stunda
þróaða framleiðslu. Jafn einfalt atriði
og gagnkvæm viðurkenning á kröfum
um stöðlun hefur alls ekki náð fram
að ganga. Þetta eru þó lönd sem eiga
sögu um aldalöng viðskipti og svipað
framleiðslu- og viðskiptaumhverfi.
Hvað rekur í augu í
viðskiptasamningum?
Það sem rekur verulega í augu við
gerð viðskiptasamninga er sú
verndarstefna sem umlykur landbún-
aðarframleiðslu í heiminum. Hví
skyldu menn hafa frjáls viðskipti með
kartöflur?
Að nokkru leyti á það einnig við um
sjávarafurðir. Það sem þessar grein-
ar eiga sameiginlegt er að vægi þess-
arar framleiðslu í viðkomandi löndum
er mjög lítið. Sum þessara landa eru
mjög efnuð, eins og Sviss, hafa efni á
að vernda sinn landbúnað með nið-
urgreiðslum og tollvernd. Sjávar-
útvegur á Íslandi hefur svipað vægi í
landsframleiðslu og bílaiðnaður í
Þýskalandi. Sjávarútvegur í Þýska-
landi skiptir vart máli, nema fyrir
Samherja hf. á Íslandi.
Fríverslunarsamningar eru með
öðrum orðum samningar um fríversl-
un með iðnaðarvörur. Áhugi fram-
sóknarmanna á fríverslunarsamningi
Íslands við Kína kom til vegna orð-
róms um að Kínverjar væru sólgnir í
lambatittlinga. Það veitti samn-
ingnum brautargengi á Alþingi.
Í Rússlandi er það svo að landbún-
aðarráðherrann er búinn að ná undir
sig persónulega mikilvægum þáttum
í matvælaframleiðslu í landinu. Hví
skyldi hann hafa áhuga á innflutningi
á matvælum, enda hollur heimafeng-
inn baggi.
Vandinn liggur í sjálfstæði
Eftir miðja síðustu öld hafði ís-
lenskur stjórnmálaskörungur eftir
erlendum stjórnmálaskörungi „að
svo virtist nú komið, að helzta ráðið
til þess að efla sjálfstæði þjóðar væri
að fórna sjálfstæði hennar“. Svo
bætti sá íslenski við: „En hér er orðið
sjálfstæði auðvitað notað í tvenns
konar merkingu.“
Kann að vera að sjálfstæðið sé eins
og gull, það er ekki til ekta gull, gull
er í eðli sínu óekta.
Minnumst þess sem skáld eitt
sagði:
En
laurant
og lancome
leggja þó með
lífstríðinu líkn
Jú
fegurð er
fíkn.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason »Kann að vera að
sjálfstæðið sé eins
og gull, það er ekki til
ekta gull, gull er í eðli
sínu óekta.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Fríverslunarsamningar og metrakerfi