Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
✝ Eiríkur Hilm-arsson fæddist
í Keflavík 11. jan-
úar 1958. Hann
lést á heimili sínu,
Góðakri 3, Garða-
bæ, 8. ágúst 2018.
Hann var sonur
hjónanna Guð-
rúnar Kristins-
dóttur verslunar-
konu, f. 17.5. 1932
í Ölfusi, og Hilm-
ars Péturssonar rafvirkja, f.
12.9. 1931 í Keflavík. Bræður
Eiríks eru Kristinn, f. 24.10.
1955, og Hörður, f. 3.10. 1964.
Eiríkur kvæntist 20. ágúst
1983 Aðalheiði Héðinsdóttur,
f. 23.4. 1958. Börn þeirra eru:
1) Andrea; f. 15.3. 1980, maki
Hafþór Ægir Sigurjónsson, f.
30.7. 1986. Dóttir þeirra er Ei-
árið 1985 og síðar doktors-
prófi 1989 í stjórnun mennta-
mála. Samhliða doktorsnámi
frá 1986 til 1989 starfaði hann
sem aðstoðarkennari við sama
skóla. Hann var forstöðumað-
ur kjararannsóknarnefndar
1991-1995 og aðstoðarhag-
stofustjóri 1995-2006. Eiríkur
tók við starfi framkvæmda-
stjóra Vísindagarða Háskóla
Íslands í ársbyrjun 2007 og
sinnti því til hinsta dags. Auk
þess var hann forstöðumaður
Viðskiptafræðistofnunar og
forstöðumaður MBA-náms og
BS-náms í viðskiptafræðum
með vinnu. Eiríkur sat í ýms-
um nefndum og ráðum á
starfsferlinum auk rannsókn-
arstarfa. Árið 1990 stofnaði
hann fjölskyldufyrirtækið
Kaffitár ásamt eiginkonu
sinni. Síðan þá hafa fyrirtækin
Kruðerí Kaffitárs og Út í blá-
inn bæst í hópinn.
Útför Eiríks verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 17.
ágúst 2018, og hefst athöfnin
kl. 13.
ríka Ýr, f. 18.2.
2002. Hálfsystir
Eiríku Ýrar og
barnabarn Eiríks
er Ólöf Björg
Sigurðardóttir, f.
18.8. 1999. 2) Héð-
inn; f. 31.10. 1986,
maki Kristrún
Aradóttir, f. 30.5.
1989. Dóttir þeirra
er Gígja, f. 17.3.
2018. 3) Bergþóra;
f. 12.6. 1988. Sonur hennar er
Pétur Orri, f. 13.9. 2012.
Eiríkur lauk stúdentsprófi
frá Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja 1979 og BA-prófi í
uppeldisfræði frá Háskóla Ís-
lands 1983. Hann stundaði
framhaldsnám við University
of Wisconsin í Bandaríkjunum
og lauk þaðan meistaraprófi
„Hvar hafa dagar lífs þíns lit
sínum glatað“, með þessum orð-
um hefst ljóðið Söknuður eftir Jó-
hann Jónsson .
Á vordögum greindist tengda-
sonur minn Eiríkur Hilmarsson
með banvænt heilakrabbamein
og á einum eftirmiðdegi breyttist
líf okkar sem stóðu honum nærri,
litir vorsins urðu gráir og litlaus-
ir, ekkert skipti máli nema vel-
ferð Eyja og líðan.
Þetta sumar sem nú er að líða
og líkt hefur verið við haust er
góð lýsing á líðan minni síðustu
vikur, með sorg í sálinni var oft
erfitt að takast á við daginn.
Eiríkur kom inn í líf okkar fjöl-
skyldu hér í Langholtinu fyrir
rúmum 40 árum, mussuklæddur
töffari, síðhærður, skeggjaður og
nánast óþolandi kurteis.
Þessi ljúfi piltur varð fljótlega
einn af fjölskyldunni þar sem
ljóst varð að dóttir okkar Aðal-
heiður og hann ætluðu að feta
lífsgönguna saman og alla tíð
reyndist Eyji okkur hjónum sem
besti sonur.
Við tóku námsárin hjá þeim
báðum og 1984 héldu þau með
Andreu sína til Madison í Wis-
consin þar sem Eiríkur lauk
doktorsnámi í fræðslustjórnun
fimm árum síðar.
Dr. Jacob Stempen var leið-
beinandi Eyja í náminu við há-
skólann í Wisconsin. Hann segist
í minningarorðum ætíð hafa verið
stoltur af að hafa fengið að kynn-
ast og vinna svo náið með Eiríki.
Hann minnist hans sem framúr-
skarandi og úrræðagóðs ungs
manns þegar hann hafi komið til
náms við háskólann. Og að hann
hafi verið einn af bestu doktors-
nemum sem háskólinn hafi út-
skrifað.
Árin í Madison voru viðburða-
rík, annasöm og einnig skemmti-
leg fyrir fjölskylduna. Þar fædd-
ist þeim Héðinn og Bergþóra og
Addý mín nam kaffifræðin af
kappi.
Það var mikil upplifun fyrir
okkur hjónin að fá að fylgjast
með ævintýrinu að stofnun Kaffi-
társ eftir heimkomu þeirra frá
Madison. Hugmyndin var að
kynna Íslendingum besta kaffi
sem völ er á. Eiríkur var með alla
tölulega útreikninga á hreinu og
Addý með verksvitið og áræðnina
en saman mynduðu þau frábært
teymi sem ég hef alla tíð dáðst af.
Addý og Eyji voru afar sam-
rýnd en um leið gáfu þau hvort
öðru það svigrúm sem þau þurftu
til að sinna sínum eigin áhuga-
málum en mörg voru þó einnig
sameiginleg eins og að dansa
tangó og elda góðan mat.
Eyji var heimsmaður, skarp-
greindur með fágaða og ljúfa
framkomu gagnvart samferða-
mönnum sínum, mikill mannvin-
ur með ríka réttlætiskennd.
Margir komu til hans með
margvísleg úrlausnarefni; hann
var fljótur að lesa í aðstæður og
aðstoðaði þá sem til hans leituðu.
Eyji gekk að öllum verkum af
ástríðu og vandvirkni og gilti einu
hvort verkefnið var að gróður-
setja tré í garðinum eða eða sinna
vinnu sinni á Hagstofunni, eða
Vísindagörðum HÍ.
Sagt er að gleðin og sorgin séu
systur og mitt í allri sorginni
tókst þessari mögnuðu fjölskyldu
hans Eyja að búa til eins margar
góðar minningar og tilefni gáfust
til. Nafnaveisla litlu Gígju Héð-
insdóttur, brúðkaup Andreu og
Hafþórs í garðinum heima skilja
eftir fyrir okkur öll ógleymanleg-
ar minningar þar sem Eyji gat
verið þátttakandi.
Elsku Eyji, hafðu þökk fyrir
allt og allt minning þín mun lifa í
hjörtum okkar.
Bergþóra G.
Bergsteinsdóttir.
Mágur okkar og svili, Eiríkur
Hilmarsson hefur kvatt þessa
jarðvist. Hann lést í faðmi fjöl-
skyldunnar eftir hetjulega bar-
áttu við illvígan sjúkdóm.
Eyji varð hluti af fjölskyldunni
þegar hann og systir mín fóru að
vera saman. Ung byrjuðu þau að
búa, stunduðu nám, ólu upp börn
og stofnuðu fyrirtæki sem varð
fljótt til fyrirmyndar á sínu sviði.
Eyji greindist með ólæknandi
heilakrabbamein fyrir aðeins
þremur og hálfum mánuði. Fjöl-
skyldan tók þessum grimmu tíð-
indunum af æðruleysi og hefur
baráttuþrek Eyja og kærleikur
fjölskyldunnar í veikindunum
verið aðdáunarverð. Og það var
ekki við öðru að búast. Þegar
Eyji sagði okkur að hann yrði
ekki langlífur sátum við högg-
dofa. Gátum ekkert sagt. Hann
tók örlögum sínum af karl-
mennsku og þeirri yfirvegun sem
einkenndi allt hans fas. Strax tók
fjölskyldan ákvörðun um að nýta
þann tíma sem þau hefðu saman
til að skapa minningar og það
gerðu þau svo fallega að eftir var
tekið.
Eyji var íhugull og lausnamið-
aður og átti auðvelt með að
greina hismið frá kjarnanum.
Hann var bóngóður og hjálpsam-
ur og reyndist mörgum haukur í
horni. Hann var mannasættir og
grandvar og aldrei heyrðum við
hann leggja illt til nokkurs
manns. Á mannamótum var hann
hrókur alls fagnaðar og kunni þá
list að segja sögur í góðra vina
hópi.
Margs er að minnast eftir
hartnær 43 ára samfylgd. Minn-
umst við sérstaklega Madison-ár-
anna og allra gleðistundanna sem
við áttum þar með Addý og Eyja
og ört stækkandi fjölskyldu.
Hann í krefjandi doktorsnámi og
Addý með börnin og eitthvað var
hún byrjuð að kynna sér kaffi-
fræðin.
Margar góðar minningar
tengjast ferðalögum stórfjöl-
skyldunnar hér á landi sem utan.
Og eftirminnilegur er fótbolta-
leikurinn sem þeir félagarnir
fóru á sl. haust og sáu Chelsea,
liðið hans Eyja, spila. Arsen-
almennirnir, sá sem hér heldur á
penna, sonur og mágur, gátu ekki
annað en glaðst með Eyja þegar
Chelsea hrósaði sigri.
Eyji kynntist ungur golfíþrótt-
inni og stundaði hana af kappi.
Hann var okkur hjónum innan
handar þegar við stigum okkar
fyrstu skref í sportinu og var
óþreytandi við að leiðbeina okkur
þegar við spiluðum okkar fyrstu
hringi saman. Hann hafði djúpan
skilning á golfinu og á stundum
þegar hann komst á flug fannst
manni nóg um, svo ástríðufullur
var hann.
Hetjan hún systir mín hefur
staðið þétt við hlið ástvinarins í
veikindunum og hvergi slegið af
við að auka lífsgæði Eyja eins og
kostur var. Að annast hann var
hennar verkefni og því tók hún
með gleði. Missir hennar er mest-
ur en börnin Andrea, Héðinn og
Bergþóra, makar og barnabörn
sjá einnig á eftir fjölskylduföður
sem var þeirra klettur í lífinu.
Hann var sá sem allir treystu á
og leituðu til. Samheldni fjöl-
skyldunnar og kærleikur mun
verða þeim leiðarljós í framtíð-
inni og sefa sorgina.
Að leiðarlokum óskum við
Eyja góðrar heimkomu til sum-
arlandsins. Við sjáum hann fyrir
okkur með kylfurnar svífandi um
grænar grundir með bros á vör
og vissuna um að þar lækkar for-
gjöfin fyrirhafnarlítið.
Vertu kært kvaddur, kæri vin-
ur. Minningin um góðan dreng
mun lifa.
Kristjana B. Héðinsdóttir
og Þorsteinn Bjarnason.
Fallinn er frá, langt fyrir aldur
fram, góður félagi og vinur, Ei-
ríkur Hilmarsson. Þegar þessi
kveðjuorð til vinar okkar eru rit-
uð erum við að ljúka þátttöku á
ráðstefnu í viðskiptafræðum í
Chicago, en við eigum einmitt
góðar minningar úr slíkum ferð-
um með Eyja.
Leiðir okkar Eyja lágu saman
fyrir um 10 árum þegar hann hóf
störf við viðskiptafræðideild Há-
skóla Íslands. Strax tókst á með
okkur góður vinskapur en betri
vinnufélaga var vart hægt að
hugsa sér. Alla tíð áttum við í
nánu samstarfi en við skrifuðum
greinar saman, kenndum saman
og fluttum erindi á ráðstefnum
innanlands sem utan. Þar var
fengist við ýmis álitaefni sem
tengjast íslensku atvinnu- og
þjóðlífi, svo sem mikilvægi end-
urreisnar starfa eftir efnahags-
hrunið og nýsköpunar fyrir op-
inbera geirann.
Eyji var einstakur vinnufélagi,
hann kom til starfa í viðskipta-
fræðideild með mikla reynslu úr
atvinnulífinu sem gagnaðist vel í
hinu akademíska umhverfi og þá
ekki síst nemendum. Eyji var far-
sæll kennari, hann náði vel til
nemenda og miðlaði reynslu sinni
til þeirra af kostgæfni. Hann
hafði yfirgripsmikla þekkingu á
íslenskum vinnumarkaði og at-
vinnulífi. Eyji var gagnrýninn,
réttsýnn og rökfastur. Vinnusemi
hans og nákvæmni fór heldur
ekki framhjá nokkrum þeim sem
áttu í samskiptum við hann. Eyji
var einnig úrræðagóður og sá
gjarnan lausnir sem ekki endi-
lega voru ljósar. Fyrir okkur fé-
lagana var gott að eiga Eyja að,
en hann reyndist okkur vel í erf-
iðum málum. Eyji hafði góða
nærveru og við náðum vel saman.
Eftir sitja minningar um góð-
an dreng sem kvaddi allt of fljótt.
Við kveðjum góðan félaga og vin,
þökkum honum samfylgdina og
sendum ástvinum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Gylfi Dalmann Að-
alsteinsson og Þórhallur
Örn Guðlaugsson.
Í dag kveðjum við náinn vin og
samferðarmann, eftir stutt og
erfið veikindi. Fyrir fáeinum vik-
um greindist Eiríkur með alvar-
legan sjúkdóm og komu þá mann-
kostir þeirra hjóna skýrt í ljós.
Þau tóku upp á ýmsu, meðal þess
var kampavíns- og marengsboð á
líknardeildinni þar sem nokkrum
tugum vina og ættingja var boðið
og nafnaveisla og brúðkaup á
heimili þeirra.
Kynni okkar Aðalheiðar hófust
fyrir tæpum tveimur áratugum
þegar við tókum sæti í fyrstu
stjórn FKA, Félags kvenna í at-
vinnulífinu. Þar tókst strax góður
vinskapur með okkur og eigin-
manna okkar líka í kjölfarið. Við
fundum strax að Eiríkur og Að-
alheiður voru sannir lífskúnst-
nerar, sem kom fram í lífi þeirra
og öllum athöfnum. Það var aðdá-
unarvert að fylgjast með því hvað
þau voru fallega lítillát og hóg-
vær en spönnuðu samt feiknar-
lega vítt svið og náðu óhemjuár-
angri bæði í leik og starfi. Eiríkur
átti afar farsælan starfsferil og
sinnti fjölskyldu sinni jafnframt
af alúð. Þar komu eiginleikar
hans sér vel því hann var einstak-
lega hjálpsamur og alltaf til í að
hlusta og taka þátt í umræðum á
öllum hugsanlegum sviðum.
Rekstur Kaffitárs var hluti af
lífi hans þó að hann sinnti alla tíð
öðrum störfum. Þar endurspegl-
aðist sameiginleg lífssýn þeirra
Aðalheiðar að fylgjast vel með
öllum nýjungum og vera í farar-
broddi á hverjum tíma. Hraður
vöxtur var þeim þó ekki að skapi
einn og sér heldur að gera hlutina
vel og hlúa að starfsfólki sínu og
innviðum fyrirtækisins. Aðal-
áhugamál Eiríks þar fyrir utan
var golfið, sem hann lagði djúpa
hugsun í og var ótrúlega fimur
golfari enda var alltaf gaman að
spila golf með honum.
Eiríkur var góður vinur. Hann
var velviljaður, mikið prúðmenni
og við þessi tímamót er mikil-
vægt að rifja upp samskiptin og
ræða minningar sem ætíð lifa.
Við erum þakklát fyrir að hafa
kynnst Eiríki og þökkum honum
fyrir notalega samleið á lífsleið-
inni, sem hefur verið gefandi og
skemmtileg. Sérlega minnumst
við ferða okkar erlendis í golfi og
á matreiðslunámskeið, auk allra
góðra stunda saman í leik og
starfi.
Það er erfitt að kveðja góðan
vin í blóma lífsins. Við sendum
Aðalheiði, börnum þeirra og fjöl-
skyldunni okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Hildur og Halldór.
„Sæll, félagi.“ Á þennan vina-
lega hátt var hann vanur að
heilsa mér, hvort sem var í síma
eða augliti til auglitis og kveðj-
urnar með þessum hætti voru
margar gegnum árin. Við Eyji
hittumst fyrst vorið 1980 þegar
þá verðandi eiginkonur okkar,
Addý og Regína, voru að ljúka
námi í Fósturskóla Íslands. Með
þeim hafði tekist góður vinskap-
ur í gegnum samveru í náminu,
svo góður að þær tóku sig til og
héldu saman til starfsnáms norð-
ur til Akureyrar. Sú dvöl var upp-
haf örlagavefs sem spannst þann-
ig að leiðir okkar Eyja lágu oft og
stundum mikið saman í gegnum
þau tæpu fjörtíu ár sem eru liðin
frá Akureyrardvölinni góðu.
Ég kynntist Eyja í starfi.
Fyrst var það í því skemmtilega
verkefni að hanna og byggja
kaffibrennslu Kaffitárs í Njarð-
vík. Í kjölfarið komu svo ýmis
önnur verkefni fyrir þau Addý og
Eyja í örri uppbyggingu Kaffi-
társ. Þegar Eyji skipti um starfs-
vettvang frá Hagstofunni yfir til
Háskóla Íslands, þar sem hann
fór meðal annars fyrir þróun og
uppbyggingu Vísindagarða Há-
skóla Íslands, lágu leiðir aftur
saman í starfi þar sem okkar
stofa hafði þá þegar unnið um
skeið að skipulagsvinnu í verk-
efninu.
Eyji var góður verkkaupi arki-
tekts. Glöggur, réttsýnn, sann-
gjarn, heiðarlegur og hugmynda-
ríkur en líka stefnufastur og
veitti aðhald. Hann nálgaðist
verkefnin með sínum akademíska
bakgrunni og hæfileikum. Var
greinandinn og kunni að setja
það sem kom út úr greiningunum
fram í niðurstöðu til úrvinnslu.
Ég kynntist Eyja líka í leik.
Fljótlega eftir að við hófum sam-
vinnuna komust við að því að við
áttum golfið sem sameiginlegt
áhugamál. Góður fundur okkar
tveggja um eitthvert verkefnið
hófst gjarnan með góðu spjalli
um golfið áður en eiginlegt fund-
arefni var tekið fyrir. Eyji nálg-
aðist golfið með sama hætti og
önnur verkefni. Hann greindi,
safnaði upplýsingum og fór svo á
æfingasvæðið til úrvinnslu. Sann-
ur vísindamaður í golfinu líka.
Nú skilja leiðir. Barátta Eyja
við banvænan sjúkdóm var stutt
en snörp þó að inni á milli kæmu
léttari stundir síðustu vikurnar.
Þær nýtti hann og fjölskylda
hans vel, svo aðdáun okkar vin-
anna vakti.
Að leiðarlokum er mér þakk-
læti til Eyja efst í huga. Þakklæti
fyrir það traust sem hann sýndi
mér í öllum verkefnum sem við
fengumst við í störfum okkar og
fyrir vináttuna, félagsskapinn og
gleðina í leik okkar. Vertu sæll,
félagi.
Elsku Addý og fjölskyldan öll,
við Regína vottum ykkur okkar
dýpstu samúð.
Helgi Már Halldórsson.
Þetta ferðalag var allt of stutt,
vinur.
Það er rétt eins og það hafi
verið í fyrradag að við stóðum
tveir undir götuljósi í Keflavík og
gleymdum okkur í samræðum
um tilgang lífsins, vináttu og fá-
fengileika hversdagsins. Og allar
þær samræður þar sem reynt var
að kryfja tilgang lífsins. Hvað
væri mikilvægt og hvað ekki.
Hvernig hægt væri að byggja
upp réttlátt þjóðfélag þar sem
manneskjan væri í öndvegi. Mað-
ur minn góður; endalausar
vangaveltur. Og það er ekki langt
síðan vinahópurinn flutti saman
inn í húsið ykkar Addýar í Kefla-
vík, til að búa saman og til að lifa í
samfélagi vináttu og hjálpsemi.
Og samstarfið á Unglingaheimili
ríkisins þar sem við trúðum því
að við gætum leiðbeint ungmenn-
um til betra lífs. Og ferðalögin
sem vinahópurinn í Keflavík
skipulagði og fór í fullur tilhlökk-
unar. Ísland sem við vorum að
uppgötva með allri sinni dýrð og
ógnarfegurð.
Síðar komu háskólaárin með
sinn svita og tár, þið Addý í
Bandaríkjunum og við Kristín
hér heima. Og eftir heimkomuna
fleiri ferðalög og fleiri löng kvöld.
Við dáðumst að því hvernig þið
Addý hélduð utan um fjölskyldu
ykkar á sama tíma og þið byggð-
uð upp eitt athyglisverðasta fyr-
irtæki landsins. Alúð og áræðni
með hæfilegum skammti af skyn-
semi og jarðtengingu. Þér líkt.
Ekki erum við í nokkrum vafa
um að þú varst búinn að sjá fyrir
þér næstu áfanga á þessu ferða-
lagi. Væntanlega með fjölskyldu
og ástvini í faðmi þér. Það er í
hæsta máta ósanngjarnt að þú fá-
ir ekki að njóta lokakaflans í þínu
viðburðaríka lífi. Það er hins veg-
ar engin ástæða til að efast um að
þín elskulega Addý muni halda
merki ykkar á lofti.
Störin á flánni
er fölnuð og nú
fer enginn um veginn
annar en þú.
Í dimmunni greinirðu
daufan nið
og veizt þú ert kominn
að vaðinu á ánni ...
(Hannes Pétursson)
Góða ferð, kæri vinur, þangað
sem förinni er núna heitið.
Þórarinn Eyfjörð og
Kristín Jónsdóttir.
Leiðir okkar og Eiríks lágu
einkum saman á gleðistundum
eftir að Héðinn, sonur þeirra Að-
alheiðar, og Kristrún, dóttir okk-
ar, kynntust og hófu sambúð. Við
fögnuðum saman áföngum
þeirra, útskriftum úr háskóla og
svo framvegis. Eiríkur sýndi
námi þeirra og störfum mikinn og
einlægan áhuga og hvatti þau
ávallt til að takast á við ný verk-
efni.
Síðast en ekki síst máttum við
gleðjast saman eftir fæðingu
dóttur þeirra, sameiginlegs
barnabarns okkar. Eftirminnileg
er frábær ræða Eiríks í nafngift-
arveislu Gígju litlu í apríl sl. en þá
hafði Eiríkur verið greindur með
hinn óvænta og illvíga sjúkdóm
sem lagði hann að velli.
Við fundum hversu mikill fjöl-
skyldumaður hann var og góður
og traustur vinur barnanna
sinna. Barnabörnin hans áttu frá-
bæran afa, því fengum við að
kynnast þegar við hittum Eirík á
heimavelli með börnunum.
Kynni okkar stóðu allt of stutt
en að leiðarlokum er í huga okkar
þakklæti fyrir að hafa kynnst
þessum góða manni. Nánustu
ástvinum færum við innilegar
samúðarkveðjur.
Sigrún og Ari Páll.
Skrifstofuaðstaða okkar er á
fyrstu hæð Aðalbyggingar Há-
skóla Íslands þar sem oft er mik-
ill umgangur. Þar er hátt til lofts
og hljómburður þannig að iðu-
lega þekkjum við á fótataki hver
er á ferðinni eftir ganginum. Við
vissum þegar Eiríkur Hilmars-
son var á ferðinni vegna þess að
við heyrðum ekkert fótatak held-
ur lágværan klið. Þar fór Eiríkur
talandi í símann að sinna ein-
hverju erindi á göngu. Þetta
fannst okkur á vissan hátt ein-
kennandi fyrir Eirík. Hann var
ákaflega duglegur og nýtti tím-
ann sinn vel enda kom hann
miklu í verk, hávaðalaust. Ef kalt
var í veðri hafði hann á höfði
skrautlega Billabong húfu.
Kynni okkar af Eiríki ná aftur
til ársins 2006 þegar hann var
fenginn til að skoða nánar mögu-
lega sameiningu Kennaraháskóla
Íslands og Háskóla Íslands.
Minnisstætt er hversu einbeittur
hann var í þeirri úttekt. Skömmu
síðar tók Eiríkur við starfi fram-
kvæmdastjóra Vísindagarða Há-
skóla Íslands. Í kjölfarið urðu
mikil samskipti okkar á milli
enda mörg málefnin að velta
vöngum yfir í uppbyggingu há-
skólasvæðisins. Við fundum fljótt
að okkur gekk mjög vel að vinna
saman. Í kjölfar efnahagshruns-
ins 2008 breyttust aðstæður
þannig að starf framkvæmda-
stjóra Vísindagarðanna varð
hlutastarf en um leið tók Eiríkur
m.a. að sér hlutastarf hjá fram-
kvæmda- og tæknisviði HÍ sem
ráðgjafi í ýmsum málum.
Á þeim tíma sem Eiríkur var
framkvæmdastjóri Vísindagarða
hafa þeir vaxið mikið. Má þar
nefna að þeir hafa eignast hús-
næðið að Sturlugötu 8, Alvotech
Eiríkur
Hilmarsson