Morgunblaðið - 17.08.2018, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 33
Smáauglýsingar
Bækur
Hjólabækurnar eru vestfirskt
framtak!
Höfundur Ómar Smári í Garðaríki
á Ísafirði:
Vestfirðir
Vesturland
Suðvesturland
Árnessýsla
Rangárvallasýsla
Vestfirska forlagið
jons@snerpa.is
vestfirska.is
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Lok á heita potta og hitaveitu-
skeljar
Stærðir í cm: 200x200, 210x210,
220x220, 235x235, 235x217,
217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000
kg jafnaðarþunga af snjó. Vel ein-
angruð og koma með 10 cm svuntu.
Sterkustu lokin á markaðnum. Litir:
Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að
auðvelda opnun á loki.
www.heitirpottar.is
Sími 777 2000 Haffi
og 777 2001 Grétar
Olíuskiljur - fituskiljur
- einagrunarplast
CE vottaðar vörur.
Efni til fráveitulagna.
Vatnsgeymar 100-50.000 lítra.
Borgarplast.is,
sími 5612211, Mosfellsbæ.
Bókhald
NP Þjónusta
Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-
ingsfærslur o.fl.
Hafið samband í síma 649-6134.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-
16. Opið hús 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17.
Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Hægt að pútta inni
og úti. Heitt á könnunni. Allir velkomnir í starfið, hádegismatinn og
kaffi. Sími 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Landið skoðað með nútímatækni kl.
13.35. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar.
Hádegisverður frá kl. 11.30-12.30 og kaffisala alla virka daga frá kl.
14.30-15.30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi fram í miðjan ágúst.
Úti-botsíavöllur verður á torginu í sumar og við minnum á qigong á
Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11. Verið hjartanlega vel-
komin. Vitatorg, sími 411-9450.
Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 14-15.30. Félag eldri borgara í Garðabæ 565-6627, skrif-
stofa opin miðvikud. kl. 13.30-15.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, gönguferð um hverfið kl. 13.30 og eftirmið-
dagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, botsía kl. 10.15, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl. 9-15.30.
Zumba dans leikfimi kl. 13, allir velkomnir óháð aldri, nánari upp-
lýsingar í Hæðargarði 31 eða í síma 411-2790.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi í salnum Skóla-
braut kl. 11. Spilað í króknum kl. 13.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir.
Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23,
Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir.
Kæra systir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
Magnea Ólöf
Finnbogadóttir
✝ Magnea Ólöf Finn-bogadóttir fæddist 24. mars
1929. Hún lést 9. ágúst 2018.
Útför Magneu Ólafar fór
fram 14. ágúst 2018.
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Jóna og Guðrún.
Elsku langamma okkar. Þegar
ég hugsa um langömmu hugsa ég
um hvað hún var alltaf góð við
okkur öll. Þegar við komum til
hennar í Hæðargarðinn var hún
alltaf svo góð við okkur og stjan-
aði svo við okkur. Ég mun sakna
langömmu mjög mikið og er
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast henni. Hún spilaði alltaf
bingó og lék alltaf við okkur.
Bros þú færðir í marga
hlýju í hjarta allra
góðhjarta við allt og alla.
Nú á góðan stað þú fórst
og alltaf á báðum fótum stóðst
minning þín mun alltaf vera í okkar
hjarta
elsku langamma, góða ferð til þíns
heima
guð og englar munu þig geyma.
(Davíð)
Kær kveðja, þín barnabarna-
börn,
Katrín Eyja
og Hugi Þór.
Elsku Magga amma,
langamma okkar.
Takk fyrir allar minningarnar,
þú varst alltaf svo góð við okkur.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlétst okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Þínar,
Katla Sigríður
og Katrín Eyja.
✝ Ágústa Úlfars-dóttir Edwald
fæddist á Seyð-
isfirði 25. maí 1928.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 6.
ágúst 2018.
Foreldrar
Ágústu voru Úlfar
Karlsson, f. 1896,
d. 1996, og Helga
Jónína Steindórs-
dóttir, f. 1905, d. 1974. Systkini
Ágústu voru Karl Guðgeir, f.
1924, d. 1925, Guðrún Eva, f.
1925, d. 2012, Karl, f. 1927, d.
2007, Steindór, f. 1929, d. 2009,
Ásgeir Páll, f. 1932, d. 2000,
f. 1986. Dóttir Birgis og Hrefnu
Garðarsdóttur er Harpa, f.
1974. 3) Helga, f. 1961, börn
hennar og Kristins Eiríkssonar
eru Viktoría, f. 1994, og Atli
Þór, f. 1999. 4) Eggert, f. 1963,
maki Jacqueline McGreal, f.
1957. Börn Eggerts og Sigríðar
Gunnsteinsdóttur eru Erna
Björk, f. 1993, og Jón Orri, f.
1995. 5) Kristín, f. 1971. Börn
Kristínar og Einars Karls Hall-
varðssonar eru Snædís, f. 2001,
og Helgi, f. 2004. Langömmu-
börn Ágústu eru þrettán talsins.
Ágústa ólst upp á Seyðisfirði
og flutti ung til Reykjavíkur.
Þar hélt hún heimili ásamt eig-
inmanni sínum, lengst af á Háa-
leitisbraut 117. Á yngri árum
dvaldi Ágústa um nokkurra ára
skeið bæði í Washington og
Kaupmannahöfn.
Útför Ágústu fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 17. ágúst
2018, klukkan 13.
Margrét f. 1940, d.
2014, og Emelía
Dóra, f. 1942, d.
2017.
Ágústa giftist 12.
október 1951 Jóni
Ormari Edwald, f.
19. júní 1925, d. 16.
apríl 2013. Börn
þeirra eru: 1) Jón
Haukur, f. 1954,
maki Álfheiður
Magnúsdóttir, f.
1957, börn þeirra eru Lilja, f.
1982, og Magnús Helgi, f. 1988,
2) Birgir, f. 1958, maki Ragn-
heiður Óskarsdóttir, f. 1955,
dætur þeirra eru Þórunn, f.
1979, Ágústa, f. 1981, og Hildur,
Hún amma mín Ágústa lifði að
níræðu og var alltaf skýr og klár
þangað til hún lést. Ég var hepp-
inn bæði að vera ömmusonur
hennar og líka af því að ég fékk
nokkuð sem ég verð alla tíð
þakklátur fyrir.
Það var tími. Ég var mikið hjá
ömmu og afa þegar ég var lítill
og eftir að afi minn lést heimsótti
ég ömmu ekki sjaldnar en viku-
lega.
Ég fékk að kynnast Ágústu
ekki aðeins sem ömmu minni
heldur líka sem kærri vinkonu.
Takk fyrir allar samstundirn-
ar amma.
Helgi.
Í dag kveðjum við ömmu
Ágústu. Það var alltaf gott að
koma í heimsókn til ömmu. Þar
var ró og kyrrð og notalegt að
vera. Amma lagði mikið upp úr því
að vera vel til höfð og hafa fallegt í
kringum sig. Hún fylgdist vel með
þjóðfélagsumræðunni, bæði
stjórnmálum og dægurmálum, og
það var gaman að spjalla við hana.
Amma ferðaðist ein til Ameríku
á 4. áratugnum og vann sem þjón-
ustustúlka í sendiráðsbústaðnum í
Washington og seinna bjó hún
með afa í Danmörku þar sem
hann var við nám. Þetta hafa vafa-
laust verið viðburðarík ár í lífi
ungrar stúlku frá Seyðisfirði en
hún gerði þau sjaldan að umtals-
efni. Seinna hélt hún heimili í ný-
byggðu hverfi í Reykjavík og ól
upp fimm börn, hlutskipti sem er
um svo margt ólíkt okkar en hún
ræddi sjaldan. Umræðunni sneri
hún jafnan að okkur.
Þegar við systur hófum skóla-
göngu var alltaf mikið tilhlökkun-
arefni á haustin að kíkja í vinnuna
til ömmu í Pennann þar sem hún
hjálpaði okkur að kaupa það sem
þurfti til skólans.
Þegar við fluttum til Reykja-
víkur til þess að fara í framhalds-
skóla voru bæði hún og afi alltaf til
taks ef þurfti, tilbúin að hjálpa
með hvað eina. Amma var stolt af
fjölskyldunni, hún hvatti okkur
áfram, trúði á okkur og var óspör
á hrósið. Hún fylgdist vel með því
sem var að gerast í lífi okkar og
samgladdist þegar áföngum var
náð.
Í seinni tíð urðu samverustund-
irnar enn fleiri eftir því sem hlut-
verkin snerust við og amma þurfti
meiri aðstoð. Þó breytti það ekki
því að þegar við komum á Háaleit-
isbraut var hún tilbúin með kaffið
og samlokur í mínútugrilli sem
tóku öllum öðrum samlokum
fram. Amma var vanaföst og
íhaldssöm og þegar við fórum að
versla inn fyrir hana voru leið-
beiningarnar sérlega nákvæmar,
bæði hvað varðaði vörumerki og
verslanir.
Þetta gerði innkaupin að
skemmtilegum ferðum sem við
gátum svo hlegið að saman yfir
samlokunum. Langömmubörnun-
um fannst jafngaman að koma til
ömmu þar sem þau gátu treyst á
að fá ís og súkkulaðirúsínur og fá
að gramsa í dótaskápnum.
Við eigum eftir að sakna þess
að koma í kaffi á Háaleitisbraut-
ina og að heyra í ömmu í síma en
við búum að samverustundunum
og fallegum minningum um góða
ömmu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Þórunn, Ágústa og Hildur.
Ágústa Úlfars-
dóttir Edwald
Elskulegur faðir
okkar, Helgi Hró-
bjartsson, fæddur
26. águst 1937, varð bráðkvadd-
ur í Eþíópíu 6. júlí 2018. Hann
lætur eftir sig þrjú börn og fimm
barnabörn.
Hann var prestur og kristni-
boði á vegum norskra og ís-
lenskra kristniboðsfélaga allt frá
sjöunda áratug síðustu aldar,
bæði í Senegal og
Suður-Eþíópíu. Þá vann hann í
mörg ár að hjálparstarfi í ein-
angruðum og hrjóstrugum hér-
Helgi
Hróbjartsson
✝ Helgi Hró-bjartsson fædd-
ist 26. ágúst 1937.
Hann andaðist 6.
júlí 2018.
Útför hans fór
fram frá Laugar-
neskirkju 7. ágúst
2018.
uðum við landa-
mæri Eþíópíu og
Sómalíu. Þar var
hann m.a. mikil-
vægur tengiliður
fyrir Hjálparstarf
kirkjunnar í Nor-
egi. Pabbi upplifði
sterka köllun til að
hjálpa öðrum, þessi
köllun virðist hafa
mótað allt hans líf
og persónu. Þrátt
fyrir að hann hafi farið á eftir-
laun um sjötugt vildi hann ekki
leggja árar í bát og hélt starfi
sínu í Eþíópíu áfram, meðal ann-
ars með dyggum stuðningi
hjálparsamtakanna Flymisjonen
í Noregi.
Pabbi unni Eþíópíu og starfi
sínu þar alveg sérstaklega, þess
vegna erum við systkinin þakk-
lát fyrir að hann fékk að kveðja
þennan heim einmitt meðan
hann dvaldi þar. Hann var öðru-
vísi faðir. Hann var alltaf forvit-
inn um lífið og fólkið sem hann
mætti og hafði alltaf frá mörgu
að segja. Pabbi var oft áræðnari
en margir aðrir sem við þekkjum
og varðveitti ávallt strákinn í
sjálfum sér – einkum þegar kom
að athöfnum, spennu og hraða.
Óttalaus sá hann engar hindr-
anir: Hann stýrði bílum, vörubíl-
um, rútum, mótorhjólum og
flugvélum – og fór um á segl-
brettum bæði við strendur Hrís-
eyjar og Dakar. Margar blaða-
greinar höfum við lesið þar sem
honum er lýst sem „Rambó“ eða
„Action Man“. Jafnframt vitum
við að hann komst oft í hann
krappan í gegnum störf sín.
Stundum slapp hann naumlega
undan dauðanum. Það var því oft
erfitt að tilheyra fjölskyldunni
hans sem sat heima í Noregi eða
á Íslandi og hafði áhyggjur.
Nokkuð sem fáir aðrir en við
börnin hans sáu var hversu flók-
in persóna pabbi gat verið. Hann
var aldrei ánægður með að gera
eitthvað eitt. Það voru engin tak-
mörk fyrir því sem hann gæti
lært, gert eða dreymt um. Hann
gat tjáð sig á mörgum tungu-
málum og átti fjölbreytt nám að
baki. Fyrir utan störf sín í Afr-
íku starfaði pabbi líka sem kenn-
ari, hann var fenginn til að koma
af stað þjónustu kirkjunnar við
sjómenn og starfaði sem prestur
Íslendinga í Noregi.
Sem börn lærðum við því
fljótt að það er fátt sem ætti að
hindra mann í að læra eitthvað
nýtt eða að breyta um stefnu í
lífinu. Þannig reyndist pabbi
okkur góð fyrirmynd í að lifa líf-
inu lifandi.
Uppvaxtarárin með pabba
reyndust okkur þó oft flókin og
sársaukafull, það er ekki hægt
að leyna því.
Það var bæði jákvætt og nei-
kvætt, gott og vont að eiga föður
sem var oft og iðulega hinum
megin á hnettinum. En eftir að
við urðum fullorðinn fengum við
að upplifa nánari tengsl við
pabba, einkum þegar barna-
börnin komu og hann varð afi.
Við viljum þakka allar hlýjar
kveðjur sem við höfum fengið
frá fólki sem þekkti pabba.
Hjalti og Elin, Hanna María
og Ingibjörg Margrét.