Morgunblaðið - 17.08.2018, Page 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
SKECHERS FLEX APPEAL DÖMUSKÓR MEÐ
MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41.
DÖMUSKÓR
KRINGLU OG SMÁRALIND
12.995
Ef vel viðrar er tilvalið að fara á fjöll á afmælisdaginn. Ofan viðÍsafjörð eru Breiðadals- og Botnsheiðar sem eru stórkostlegútivistarsvæði og minn heimavöllur, þar hef ég farið mikið
um, til dæmis á gönguskíðum og nú í seinni tíð á fjallahjóli. Það væri
gaman að fá góða vini með sér í leiðangur um þessar slóðir,“ segir
Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri Hótel Ísafjarð-
ar ehf., sem er 45 ára í dag.
Daníel á fjölbreyttan feril að baki. Hann ólst upp á Ísafirði og sem
ungur maður var hann einn af fremstu skíðagöngumönnum landsins
og vann sem slíkur til fjölda verðlauna. Hann nam viðskiptafræði við
Háskóla Íslands og starfaði að námi loknu sem útibússtjóri hjá Lands-
banka Íslands í Reykjavík. Árið 2010 var hann ráðinn bæjarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar og þá fluttu þau Hólmfríður Vala Svavarsdóttir eigin-
kona hans og börnin þrjú vestur. Þegar bæjarstjóratíðinni sleppti
tóku þau hjónin svo við rekstri Hótels Ísafjarðar, en á þess vegum eru
reknir fimm gististaðir í bænum.
Daníel er oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarð-
arbæjar, sem þar er í meirihluta bæjarstjórnar með Framsókn-
arflokki. „Núna erum við að leggja línurnar fyrir komandi kjör-
tímabil, þar sem orka, fiskeldi og samgöngur verða áherslumál og af
öðru mætti nefna að til stendur að reisa knattspyrnuhús á Ísafirði og
hefjast framkvæmdir strax í haust,“ segir Daníel.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ísfirðingur Leggjum línurnar fyrir komandi kjörtímabil, segir Daníel.
Stefnir á fjallgöngu
á afmælisdeginum
Daníel Jakobsson á Ísafirði er 45 ára í dag
V
aldís Fjölnisdóttir fædd-
ist í Reykjavík 17.8. 1978
og ólst þar upp í Vest-
urbænum. Hún gekk í
Vesturbæjarskóla og
Hagaskóla, lauk stúdentsprófi frá
MR 1998, stundaði frönskunám við
Université de Montpellier í Frakk-
landi, lauk B.Sc.-prófi í viðskiptafræði
og alþjóðasamskiptum frá HÍ og Uni-
versité de Bourgogne í Frakklandi
2003 og M.Sc.-prófi í markaðsfræði
og alþjóðaviðskiptum frá HÍ 2005 en
tók hluta af náminu í Copenhagen
Business School.
Valdís vann við gestamóttöku hjá
Radisson SAS með námi á árunum
1999-2002, var markaðsfulltrúi hjá
franska sendiráðinu 2002-2005, var
einn af stofnendum og eigendum
Heilsuakademíunnar, líkamsrækt-
arstöðvar í Egilshöll, og fram-
Valdís Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri Blámar – 40 ára
Í ferðaskapi á ferðalagi Valdís og Hanna með strákana, Mikael Búa á miðri myndinni, og tvíburana Elí og Huga.
Vesturbæingur á kafi í
markaðsmálum í Asíu
Í Rússlandi Valdís og Hanna á heimsmeistaramótinu, ásamt fleiri löndum.
Kópavogur Laufey Hjalta-
dóttir fæddist hinn 4. apríl
2018, kl. 23.53. Hún vó
3.755 g og var 50 cm löng.
Foreldrar Laufeyjar eru
Lára Kristín Stefánsdóttir
og Hjalti Óskarsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is