Morgunblaðið - 17.08.2018, Síða 38
Norðurbryggja Á fyrstu hæð eru borgarlandslagsmyndir.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
„ . . . og það sem hann er duttlunga-
fullur, hann Thrándur Thórarins-
son,“ skrifar gagnrýnandi Kunst-
avisen, eins helsta menningar-
fjölmiðils Danmerkur, um
myndlistarmanninn Þránd Þór-
arinsson. Á þeim bænum þykir ljós-
lega jákvætt að vera duttlunga-
fullur. Að minnsta kosti er
listamaðurinn og verkin á Kaprice,
sýningunni hans í Norðurbryggju,
menningarhúsi Íslendinga, Græn-
lendinga og Færeyinga, lofuð í há-
stert. Gagnrýnandinn segir engu
líkara en sjálfur Eckersberg hafi
risið upp úr gröfinni og stýrt pensl-
inum í borgarlandslagsmálverkum
Þrándar af Reykjavík sem og Kaup-
mannahöfn. Og svo því sé haldið til
haga þá er rýnirinn að vísa til Chri-
stoffers Wilhelms Eckersbergs
(1783 - 1853), sem frá því hann var
og hét hefur verið kallaður guðfaðir
gullaldar danskrar málaralistar.
„En Þrándur þarf enga hjálp,
hann hefur fullkomið vald á
tækninni,“ segir rýnirinn ennfremur
og að gáski og grín, skrýtnar hug-
dettur og skemmtilegheit ýmis kon-
ar speglist í verkunum. Ekki eru þó
öll málverkin þessu marki brennd
hvað myndefnið áhrærir, enda sumt
vægast sagt óhugnanlegt. Grýla.
Börn. Blóð. Ljótara getur það varla
orðið. Innan um og saman við eru
svo eiturbeitt ádeiluverk. „Sýningin
er mikil upplifun,“ segir gagnrýn-
andi Kunstavisen svo undir lok lof-
söngsins.
Prins Póló umboðsmaður
Þrándur er að vonum himinlifandi
yfir góðum viðtökum og dómum.
Enda hefur hann ekki áður fengið
dóma í fjölmiðlum, hvorki góða né
slæma, frá því hann hélt sína fyrstu
einkasýningu fyrir áratug. „Umfjöll-
un að vísu, en aldrei gagnrýni frekar
en trúlega aðrir íslenskir listamenn,
sem ekki hafa sýnt í stóru, opinberu
listasöfnunum,“ giskar hann á. Og
spurður hvers vegna hann hafi ekki
sýnt þar segir hann fátt hafa verið
um svör þegar hann spurðist fyrir
og sér hafi aldrei verið boðið. Ekki
einu sinni á Nýmálað, listsýningu á
Kjarvalsstöðum fyrir fáum árum,
sem flestum málurum landsins var
boðið að taka þátt í.
En það er önnur saga og síður en
svo barlómur í Þrándi. Enda fór
hann fljótlega eftir sína fyrstu
einkasýninguna í ársbyrjun 2008 að
geta lifað af listinni. Þótt hér hafi
orðið hrun. „Vinur minn Svavar Pét-
ur Eysteinsson, líka þekktur sem
Prins Póló, var umboðsmaður minn
og kom mér af stað, en ég hafði allt-
af verið smá óframfærinn. Sýningin
var í mjög skemmtilegu rými í O.
Johnson & Kaaber húsinu og
heppnaðist svo rosalega vel að ég
ákvað að helga mig listinni eft-
irleiðis. Það var stór stund í lífi
mínu,“ segir Þrándur og grínast
með að síðan hafi hann ekki unnið
„ærlega vinnu“. Áður vann hann í
sambýli fyrir einhverfa. Listinni
sinnir hann flestum stundum í
vinnustofu sinni vestur í bæ auk
þess að „pabbast“, eins og hann seg-
ir, þegar dóttir hans dvelur hjá hon-
um, en móðir hennar býr í Kaup-
mannahöfn og þau Þrándur eru með
sameiginlegt forræði.
Stærsta einkasýningin til þessa
„Frá því ég hélt mína fyrstu sýn-
ingu hef ég sýnt á hverju ári í gall-
eríum hér og þar. Kaprice er
stærsta einkasýning mín hingað til
og sú tíunda í röðinni. Ég sótti ein-
faldlega um í tölvupósti til Norður-
bryggju fyrir þremur árum og
spurði hvort ég mætti halda þar
sýningu. Sýningin samanstendur af
25 málverkum, flestum splunku-
nýjum, og er á tveimur hæðum
hússins. Borgarlandslagsmyndir af
Reykjavík í bland við Kaupmanna-
hafnarmyndir eru á neðri hæðinni,
sem er stærri, og alls konar málverk
frá ýmsum tímum á annarri hæð-
inni. Flest málverkin eru nokkuð
stór, eða um 2m x 1,5 m,“ segir
Þrándur.
Hann lýsir stíl sínum sem sígild-
Tímaskekkjur í tveimur borgum
Kaprice, málverkasýning Þrándar Þórarinssonar, var opnuð um miðjan maí í Norðurbryggju, menning-
arhúsi Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga, í Kaupmannahöfn Sýningin stendur til 19. ágúst
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Í vinnustofunni Þrándur er allsendis ófeiminn við að nota sjálfan sig sem fyrirmynd. Á málverkinu á bak við lista-
manninn er hann í þremur hlutverkum; sem barnshafandi kona, ljósmóðirin og nýfædda barnið.
Einhyrningar Málverk byggt á teikningu Hugleiks.
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
Ólík rými / Different Spaces nefn-
ist sýning Salmans Ezzammoury
sem opnuð verður formlega í Deigl-
unni á morgun kl. 14, en sýningin
stendur aðeins um helgina milli kl.
11 og 20. Sýningin er hluti af Lista-
sumri á Akureyri.
„Salman Ezzammoury er fæddur
í Tetouan í Norður-Marókkó 1959
en flutti ungur til Hollands. Nám
hans í ljósmyndun við College of
Applied Photography í Apeldoorn
og grafískri tækni í Sivako í
Utrecht gaf honum góðan tækni-
legan grunn fyrir verk hans nú til
dags. Hann blandar saman málun
og ljósmyndun. Fyrir Salman er
mikilvægt að tjá tilfinningar sínar,
ofar öllu vill hann sýna upplifun
sína á augnabliki, ástandi eða að-
stæðum. Ljósmyndir hans hafa ljóð-
ræna eiginleika og eins og með
ljóðið getur það aldrei verið full-
komlega skilið, heldur hefur óljósa,
dulúðlega áru,“ segir í tilkynningu.
Ólík rými í Deiglunni um helgina
Ljóðræna Eitt verka Ezzammoury.
Í lítilli íbúð við Klapparstíg 12
munu 10 listamenn koma saman á
Menningarnótt undir yfirskriftinni
KS12: Umskipti. Viðburðurinn er
liður í formlegri dagskrá Menn-
ingarnætur og einblínir á einka-
samtalið sem rannsóknartæki.
„KS12: Umskipti er samtals-
salóna sem rannsakar menningar-
leg og listræn áhrif þess að flytja
sig úr stað út frá landfræðilegum
og huglægum aðstæðum. Almenn-
ingi er boðið inn fyrir veggi einka-
heimilis og leggur við hlustir á
meðan fimm listamenn úr ýmsum
áttum munu eiga í einkasamræðum
við einstakling sem þau hver fyrir
sig hafa boðið í
heimsókn. Á
meðan má njóta
framandi tóna
úti á svölum þar
sem kvöldinu
lýkur með pall-
borðsumræðum.
Daniel Reuter
og Claudia Haus-
feld ræða saman;
Becky Forsythe
og Þóranna Björnsdóttir; Ásdís Sif
Gunnarsdóttir og Daniel Leeb;
Sean Patrick O’Brien og Lord
Pusswhip og loks Júlía Margrét og
Björk Þorgrímsdóttir.“
Einkasamtalið sem rannsóknartæki
Ásdís Sif
Gunnarsdóttir
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———