Morgunblaðið - 17.08.2018, Page 44
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 229. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Roundup í vinsælu morgunkorni
2. „Sótti hann hálf dauðan heim …“
3. Farbann yfir Sigurði staðfest
4. Leita svara vegna morgunkorns
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Bræðurnir Bjarni og Einar Þór Guð-
mundssynir syngja íslensk einsöngs-
lög og dúetta við undirleik Guðjóns
Halldórs Óskarssonar í Hlöðunni að
Kvoslæk í Fljótshlíð á morgun,
laugardag, kl. 15. Bjarni og Einar, sem
fæddir eru á Hellu, stunduðu söng-
nám í Reykjavík áður en þeir héldu til
framhaldsnáms í Hollandi. Guðjón
starfar sem orgelleikari, píanókenn-
ari og kórstjóri í Rangárþingi eystra.
Bræðralög að
Kvoslæk á morgun
Karólína Lárus-
dóttir opnar sýn-
ingu í Galleríi Fold
á morgun, laugar-
dag, kl. 13. Þar
getur meðal ann-
ars að líta vatns-
litamyndir og
grafíkverk sem
sum hver hafa
aldrei verið sýnd áður. Sýningin
stendur til og með 25. ágúst.
Karólína Lárusdóttir
sýnir í Galleríi Fold
Guðjón Friðriksson sagnfræð-
ingur leiðir sögugöngu um Sjó-
mannaskólareitinn á Menning-
arnótt. Gangan hefst við
Háteigskirkju kl. 15. Guðjón fræðir
gesti um þær merku byggingar,
listaverk og söguminjar sem leyn-
ast á reitnum.
Þeirra á með-
al er stakk-
stæði frá
1920 sem er í
Salt-
fiskmóanum á
Rauðarárholti.
Aðgangur er
ókeypis.
Söguganga á Sjó-
mannaskólareitnum
Á laugardag Norðvestan 5-10 m/s og léttskýjað en 10-15 norð-
austantil á landinu og rigning. Hiti frá 6 stigum á Norðaust-
urlandi upp í 17 stig syðst. Lægir víða um kvöldið og kólnar.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 8-13 m/s en hæg-
ari vindur norðaustanlands. Fer að rigna á sunnanverðu landinu
og áfram skýjað og dálítil væta fyrir norðan. Hiti 8 til 14 stig.
VEÐUR
„Fram til þessa hefur geng-
ið afar vel og þar af leiðandi
hefur verið mjög gaman hjá
okkur,“ sagði Heimir Rík-
arðsson, þjálfari 18 ára
landsliðs Íslands í hand-
knattleik karla en liðið er
komið í undanúrslit á Evr-
ópumótinu sem stendur yfir
í Króatíu. Í kvöld leika ís-
lensku piltarnir við lið
heimamanna í undan-
úrslitum. Heimir segist fara
óhræddur í leikinn. »1
Undanúrslita-
leikur á EM í kvöld
Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu
karla eru úr leik í Evrópudeildinni í
knattspyrnu þrátt fyrir 2:1 sigur á
Sheriff frá Moldóvu á Hlíðarenda í
gærkvöldi. Liðin gerðu samanlagt 2:2
en Sheriff fer áfram á reglunni um að
fleiri mörk skoruð á útivelli skeri úr
um hvort liðið fer
áfram þegar
jafnt er. Vals-
menn geta
borið höfuðið
hátt og hafa
lagt býsna
góð lið að velli
í Evrópuleikjum
í sumar.
»2-3
Valur vann en er þó úr
leik í Evrópudeildinni
Breiðablik og Stjarnan eigast við í úr-
slitaleik Mjólkurbikars kvenna í
knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld.
Stjarnan hefur komist í úrslit fimm
sinnum á síðustu sjö árum en liðið
tapaði í fyrra fyrir ÍBV í úrslitum.
Breiðablik varð bikarmeistari árið
2016 og hafði þá einmitt betur gegn
ÍBV í úrslitaleik. Blikar hafa unnið
báða leiki liðanna í sumar. »4
Breiðablik og Stjarnan
takast á í Laugardal
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Kristín Anna Guðmundsdóttir sópr-
ansöngkona varð þess heiðurs aðnjót-
andi að vera valin af tónleikagestum
sá söngvari sem þótti skara mest
fram úr á sjö tónleikum sem nýverið
voru haldnir í Torgau í NV-Saxlandi í
Þýskalandi. Tónleikarnir voru hluti af
tíu daga „masterclass“ sem Kristín
Anna sótti og var skipulagður af Fel-
ix Mendelssohn Bartholdy-
tónlistarháskólanum í Leipzig.
„Í masterklassanum var ég aðal-
lega í söngtímum hjá KS Prof. Ro-
land Schubert, sem náði að kenna
mér ótrúlega margt nýtt á aðeins ör-
fáum dögum. Einnig vann ég með KS
Dagmar Schellenberger, sem er
sópransöngkona sem hefur átt glæst-
an feril í óperettuheiminum. Hún
bauð mér að vinna enn frekar með
sér og mun ég gera það hér í Berlín,“
segir Kristín Anna en hún hefur verið
meira og minna búsett í Berlín sl.
fjögur ár.
Leiklist og líkamstjáning
Í Berlín er Kristín Anna í klassísku
söngnámi við Hanns Eisler-
tónlistarháskólann en í október hefst
síðasta önnin hennar sem lýkur með
bachelorgráðu og lokatónleikum í
febrúar.
„Þetta nám er og hefur verið alveg
virkilega skemmtilegt, fjölbreytt og
einstaklega lærdómsríkt,“ segir
Kristín Anna sem hefur í náminu
fengið að læra ýmislegt annað en
söng. „Fyrstu tvö árin vorum við
meira í hóptímum, t.d. í samkvæm-
isdansi, skylmingum, leiklist, barokk-
líkamstjáningu o.fl. Þó vorum við í
söngtímum og meðleik í hverri viku
líka.
Hefur sungið frá fyrsta degi
Seinni tvö árin hafa farið í það að
fara dýpra í tónlistina og tjáninguna
og þá er maður oftast í einkatímum.
Þessa önnina hef ég t.a.m. verið í
ítölskum belcanto-söng sem ég hef
mikinn áhuga á og ég hef lært rosa-
lega mikið nýtt.“
Kristín Anna hefur að eigin sögn
verið tónelsk alla tíð og hefur frá
unga aldri sungið í kórum.
„Þegar ég var fjögurra ára sendu
foreldrar mínir mig í kirkjukórinn í
hverfinu, sem var enginn annar en
Krúttakórinn í Langholtskirkju. Í
framhaldi af því fór ég í Kórskóla
Langholtskirkju, Gradualekórinn,
Graduale Futuri, Graduale Nobili og
Kór Langholtskirkju.
14 ára byrjaði ég í Söngskólanum í
Reykjavík og lærði hjá Hörpu Harð-
ardóttur og Hólmfríði Sigurðar-
dóttur.
Í Langholtskirkju fékk ég samt
mitt tónlistaruppeldi og má ég til með
að þakka Jóni Stefánssyni fyrir að
hafa kveikt áhuga minn á tónlist.“
Kristín Anna segist vera hrifin af
Berlín og Þjóðverjum og stefnir á
framhaldsnám í Þýskalandi að út-
skrift lokinni, þótt hún hafi ekki enn
ákveðið nákvæmlega hvar.
„Mér líður vel hér í Berlín. Þjóð-
verjar eru skynsamir, reglusamir og
ákveðnir en fyrst og fremst indælir.“
Skaraði fram úr í tónleikaröð
Lærir skylm-
ingar og dans í
söngnáminu
Ljósmynd/Aðsend
Metnaðarfull Kristín stefnir á framhaldsnám eftir útskrift. Hún segir Þjóðverja reglusama, skynsama og indæla.
Verðlaunuð Dr. Dietburg Ebert veitir Kristínu verðlaun í Torgau.