Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 2
Hvernig gengur undirbúning- urinn fyrir Reykjavík Pride? Það gengur mjög vel en eins og gengur á stórum heimilum er auðvitað mikið að gera. Það er kannski ekki alveg allt klárt ennþá en ekkert því til fyr- irstöðu að þetta verði frábær vika! Hverjir eru helstu við- burðirnir í ár? Þetta eru sex dagar og ríflega þrjátíu viðburðir svo það ættu all- ir að finna eitthvað við sitt hæfi. Á síðustu árum höfum við lagt áherslu á að bjóða upp á fjölbreytta fræðslu- viðburði í bland við léttari og hressari kvöldviðburði. Það verða málfundir og pallborð, áhugaverð leiksýning, uppi- stand, tónleikar og risastór dragsýning á þriðjudaginn með bæði íslenskum og er- lendum dragdrottningum, og margt fleira. Hverju ert þú spenntastur fyrir? Ég er mjög spenntur fyrir að fara á hin- segin pöbbarölt. Það hljómar kannski svolítið skrýtið því það er bara einn hin- segin skemmtistaður í Reykjavík í dag en þar sögð saga þeirra staða sem hafa starfað í gegnum tíðina. Þeir staðir eru margir og það er mikil saga tengd þess- um stöðum, við förum í heimsókn, heyr- um sögur og, auðvitað, fáum nokkra drykki. Eru einhverjar nýjungar í ár? Viðburðunum okkar fer fjölgandi ár frá ári svo það gefur augaleið að ár hvert eru nýir viðburðir í bland við fasta liði. Þar má til dæmis nefna tónleikana Hinsegin konur í tónlist, þar sem fram koma nokkrar þekktar íslenskar tónlistarkonur sem eru hinsegin. Þær ætla að flytja tón- list og kanski segja nokkrar bransasög- ur. Svo það eru alltaf nýjungar þó við höldum líka í sumar hefðir. Morgunblaðið/Valli GUNNLAUGUR BRAGI BJÖRNSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.8. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Þetta átti ekki að verða pistill eftirsjár en því meira sem ég veltimér upp úr því að Pósturinn ætli að hætta með skeytaþjónustu íoktóber því meiri verður söknuðurinn. Þetta verður því pistill ná- kvæmlega þess, eftirsjár. Einu skiptin sem ég sendi órafræna kveðju í dag er þegar ég krota á póstkort frá útlöndum að ég hafi farið í dýra- garð, fengið ís og hitinn sé 30 stig (já póstkortin hljóma enn þá eins og þegar ég var 10 ára). Ég fæ líka einstaka póstkort og skeyti hafa líka borist í hús síðustu árin. Að fá skeyti er hamingjurík stund, enda eru þau geymd eins og litlar fálkaorður á heimilinu í gullbryddaðri möppu. Um leið og ég fór að sakna skeytanna fór ég líka að sakna pennavinanna og skiptipóstanna. Þegar ég sendi plaköt með Mandy Smith, Mags Furuholmen í A-ha, Landsliðinu og eiginhandaráritun Bjarna Arasonar í pósti í Varmahlíð og fékk til baka lím- miða og bréfsefni. Eitt bréf og eitt umslag fyrir hvert plakat. Svo átti ég líka úrklippur úr Bravo til að senda, sko nóg af þeim, eitt blað gat orðið að 130 úrklippum. Pennavini átti ég um allar trissur sem höfðu áhugamál eins og sund, dýr, dans, tónlist og skauta. Ég svaraði öllum bréfum og lét mynd fylgja með. Ég er aðeins búin að vera að reyna að kryfja þessar tilfinningar og hef komist að þeirri niðurstöðu um af hverju það var svona gott að fá bréf, skeyti, límmiða og alls konar í gegnum póstinn. Það var tilfinningin að einhver, ekki úr nánustu kjarnafjölskyldu, hefði haft aðeins fyrir manni, lagt á sig aukalega, bara fyrir mig. Fundið penna, skrifað á blað og vand- að sig, límt umslagið aftur, skreytt jafnvel, gengið á pósthúsið og keypt frímerki. Ég auglýsti síðast í DV eftir pennavinum í september 1988. Það eru einmitt alveg að verða 30 ár síðan. Af því tilefni, til að slá á þessar klökkvuðu tilfinningar sem ilmsölt duga ekki á ætti ég kannski að aug- lýsa eftir pennavinum sem hafa svipuð áhugamál og ég. Tónlist, zumba, lestur og að hanga mjög mikið á netinu á nóttunni. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Aðsvif af söknuði Pistill Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’Af því tilefni, til aðslá á þessar klökkv-uðu tilfinningar sem ilm-sölt duga ekki á ætti ég kannski að auglýsa eftir pennavinum sem hafa svipuð áhugamál og ég. Agnes Gunnarsdóttir Ég er að fara á Þjóðhátíð í fyrsta skipti og er mjög spennt! SPURNING DAGSINS Hvað ætlar þú að gera um helgina? Sif Aradóttir Ég er að fara út úr bænum. Verð í Grímsnesinu í hjólhýsi á sumarbú- staðalóð fjölskyldunnar. Kristófer Leon Ívarsson Ég er að vinna um helgina. Er bara sáttur við að vera ekki að fara neitt. Grétar Óskarsson Ég er að fara í brúðkaup. Annars hefði ég verið til í að fara til Eyja. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Gunnlaugur Bragi Björnsson er formaður Hinsegin daga, sem fara fram sjöunda til tólfta ágúst. Hægt er að sjá dagskrá og kaupa miða á viðburði á hinsegindagar.is. Gleðigangan hápunktur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.