Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 6
Skopelos var helsti tökustaður Mamma Mia árið 2008 og
er því hin upphaflega Kalokairi. Íbúar eru tæplega 5.000 og
hagur vænkaðist þegar Mamma Mia kom í bæinn.
Fádæma vinsældir kvikmyndar-innar Mamma Mia urðu tilþess að fjöldi ferðamanna á
grísku eyjunni Skopelos margfald-
aðist. Talað var um „Mamma Mia-
áhrifin“ og þeirri vel heppnuðu kvik-
mynd þakkaðar auknar tekjur og
aukin atvinna á eyjunni á erfiðum
tímum, en myndin kom út á því herr-
ans ári 2008.
Nú, áratug síðar, gæti samskonar
áhrifa farið að gæta en í þetta sinn er
aldrei að vita nema þau komi fram á
annarri eyju: hinni króatísku Vis.
Eyjan er tökustaður nýju Mamma
Mia myndarinnar sem frumsýnd var
hér á landi í júlí. Nýja myndin er því
ekki tekin á sama stað og sú fyrri.
Báðar Mamma Mia-myndirnar
eiga þó að gerast á eyjunni Kalokairi,
en sú nafngift er hugarfóstur hand-
ritshöfunda og er ekki til í raun.
Vinsælt að gifta sig í litlu
kirkjunni á klettinum
Margir tökustaðir á Skopelos hafa
orðið að vinsælum áfangastöðum
ferðamanna sem vilja lifa sig inn í
myndina. Einn þeirra er litla kirkjan
uppi á klettinum þar sem eftir-
minnilegt brúðkaup fór fram í fyrri
myndinni.
Kvikmyndaferðamennska hefur
rutt sér til rúms á undanförnum ár-
um. Tökustaðir kvikmynda eða þátta
hafa þannig orðið að vinsælum
áfangastöðum fyrir ferðamenn. Fólk
vill upplifa það sem það sér á hvíta
tjaldinu með því að heimsækja stað-
ina sjálft. Þetta urðu íbúar Skopelos
áþreifanlega varir við í kjölfar þess að
Mamma Mia sló í gegn 2008.
„Þetta er alveg ótrúlegt. Ég
hef fengið fyrirspurnir frá
fólki út um allan heim. Par
frá Englandi spurði hvort
það gæti bókað ströndina
úr myndinni fyrir brúð-
kaup. Og ástralskt
par vildi endunýja
brúðkaupsheitin
sín í Ayios
Ioannis
kapell-
unni,
þar sem
brúð-
kaupið fer
fram í myndinni,“
sagði Mahi
Drossou, ferða-
skipuleggjandi á
eyjunni Skopelos, í
samtali við Guardian
árið 2008 eftir að fyrri
myndin kom út.
„Símarnir hætta aldrei
að hringja. Fólk hringir
stöðugt og spyr hvernig
það kemst til Mamma
Mia-paradísarinnar,“
sagði borgarstjórinn á
eyjunni Christos Vasi-
loudi við blaðið.
Áhyggjur voru þó uppi
á sínum tíma um að
sprenging í fjölda ferða-
manna á eyjunni yrði
viðkvæmri náttúru um
megn. Enda hefur ver-
ið bent á að kvikmynda-
ferðamennska geti ver-
ið tvíeggjað sverð. Hún
getur, eðli málsins samkvæmt, verið
tímabundin gæfa fyrir þá staði sem
um ræðir. Kvikmyndir gleymast og
þá geta tökustaðirnir gleymst líka.
Vinsældir Mamma Mia hafa enst
eyjarskeggjum á Skopelos vel og
virðast ekki hafa komið niður á nátt-
úruperlum. Mamma Mia-ferðir njóta
enn vinsælda og margir sækja eyjuna
heim eingöngu vegna aðdáunar sinn-
ar á myndinni frá 2008.
Borgarstjórinn á Skopelos er enn
sá sami og fyrir áratug, Christos
Vasiloudi, og hann hefur tjáð sig um
nýja tökustaðinn. „Við vorum mjög
leið yfir þessu því okkur fannst að
önnur myndin ætti líka að vera tekin
hér. En líklega var þetta bara miklu
ódýrara í Króatíu. En þetta er ekkert
tap fyrir okkur því Skopelos heldur
áfram að vera hina eina sanna
Mamma Mia-eyja,“ segir Vasiloudi
ákveðinn við Mirror.
Ástæða þess að skipt var um töku-
stað er einmitt sú að ódýrara var að
mynda í Króatíu því þar gat kvik-
myndaverið t.d. fengið 20% endur-
greiðslu framleiðslukostnaðar en
slíkt er ekki lengur í boði í Grikklandi
eftir lagabreytingu 2011. Óvíst er
hvort Vis getur farið að búa sig undir
holskeflu af Mamma Mia ferðamönn-
um eða hvort Skopelos tekur áfram
við æstum aðdáendum.
Ný eyja fyrir
nýja mynd
Nýja Mamma Mia myndin var ekki tekin upp á
grísku eyjunni Skopelos líkt og fyrri myndin
heldur á króatísku eyjunni Vis. Borgarstjóri
Skopelos telur að ferðamenn sem þrá að setja sig í
spor söguhetjanna haldi áfram að koma til
Skopelos, hún sé hin sanna Mamma Mia-paradís
þótt kvikmyndaverinu hafi boðist betri kjör á Vis
The Greek National Tourism Organisation
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.8. 2018
’
Króatía leikur Grikkland í myndinni en sem töku-
staður er Vis allt sem við gátum óskað okkur. Framtíð
Króatíu sem tökustaður kvikmynda er endalaus. Fyrir ut-
an fjárhagslegan ávinning af því að mynda þar þá hafði
eyjan allt sem við óskuðum okkur.
Ol Parker, leikstjóri Mamma Mia myndanna
ERLENT
EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR
eyrun@mbl.is
Fyrri Mamma Mia myndin naut slíkra vinsælda að nú
áratug eftir að hún kom út sækja ferðamenn enn í að
koma til Skopelos í ferðir tengdar myndinni.
Mamma Mia mynd númer tvö kom út í sumar og enn á eft-
ir að koma í ljós hvort eyjan Vis fær auknar tekjur af ferða-
mönnum í kjölfar myndarinnar.
Amanda Seyfried fer
með stórt hlutverk í
nýju myndinni.
AFP
Eyjan Vis í Króatíu er græn og fögur líkt og Skopelos. Á
eyjunni búa búa 3.600 manns. Ungt fólk hefur verið að
flytjast burtu og áhyggjur eru af fólksfækkun.
Vis Tourist Board
MADAGASKAR
Nánast allar tegundur
lemúra sem fi nnast á
eyjunni Madagaskar,
eru í útrýmingarhættu,
samkvæmt niðurstöð-
um hóps alþjóðlegra
verndarfulltrúa sem
fengnir voru til þess að meta ástandið nýlega. Hópurinn,
sem nefnist Primate Specialist Group, skoðaði gögn og
bar þau saman við síðustu rannsóknir á fjölda lemúra. Þeir
komust að því að lemúrar eru í mestri útrýmingarhættu
af öllum prímötum veraldar.
AFGANISTAN
Þremur erlendum ríkisborgurum var
rænt og þeir drepnir í höfuðborg
Afganistans, Kabúl í vikunni. Þeir voru
frá Indlandi, Malasíu og Makedóníu og
rannsakar lögreglan málið sem hryðju-
verk. Þeir voru teknir á leið sinni út á
fl ugvöll en enginn hefur lýst ábyrgðinni
á hendur sér. Þremenningarnir unnu
sem kokkar fyrir franskt matreiðslufyrirtæki. Undanfarin ár hafa hermenn og
gengi rænt fólki, bæði heimamönnum og útlendingum, og krafi st lausnargjalds.
MIÐ-AFRÍKULÝÐVELDIÐ
Rússar eru slegnir yfi r morði á þremur
rússneskum fréttamönnum sem myrtir
voru á mánudag í Mið-Afríkulýðveldinu.
Mennirnir þrír voru að rannsaka orðróm
um að rússneskir málaliðar væru að berjast
í Mið-Afríkulýðveldinu. Þeir voru í bíl sínum
að kvöldi til þegar ráðist var á þá og þeir
skotnir til bana. Fréttaritarinn Orkhan
Dzhemal, heimildarmyndagerðarmaðurinn Alexander Rastorguyev og myndatöku-
maðurinn Kirill Radchenko týndu lífi . Ekki er ljóst hvers vegna þeir voru myrtir.
SVISS
Lögreglan í Zürich, Sviss hvetur
hundaeigendur til þess að fjárfesta í
skóm fyrir hunda sína vegna hitabylgj-
unnar sem þar gengur yfi r. Herferðin,
undir nafninu Hot Dog Campaign,
gengur út á að fræða hundaeigendur
um hvernig þeir geta varið hunda sína
fyrir hitanum. Svisslendingar hafa varla
fengið heitara sumar síðan 1864 en hitastigið í júlí hefur verið í kringum
30°C. Þegar hitinn er svo mikill getur heitt malbik brennt litla hunda-
fætur. Hundaeigendum er einnig bent á að skilja hunda sína ekki eftir í
lokuðum bílum og passa vel upp á að þeir fái nóg af vatni.