Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 35
5.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA Í JÚLÍ Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 VegahandbókinÝmsir 2 Sumar í Litla bakaríinu við Strandgötu Jenny Colgan 3 UppgjörLee Child 4 Ofurhetjuvíddin : bernskubrek Ævars vísindamanns Ævar Þór Benediktsson 5 Mínus átján gráðurStefan Ahnhem 6 Marrið í stiganumEva Björg Ægisdóttir 7 Uglan drepur bara á nóttunni Samuel Bjørk 8 Iceland Wild at HeartEinar Guðmann 9 Þriðji engillinnAlice Hoffmann 10 Litla bakaríið við Strandgötu Jenny Colgan 11 LíkblómiðAnne Mette Hancock 12 Leyndarmál systrannaDiane Chamberlain 13 ÓttinnC.L. Taylor 14 Rauða minnisbókinSofia Lundberg 15 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 16 Fyrstu mánuðirnir – ráðin hennar Önnu ljósu Anna Eðvaldsdóttir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir 17 Hvolpasveitin – litabók 18 Hvert andartak enn á lífiTom Malmquist 19 Þankastrik 2018 – bláttWalt Disney 20 StormfuglarEinar Kárason Allar bækur Ég er að lesa frábæra bók núna sem heitir Ísafold: ferðamyndir frá Íslandi. Ina von Grumbkow skrifaði bókina og Haraldur Sigurðsson þýddi hana árið 1982. Ég er í smá rannsóknar- verkefni og rakst á gamla grein um þessa bók og tilvitn- anir í hana í Morgun- blaðinu og heillaðist af henni. Ina von Grumbkow skrifar um ferð sína til Íslands árið 1908 þegar hún kom til að leita að örlögum unn- usta síns, sem var þýskur vísinda- maður sem hvarf sporlaust með öðrum manni 1907, sennilega í Öskjuvatn. Þessi bók er einn sá fal- legasti texti sem ég hef lesið. Ég er líka að lesa bók sem heitir Third Culture Kids og er um börn sem eru al- in upp í öðru landi en foreldrar þeirra, alin upp við aðra tungu og aðra menningu en foreldrarnir. Bókin gefur mynd af þeim ögr- unum sem mæta þeim og líka hvaða kosti það hefur að hafa að- gang að fleiri tungumálum en einu og fleiri menningarheimum. ÉG ER AÐ LESA Anna Hildur Hildibrands- dóttir Anna Hildur Hildibrandsdóttir er kvikmyndaframleiðandi. Syndaflóð er sjötta bók Kristina Ohlsson um lögreglumennina Fredrika Bergman og Alex Recht og sú sjötta sem kemur út á íslensku. Að þessu sinni glíma þau Bergman og Recht við þrjú mál sem tengjast og gamlar syndir leita upp á yfirborðið. Það er ekki til að auðvelda rannsóknina að morðinginn, sem virðist standa þeim óþægilega nærri, er sífellt að senda þeim vísbendingar og eins að Bergman stendur á erf- iðum krossgötum og líf hennar verður ekki samt á eftir. Nanna B. Þórsdóttir þýddi bókina, JPV gefur út. Sumar í Litla bakaríinu við Strandgötu eftir Jenny Colgan er sjálfstætt framhald Litla bak- arísins við Strandgötu sem kom út á síðasta ári og sat ofarlega á metsölulistum fram eftir sumri. Í bókinni segir frá Polly Waterford sem býr í vita í smábænum Mount Polbearne á Suðvestur-Englandi ásamt unnusta sínum og lundanum Neil. Hún er í draumastarfinu í Litla bakaríinu við sjávarsíðuna, en þegar eigendur bakarísins heimta meiri hagnað á kostnað gæða þarf Polly að taka til sinna ráða og hugsa líf sitt upp á nýtt. Angústúra gefur út, Ingunn Snædal þýddi. Fyrsta skáldsaga franska rithöfundarins Juli- en Sandrel, Undraherbergið, varð metsölubók í heimalandi hans og víða um heim. Í bókinni segir af Thelmu, einstæðri móður tólf ára drengs, Louis, sem er önnum kafin og upptekin af starfi sínu. Hversdagurinn er sífelld glíma við að láta allt ganga upp en þegar hún stendur óforvarandis frammi fyrir óbærilegum að- stæðum gefur það sem Louis hefur skrifað í stílabók sína henni leið til að takast á við þær. Ólöf Pétursdóttir þýddi, JPV gefur út. NÝJAR BÆKUR Síðastliðinn fimmtudag hélt Eyþór Árnason útgáfu-hóf til að fagna sinni nýjustu ljóðabók, Skepnureru vitlausar í þetta, sem Veröld gefur út. Dag- urinn var valinn vegna þess að Eyþór átti afmæli sama dag, varð 64 ára, og það eru einmitt 64 ljóð í bókinni. Reyndar segir Eyþór að þessi útgáfudagur hafi verið „vit- lausasti dagur sem hægt er að hugsa sér til að gefa út ljóðabók, fimmtudagur fyrir verslunarmannahelgi. Það er kannski hægt að auglýsa farðu í ríkið, fáðu þér bokku og bók í leiðinni,“ segir Eyþór og skellir upp úr. „64 ljóð og 64 ára afmælisdagur — það er kveikjan að því að gefa bókina út þennan dag, mér fannst það fyndið. Líka að það mætti auglýsa að það væri frábært að fara með bókina í útileguna og hjólhýsið og á Þjóðhátíð og allt það.“ – Ertu með eitthvert þema í bókinni sem tengir ljóðin saman? „Ég skipti bókinni í fjórar hliðar, það má hugsa um þetta eins og gamalt plötualbúm, tvöfalt albúm. Þær eru aðeins mismunandi, ég reyni að raða þessu í efnisflokka eftir hverri hlið, og misjafnt hvernig það tekst nú. Það er smá hrærigrautur á fyrstu hliðinni og svo kemur sveitin sterk inn á annarri hliðinni og minningar úr sveitinni, ég er svo mikill sveitamaður í mér, og minningar um fólk. Svo er hitt og þetta á þriðju hliðinni og svo koma plötu- umslögin á fjórðu hliðinni og þá er gott fyrir fólk að gúggla, þeir sem eru ekki eru kunnugir þurfa kannski að fletta því upp hvað Look at Yourself þýðir til dæmis,“ seg- ir Eyþór og les upp brot úr ljóðinu Júlímorgunn ... Maður líttu þér nær!: „Dreg svo andann djúpt / og held honum niðri / í tíu mínútur og þrjátíu og sex sekúndur // horfi á mig blána meir og meir / veröldin leysist upp / ég sé gegn- um spegilinn ... og svo framvegis.“ – Eru ljóðin ort á löngum tíma? „Á tveimur árum, frá því síðasta bók kom út. Ég átti bara ekki von á þessu. Svo fór ég til Kanaríeyja og var í stuði í hálfan mánuð og þá datt eitt og annað inn og fór að koma mynd á þetta. Þá fór ég að sjá að þetta gæti orðið eitthvað, en ég gríp bara í þetta á kvöldin. Það var svolítið púsl að raða þessu saman í hliðarnar, maður hendir þessu saman skyndilega og svo snýr maður þessu við og kippir þessu til baka, færir fram og til baka og svo er að finna nafn á ósköpin. Það getur orðið snúið, en þetta hefur verið þannig í gegnum árin að ég hef stolið línu eða setningu úr einhverju ljóðinu og þannig kom skepnan til, þetta er hluti af sveitasinfóníunni í bókinni.“ – Þú hefur ort fallega um sveitina í bókum þínum. „Já, ég vona það. Ég er náttúrlega óforbetranlegur sveitamaður. Ég var svo gamall þegar ég fór endanlega til Reykjavíkur, því ég vissi ekki hvort ég ætlaði að verða bóndi eða eitthvað annað.“ – Sérðu eftir því að vera að smala orðum en ekki fé? „Nei, ég sé ekkert eftir því. Ég sé eftir því að fara í smalamennsku, ég sé stundum eftir því að vera ekki að elta fé, en ég hefði ekki orðið góður bóndi, ég var ekkert sérstaklega fjárglöggur.“ Tvöfalt albúm ljóða Þegar Eyþór Árnason varð 64 ára hélt hann upp á afmælisdaginn með ljóðabók sem hefur að geyma 64 ljóð. Hann segist hafa gefið bókina út á vitlausasta degi sem hægt sé að hugsa sér til að gefa út ljóðabók. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Eyþór Árnason, ljóðskáld og tónlistarunnandi. Morgunblaðið/Hari Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.