Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 36
Ástarmyndir gömlu Hollywood sem eiga enn erindi við okkur eru fjölmargar, enda gerist
rómantíkin ekki betri en í dramatísku svart-hvítu umhverfi þess tíma.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Elizabeth Taylor með sjarmann í botni í A Place in the Sun.
● „Ég hef elskað þig eins mikið og
ég er fær um að elska. Ef það var
ekki nóg er það ekki mín sök. Við
erum ekki skaparar okkar eigin
hjarta.“
Kamelíufrúin, Camille, frá 1936
er grenjuástarmynd en þar sem
grátur er samkvæmt hörðustu vís-
indum sannreyndur sem hollur og
hreinsandi er kvöldstund með Gretu
Garbo og Robert Taylor sannkallað
detox. Frægt er að í öðrum kvik-
myndum horfa persónur stundum á
Camille og gráta, svo sem í Annie
þegar farið er í bíó.
Myndin byggir á skáldsögu frá
1848 og í leikstjórn George Cukor
segir hún sérlega sorglega sögu Par-
ísarbúans Marguerite Gautier, sem
verður ástfangin af sér mun yngri
manni, Armand. Án þess að gefa of
mikið upp fyrir þá sem hafa ekki séð
myndina vill faðir Armands ekki að
hann sé í samneyti við Gautier, sem
er vel þekktur Parísarbúi með um-
deilda fortíð. Gautier verður þá al-
varlega veik, sem hefur mikil áhrif á
framþróun myndarinnar. Lokaatrið-
inu gætu fylgt ekkasog.
● „Ef aðeins þú gætir hafa deilt
með mér þessum augnablikum, ef
aðeins þú hefðir áttað þig á hvað
þú áttir, hverju þú hafðir aldrei
tapað. Ef aðeins.“
Letter from an Unknown Wom-
an í leikstjórn hins þýskættaða Max
Ophüls var frumsýnd 1948 og skart-
ar Joan Fontaine og Louis Jourdan í
aðalhlutverkum. Sagan segir frá
ungri stúlku í Vín, Lísu, sem verður
ástfangin úr fjarlægð af píanóleik-
aranum Stefan sem býr í sama húsi
og hún. Hún hlustar á hann æfa sig
og er í mörg ár ástfangin af honum
án þess að gefa sig á tal við hann. Í
myndinni fylgjast áhorfendur með
því hvernig leiðir Stefáns og Lísu
skerast örsjaldan á langri ævi og
hversu dramatískar afleiðingar þau
kynni hafa á líf þeirra beggja.
● „Ég elska þig. Ég hef elskað
þig frá fyrsta augnablikinu sem ég
sá þig. Ég held ég hafi elskað þig
jafnvel áður en ég sá þig.“
Elizabeth Taylor, Montgomery
Clift og Shelley Winters eru upp á
sitt besta í ástardramanu A Place in
Greta Garbo og Robert
Taylor á dramatískri
stundu í Kamelíufrúnni.
Rómantískt svart-hvítt
sumarkvöld
Ekki fór vel fyrir ástarsambandinu í Letter from an Unknown Woman.
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.8. 2018
LESBÓK
TÓNLIST Búist er við að Maton Mastersound-gítar
George Harrison fari á 40-55 milljónir króna á uppboði
hjá Gardiner Houlgate, en Harrison spilaði á hljóðfærið
á fyrstu árum Bítlanna og þegar Bítlaæðið var algleym-
ingi. Jafnframt var hann myndaður með gítarinn á síð-
ustu tónleikunum sem Bítlarnir héldu á Cavern Club
fyrir 55 árum, en þar héldu þeir nærri 300 tónleika.
Upphaflega fékk Harrison gítarinn lánaðan á hljóð-
færaverkstæði í Manchester meðan hans eigin gítar var
þar í viðgerð en hann var svo hrifinn af gripnum, sem er
áströlsk smíði, að hann hélt áfram að spila á hann. Sjald-
gæft er að hljóðfæri George Harrison séu seld á upp-
boði, svo að búist er við miklum áhuga fyrir hljóðfærinu.
Uppboðið fer fram um miðjan september.
Gítar Bítilsins til sölu
George Harrison og Olivia eigin-
kona hans árið 1978.
TÓNLIST Kanye West þakkar Steve Jobs og
Apple fyrir að hafa verið helsta hvatning
hans í lífinu. Rapparinn tísti þar sem hann
þakkaði tæknirisanum og stofnanda hans,
Jobs, sem lést 2011, fyrir að hafa veitt sér og
jarðarbúum innblástur með afrekum sínum
en tilefnið er að í vikunni varð Apple fyrsta
fyrirtækið í heiminum til að vera metið á yfir
eina billjón Bandaríkjadala á almennum
hlutabréfamarkaði. Kanye West gaf eigin-
konu sinni, Kim Kardashian West, hlutabréf í
Apple í jólagjöf. Rapparinn hefur líkt sér við
Jobs og kallað sjálfan sig Steve Jobs popp-
menningarinnar.
Þakkar Steve Jobs og Apple
Kanye West segir afrek Steve Jobs hvetja sig
áfram á hverjum degi.
AFP
Jennifer Aniston þarf að nota sann-
færingarkraft sinn á LeBlanc.
Einn vinur
ekki í stuði
SJÓNVARP Aðdáendur Friends
sjónvarpsþáttanna hafa lengi kall-
að eftir því að þættirnir hefji
göngu sína að nýju. Í viðtali við
InStyle segir Jennifer Aniston að
hún og aðrir leikarar þáttanna
hafi áhuga á slíkum endurfundum,
nema einn. Það gæti orðið erfitt
að sannfæra Matt LeBlanc, sem
lék Joey, um að það sé rétt
ákvörðun. Hann sé ekki spenntur
fyrir hugmyndinni. Sjálf er hún
sannfærð um að einhvers end-
urkoma Friends á skjánum sé góð
hugmynd.
SJÓNVARP Og meira af end-
urkomu gamalla sjónvarpsþátta en
þá gæti Alf verið á leiðinni á skjá-
inn aftur. Samkvæmt heimildum
TV Line eru Warner Bros að
skoða hvort grundvöllur sé fyrir
að gera nýja seríu en kaldhæðna
geimveran Alf var vinsæll á 9.
áratugnum og voru alls gerðar
fjórar seríur um Alf sem settist að
hjá fjölskyldu í bandarísku út-
hverfi sem reyndi að taka honum
eins og hann var. Ekki er vitað
hvort brúðumeistarinn Paul Fusco
muni koma að nýjum þáttum en
hann er skapari Alf.
Skoða hvort
Alf komi aftur
Alf setti rólegt heimilislíf á annan
endann.