Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 37
the Sun frá 1951. Ekki aðeins vann
myndin til sex Óskarsverðlauna
heldur er hún fyrsta myndin í sög-
unni til að vinna Golden Globe-
verðlaunin fyrir bestu myndina.
Myndin fjallar um ungan fátækan
mann sem vinnur sig til metorða í
verksmiðju frænda síns. Hann verð-
ur ástfanginn af samstarfskonu sinni
og þau þróa með sér samband. Þeg-
ar hann hefur komist til metorða
kynnist hann efnaðri konu af hærri
stigum og þau fara að vera saman en
þá er kærastan hans fyrri orðin
ófrísk. A Place in the Sun er í senn
ástarsaga og dramatísk glæpasaga.
● „Ó, elsku vinur, hjarta mitt
barðist í brjósti mér þegar ég
gekk inn á pósthúsið og þarna
varstu, í hólfi 237. Ég tók þig úr
umslaginu og las þig, las þig á
staðnum.“
The Shop Around the Corner
með Margaret Sullavan, James
Stewart og Frank Morgan í aðal-
hlutverkum er ástarmynd af aðeins
léttari gerð, eins konar You’ve Got
Mail þess tíma. Myndin segir frá
samstarfsfólki í leðurverslun sem er
rómantískir pennavinir hvort annars
án þess að vita að þau eru í raun að
skrifa hvort öðru en í daglegu lífi
sinni í versluninni þola þau ekki
hvort annað. Myndin er í leikstjórn
Ernst Lubitsch, sem fékk það orð á
sig að vera fágaðasti leikstjóri
Hollywood, með hárfínan herra-
mannshúmor í rómantískum gam-
anmyndum sínum. Myndin þykir
hans best heppnaða og hefur verið
kölluð ein af bestu bíómyndum
Bandaríkjanna, enda með fullt hús
stiga til dæmis hjá gagnrýnendum
Rotten Tomatoes, 100%.
● „Það eina sem ég veit er að
ég var ástfangin af þér áður en þú
fórst og ég er ástfangin af þér nú.
Allt hitt getur hafa breyst en ekki
sú staðreynd.“
Strax eftir að síðasti heimsstyrj-
öld lauk gerði Hollywood eitt sitt
besta eftirstríðsdrama og árið 1946
var kvikmyndin The Best Years of
Our Lives tilbúin til frumsýningar.
Myndin segir sögu þriggja banda-
rískra hermanna sem koma heim að
loknu stríði og uppgötva að þeir
sjálfir og fjölskyldur þeirra eru ekki
eins og þau voru fyrir stríð. Sen-
urnar eru þrungnar heitum
ástríðum og átökum. Framleiðandi
myndarinnar, Samuel Goldwyn,
fékk hugmyndina að myndinni árið
1944 þegar hann las grein í Times
um hvað hermenn ættu erfitt með að
koma heim og aðlagast sínu gamla
lífi að nýju. Myndin vann til sjö
Óskarsverðlauna, þar á meðal sem
besta myndin.
● „Ég vil sjá hvernig ástin lítur út
þegar hún er í sigurvímu. Ég hef
ekki hlegið almennilega í heila viku.“
Ein skemmtilegasta rómantíska
gamanmynd gömlu Hollywood er
tvímælalaust It Happened One
Night í leikstjórn Frank Capra, en
margir hafa séð seinna verk hans,
It’s a Wonderful Life, sem er ekki
síðri ástarmynd. Þessi er þó öllu
fyndnari.
Claudette Colbert leikur
hástéttarpíu sem verður ástfangin af
eilítið ósvífnum og kjaftforum frétta-
manni sem Clark Gable leikur en
milljarðamæringurinn faðir hennar
vill ekki sjá að hún sé í slagtogi við
slíka menn. Samtöl turtildúfnanna
og samskipti eru óborganleg og
magna upp rómantíkina. Myndin
varð sú fyrsta í sögunni til að vinna
fimm aðalverðlaun Óskarshátíð-
arinnar en velgengni hennar kom
leikurunum sjálfum á óvart, sem
héldu að þessi létta rómantík myndi
fá skelfilega dóma. Aðalleikkonan
mætti ekki einu sinni á Ósk-
arsverðlaunin, hún var svo viss um
að vinna ekki verðlaunin sem hún
var tilnefnd til, sem hún vann þó.
● „Við sögðum margt og mikið
í gærkvöldi. Þú sagðir að ég ætti
að hugsa fyrir okkur bæði. Jæja, ég
hef gert það síðan þá og
niðurstaðan er alltaf sú sama; þú
átt að fara í þetta flug með Vikt-
ori, þar sem þú átt heima.“ (Casa-
blanca)
Það er ekki hjá komist að nefna
nokkrar myndir sem eru vissulega á
lista með dramatískum ástar-
myndum gömlu Hollywood en svo
oft hefur verið fjallað um og margir
séð. Ef einhver á eftir að sjá Gone
with the Wind, Casablanca, Sing-
in’ in the Rain, Miracle on 34th
Street eða City Lights er það fyrsta
verk næsta bíókvölds í sumar.
Þótt The Best Years of Our Lives
taki á tilfinningar áhorfenda er
endirinn ljúfur.
Claudette Colbert og Clark Gable í léttum og skemmti-
legum hlutverkum sínum í It Happened One Night.
The Shop Around the Corner er rómantísk gamanmynd og aðeins meira létt-
meti en þær allra dramatískustu úr gömlu Hollywood.
Casablanca ættu flestir að hafa séð en ef ekki er hægt að
bæta úr því í sumar.
5.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
KVIKMYNDIR Aðdáendur hljómsveitarinnar
Queen bíða þess spenntir að kvikmyndin
Bohemian Rhapsody verði frumsýnd í kvik-
myndahúsum í nóvember. Á Youtube hefur sýn-
ishorn úr myndinni fengið fleiri milljónir áhorfa.
Leikarinn Rami Malek fer með hlutverk söngv-
arans Freddie Mercury og þykir sláandi líkur honum,
bæði í útliti og sviðsframkomu.
Nú bíða gagnrýnendur spenntir eftir því að sjá hvernig
handritshöfundar myndarinnar nálgast kynhneigð söngv-
arans og banamein, en söngvarinn lést úr alnæmi árið 1991.
Mercury gaf sjálfur lítið uppi um það og hefur verið gagn-
rýndur fyrir, þar sem hann hefði getað haft áhrif sem fyr-
irmynd í baráttunni við alnæmið.
Rami Malek
í gervi
Mercury.
SJÓNVARP Leikarinn Andrew Lincoln, sem
fór með eitt aðahlutverkanna í níu þáttaröð-
um The Walking Dead, hefur nú gefið aðdá-
endum sínum skýringu á því hvers vegna
hann hætti í þáttunum, sem notið hafa mikilla
vinsælda.
Skýringin er ósköp einföld: Hann saknaði
barnanna sinna.
Lincoln býr með fjölskyldu sinni í Englandi
en þættirnir eru teknir upp í Bandaríkjunum
og standa tökurnar yfir í sex mánuði á ári.
Leikarinn segir í viðtali við Entertainment
Weekly að það hafi einfaldlega verið tíma-
bært að flytja heim.
Heimþráin sterk
Andrew Lincoln fannst tímabært að flytja heim.
AFP
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
RayBan 3025 sólgleraugu
kr. 19.900,-
Sumarið er hér
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af
umgjörðum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu.
Verið velkomin!
Mercury á hvíta tjaldið