Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 8
HENRY WILLIAM DALGLIESH CAVILL fæddist á bresku eyjunni Jersey í Ermasundi árið 1983. Móðir hans var húsmóðir, fædd og uppalin á eyjunni, en faðir hans var verðbréfamiðlari frá Chester í Englandi. Leikferill Cavill hófst þegar hann var 17 ára gamall og var uppgötvaður af ráðningarstjóra myndarinnar The Count of Monte Cristo, en í kjölfar þess fór hann með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Midsomer Murders og The In- spector Lynley Mysteries áður en hann fór með aðalhlutverkið í myndinni Laguna og hlutverk Albert Mondego í The Count of Monte Cristo. Cavill vakti athygli fyrir útlit sitt og fékk fjölmörg hlutverk sem æðrulaus, hetjuleg og karlmannleg persóna, dilkadráttur sem hefur fylgt honum út fer- ilinn. Hann fór með hlutverk í myndum á borð við I Capture the Castle, Hell- raiser: Hellworld, Red Riding Hood og Tristan + Isold á árunum 2003 til 2007, en við tók stórt hlutverk í þáttunum The Tu- dors, þar sem Cavill lék Charles Brandon, fyrsta her- togann af Suffolk og tengdabróður Hinriks áttunda Englandskonungs. Fyrir leik sinn í The Tudors var Cavill tilnefndur til Golden Globe verðlauna auk þess að vinna Emmy verðlaun árið 2008. Cavill skaust upp a stjörnuhimininn í janúar 2011 þegar tilkynnt var að hann myndi fara með hlutverk Superman í væntanlegri mynd Zack Snyder um ofur- hetjuna geysivinsælu, Man of Steel, en hann er fyrsti leikarinn sem ekki er fæddur í Bandaríkjunum til að skella á sig S-skildinum goðsagnakennda. Cavill var í kjölfarið kosinn kynþokkafyllsti maður heims af Glamour tímaritinu. Cavill hefur troðið sér í níðþröngan Superman bún- inginn við tvö önnur tilefni á stóra skjánum, í mynd- unum Batman v Superman: Dawn of Justice og Jus- tice League, en samhliða þeim hefur hann brugðið sér í hlutverk hinna ýmsu spæjara. Í spæjaramyndinni The Man from U.N.C.L.E. leikur Cavill spæjara frá CIA sem neyðist til að vinna með spæjara frá KGB til að ráða niðurlögum sameiginlegs óvinar Bandaríkj- anna og Rússlands í miðju stormsauga kalda stríðsins og í Mission: Impossible - Fallout, sem frumsýnd var í síðustu viku, leikur Cavill spæjarann harðsvíraða August Walker. petur@mbl.is Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.8. 2018 HLUTVERK Níu árum áður en Cavill brá sér í hlut- verk ofurmennisins átti hann að fara með hlutverkið í myndinni Superman: Flyby árið 2004, en eftir að leikstjórinn Joseph McGinty Nichol, eða McG, yfirgaf verkefnið og Brian Singer tók við var Cavill skipt út fyrir Brandon Routh. Myndin kom út árið 2006 undir nafninu Superman Returns. Þetta var þó ekki eina stóra hlutverkið sem naum- lega rann úr greipum Cavill. Kappinn var orðaður við hlutverk töfradrengsins Cedric Diggory í Harry Potter-seríunni, en hlutverkið fór að lokum til Ro- bert Patterson. Auk þess vildi Stephany Mayer, höf- undur Twilight bókanna, að Cavill færi með hlutverk vampírunnar Edvards Cullen, en aftur varð Patter- son fyrir valinu. Árið 2005 stóð valið um hlutverk James Bond í myndinni Casino Royal á milli Cavill og Daniel Craig, en eins og aðdáendur njósnarans vita fór hlutverkið til Craig. Þá voru sögusagnir um að framleiðendur Batman Begins væru að íhuga að ráða Cavill sem ofurhetjuna Batman. Cavill þótti of ungur að leika Bond í Casino Royal, hann segist þó ennþá vera spenntur fyrir hlutverkinu. Næstum því hlutverk DÝRAVINUR Árið 2014 var Cavill tilnefndur sem sendiherra Durrell Wildlife Conservation Trust, en samtökin vinna að því að vernda dýr í útrýmingarhættu. Hann hef- ur síðastliðin ár stutt hina svoköll- uðu Durrell-áskorun, 13 kíló- metra langt hlaup sem fer fram á Jersey, heimaeyju Cavill. Segist Cavill vera mikill dýravin- ur, á hann meðal annars hund sem heitir Kal, en nafnið er tilvísun í nafn Ofurmennisins. „Kal hefur verið lífsförunautur minn síðustu fjögur ár,“ sagði Cavill í viðtali við 5 News, en hann tók sjálfur þátt í Durrell-áskoruninni í ár. Hleypur fyrir dýr AFP Lífsförunautur Cavill síðustu fjögur ár heitir Kal og er hundur. YFIRVARASKEGG Fyrir hlutverk sitt sem August Walker í Mission: Impossible - Fallout safnaði Cavill í myndarlegt yf- irvaraskegg sem vakið hefur mikla athygli í aðdraganda myndarinnar. Athyglin hef- ur verið bæði af því góða og slæma, en mest hefur athyglin verið að atferli skeggsins í einni stiklu myndarinnar, þar sem það virðist vaxa töluvert á nokkrum sekúndum. Atvikið kemur fram í einu af hinum fjölmörgu bardagaatriðum myndarinnar ásamt persónu Tom Cruise, Ethan Hunt. Setur Cavill sig þá í stellingar til að lúskra á illmenni þegar hann, eins og ýmsir á netheimum hafa komist að orði, „hleður hnefana eins og haglabyssur“ þegar skeggvöxtur kappans virðist þykkj- ast. Persóna Cavill í Mission: Impossible, August Walker, skartar fríðu yfirvaraskeggi. AFP Yfirgengilegt skegg Hið breska Ofurmenni Cavill var valinn kynþokkafyllsti maður heims af Glamour. AFP Cavill þandi spæjaravöðvana í The Man from U.N.C.L.E. ’ Cavill er fyrsti leikarinn semekki er fæddur í Bandaríkj-unum til að skella á sig S-skild-inum goðsagnakennda. Cavill með S-skjöldinn fræga á brjósti. Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is Nýjar vörur Matardiskur 2.950 Forréttardiskur 2.550 Ljós 21.000 Glas 1.550 Ljós 17.000 30-50%afsláttur afvöldumvörum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.