Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 16
V ið byrjum á að fá okkur kaffi,“ segir Jarmíla og hellir sjóðheitu kaffinu í bollana þar sem við sitj- um á hlýlegu heimili hennar í Hafnarfirði. Blaðamanni þykir hún búin að hafa heldur mikið fyrir honum með nýbökuðu brauði, köku og heimagerðri sultu, en Jarmíla fullvissar hann um að svo sé ekki. Jarmíla hefur búið í Hafnarfirði frá árinu 2006 en fram að því hafði hún búið í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Gunnlaugi Björns- syni, sem nú er látinn. Hún segir að sér hafi ekki litist sérlega vel á það til að byrja með að flytja í Hafnarfjörð en þegar þau hjónin fóru að skoða húsið hafi útsýnið haft sitt að segja. „Gunnlaugur var alinn upp nálægt sjónum og af æskuheimilinu var útsýni yfir sjóinn. Svo þegar við komum hingað að skoða húsið sagð- ist Gunnlaugur nú ekki sjá voðalega vel en hann sæi út á sjóinn og höfnina. Þá vissi ég að ég ætti eftir að flytja hingað. Gunnlaugur náði því miður bara að njóta þess að búa hér í einn mánuð því hann lést eftir að hafa fengið heila- blóðfall aðeins mánuði eftir að við fluttum inn.“ Þau hjónin höfðu þá verið gift í fimmtíu og eitt ár, en þau kynntust árið 1954, þegar Jarmíla kom hingað til lands frá Þýskalandi til að vinna sem au pair á heimili í Reykjavík. Stríðsótti og martraðir Jarmíla fæddist í Þýskalandi 13. ágúst árið 1937, átta árum áður en seinni heimsstyrjöld- inni lauk í Evrópu með uppgjöf Þjóðverja. Hún bjó ásamt fjölskyldu sinni í Hamborg, í út- hverfi sem hún segir hafa verið í svipaðri fjar- lægð frá borginni og er nú frá heimili hennar í Hafnarfirði inn í miðbæ Reykjavíkur. Hamborg fór illa út úr loftárásum í stríðinu en úthverfið þar sem Jarmíla bjó slapp þokka- lega að hennar sögn; að minnsta kosti gatan þar sem hún bjó. Í lok júlí árið 1943 voru gerðar gríðarlegar loftárásir á Hamborg þar sem talið er að um 42.600 almennir borgarar hafi látið lífið og 37.000 særst. Jarmíla man vel eftir þessum tíma. „Þetta var hryllingur alveg. Ég man að ég var alltaf uppi á háalofti þar sem ég stóð í stiganum til að sjá út um gluggann. Og það var allt rautt. Allt eldrautt. Eldur um allt. Þetta var ekki mjög langt frá okkur. Kannski í tutt- ugu mínútna göngufjarlægð. Þar byrjaði það og fór þaðan alla leið inn í Hamborg.“ Jarmíla þagnar og fær sér sopa af kaffinu. „Ég fékk sömu martröðina í mörg, mörg ár. Og í mörg ár eftir að ég kom hingað til Íslands. Mig dreymdi alltaf sama drauminn. Ég er niðri í kjallara og heyri drunurnar í sprengju- flugvélunum sem voru að fljúga til Berlínar. Þegar þær komu til baka aftur var ég svo hrædd um að þær myndu kasta niður restinni af sprengjunum. Og þær myndu lenda á hús- inu okkar. En þá vaknaði ég alltaf. Áður en vélarnar fóru yfir hjá okkur aftur í vesturátt.“ Barnæskan einkenndist af stríðsótta og ótta við það hvað myndi verða. Og Jarmíla segir að þótt húsið hennar hafi sloppið við að verða fyr- ir sprengju hafi þó sprengjur fallið í götunni sem hún bjó í. „Hræðslan var svo mikil,“ segir Jarmíla, „og hún vofði alltaf yfir manni. Á hverri einustu nóttu. Maður fór aldrei í náttföt. Maður var alltaf klæddur og tilbúinn að hlaupa niður í kjallara. Tvisvar fórum við í neðanjarðarbyrgi. Annars niður í kjallara.“ Það hnussar í Jarmílu þegar blaðamaður spyr hvort kjallarinn hafi þá verið öruggt skjól. „Ekki held ég það nú,“ segir hún. „Við bjuggum í raðhúsi með fjórum íbúðum og það var búið að brjóta niður gat á milli íbúðanna í raðhúsinu. Það er að segja; niðri í kjöllurum íbúðanna, svo við gætum farið úr einum kjall- ara í næsta ef það skyldi nú falla sprengja á húsið þannig að maður kæmist ekki hefð- bundna leið upp úr kjallaranum.“ Hún bætir við að það hefði samt haft lítið að segja. Ef sprengja hefði fallið á húsið hefði það hvort eð er verið þeirra síðasta. „Maður sá nú bara hol- urnar í jörðinni sem sprengjurnar skildu eftir sig,“ segir hún og hristir höfuðið. Jarmíla segir móður sína hafa haft það hlut- verk að fara upp á þak ef ske kynni að það félli sprengjubrot á húsið og það kviknaði í. „Mamma var tilbúin að slökkva eldinn. Og hún var með ungbarn í þessum aðstæðum ... Svo hljóp mamma aftur niður í kjallara og ég heyri ennþá fótatakið hennar koma niður stigann,“ segir Jarmíla og þagnar stundarkorn. Yngsta systir hennar var aðeins nokkurra mánaða gömul en auk þess átti Jarmíla tvær eldri systur. Fjölskylduna sakaði þó ekki. Faðir Jarmílu var sautján ára þegar hann var sendur til að berjast í fyrri heimsstyrjöld- inni en slapp við að fara í seinna stríðið vegna sjúkdóms sem hann var með, Becker’s muscul- ar dystrophy, eða vöðvarýrnun í fótum. Hann vann á næturvöktum hjá ritsímanum en Jar- míla segist ekki vita hvað starfið fól í sér. „Við systurnar fengum ekki að vita nánar um það. En mamma var alltaf hrædd þegar hann skil- aði sér ekki heim á réttum tíma á morgnana. Hann hlustaði á BBC í vinnunni og ef hann kom ekki heim á réttum tíma óttaðist mamma að eitthvað hefði komið fyrir. Hann hefði verið tekinn til fanga. Einhver í næsta herbergi hefði kannski opnað inn til hans og heyrt að hann væri að hlusta á BBC, sem var bannað.“ Jarmíla segir foreldra sína ekki hafa verið nasista. „Pabbi og mamma voru bæði á móti Hitler og þessu öllu saman.“ Var þetta ekki erfiður tími fyrir þá Þjóð- verja sem aðhylltust ekki nasismann? „Jú, það var alveg hræðilegt. Mamma til dæmis sagði einhvern tíma við konu sem bjó í götunni að Hitler væri lygari, eða eitthvað álíka. Svo fór mamma heim og hugsaði þá, Guð almáttugur, hvað ef hún segir nú frá þessu. Ef hún kærir mig ... Hvað verður þá? Svo hún fór aftur til nágrannakonunnar og bað hana um að þegja yfir því sem þeim hafði farið á milli. Og þá fór konan að gráta yfir því að mamma skyldi hafa talað illa um Hitler sinn.“ Það hnussar í Jarmílu. „Hugsaðu þér. Fólk var bara alveg ga-ga.“ Nágrannakonan stóð þó við það að þegja yf- ir þessu og móðir Jarmílu lenti ekki í vandræð- um en tilfinningin eftir á segir Jarmíla að hafi verið vond. Og þetta sýni hvað fólk lifði í mikl- um ótta. „Fólk varð að gera eins og því var sagt. Það þurfti til dæmis að flagga á ákveðnum dögum,“ segir Jarmíla. „Svo þurfti maður að ganga í hús með bauk og safna pen- ingum. Við þurftum líka að safna járnarusli og þess háttar, sem var sjálfsagt notað til að búa til sprengjur.“ Það hefur auðvitað enginn þorað að vera með mótþróa? „Nei. Það fór nú illa fyrir þessum eina sem reyndi það. Honum Stauffenberg,“ segir Jar- míla og á þar við Claus von Stauffenberg, sem reyndi að drepa Hitler með sprengju 20. júlí 1944. Morðtilraunin mistókst og von Stauffen- berg var tekinn af lífi fyrir vikið. Stór kafli mannkynssögunnar hefði svo sannarlega verið öðruvísi en raunin varð hefði honum tekist ætl- unarverk sitt. Seinni heimsstyrjöldinni lauk í Evrópu með uppgjöf Þjóðverja 8. maí 1945 og Jarmíla segir að það hafi auðvitað verið gleðilegt en þó hafi það einnig verið erfitt. „Þá var fyrst erfitt að lifa því það var enginn matur til.“ Talið er að hundruð þúsunda Þjóðverja hafi dáið úr hung- ursneyð eða úr sjúkdómum af hennar völdum. „Það var ekki heldur neinn hiti og engin kol. Fólk fór að hamstra og stela kolum af járn- brautarvögnunum,“ segir Jarmíla. „Og við börnin .... Við höfum verið kölluð gleymdu börnin,“ segir hún og þagnar. Félagsfræðingurinn Christa Müller hefur sagt að það sé einkennandi fyrir kynslóðina sem hefur verið kölluð stríðsbörn að enginn hafi veitt henni athygli fyrr en í kringum 1990, hvorki í vísindalegum rannsóknum né af al- menningi. Þá hefur verið sagt að það sé ljóst að þótt börnin sem fæddust milli 1930 og 1945 hafi verið of ung fyrir beina þátttöku í stríðinu hafi þau þó verið nógu gömul til að upplifa hungur, brottrekstur, sprengjuárásir og ótta við dauðann. Þau hafi upplifað það að missa fjölskyldumeðlimi og aðskilnað frá þeim. Jarmíla segir að hlutirnir hafi farið að breyt- ast til hins betra eftir 1948, þegar þýska mark- ið kom til sögunnar. „Þá fór allt að vera til. Þá sá maður til dæmis í fyrsta skipti appelsínur. Við vorum með eplatré í garðinum en ég hafði aldrei séð appelsínur áður.“ Borgarættin breytti öllu Á meðan á stríðinu stóð var skólaganga barna í Þýskalandi ekki mikil að sögn Jarmílu, enda voru stanslausar loftárásir. Skólinn sem hún gekk í, Rudolf Steiner Schule, var opnaður aft- ur í maí 1946. Þegar Jarmíla var tólf ára las hún Borgar- ættina eftir Gunnar Gunnarsson. „Þá var ég svo rómantísk að ég ákvað að ég skyldi fara til Íslands einn daginn.“ Jarmíla segir að stelp- urnar í bekknum hafi vitað af þessum Íslands- Martröð í mörg ár á eftir Fyrir rúmum sjötíu árum horfði lítil stúlka út um gluggann á heimili sínu í Hamborg. Í fjarska mátti sjá allt í ljósum logum eftir sprengjuárás. Stúlkan, Jarmíla Hermannsdóttir, flutti til Íslands nokkrum árum síðar og segist í dag vera meiri Íslendingur en Þjóðverji. Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is Jarmíla og Gunnlaugur giftu sig í Þýskalandi 22. desember 1955. Jarmíla ásamt eiginmanni sínum, Gunnlaugi, þegar hann fagnaði níræðisafmæli sínu. VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.8. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.