Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.8. 2018 Frídagur í mótsögn Frídagur verslunarmanna ergamalgróin hefð sem teygirsig aftur til nítjándu aldar þegar verslunareigendur í Reykja- vík gáfu starfsmönnum sínum frí á rúmhelgum degi. Í fyrstu var heiti dagsins bók- staflegt en eftir seinni heimsstyrj- öldina varð hann smám saman að almennum frídegi. Á sjöunda ára- tugnum fóru landsmenn svo að nýta helgina til að efna til útihátíða víðsvegar um land og ferðast víðs- vegar um land. Í dag er versl- unarmannahelgin stærsta ferðahelgi ársins en frídagur verslunarmanna virðist að hluta til hafa glatað merkingu sinni þar sem margar verslanir standa opnar. Frídagur allra nema verslunarmanna Stéttarfélagið VR hefur lengi bent á að frídagurinn sé að útvatnast. Á heimasíðu sinni skoraði VR fyrr í vikunni á atvinnurekendur að gefa verslunarfólki frí á frídegi versl- unarmanna. Þar kemur fram að á síðustu árum hafi færst í aukana að verslanir og þjónustufyrirtæki hafi opið á frídegi verslunarmanna sem veldur því að verslunarfólk þurfi að standa vakt á þessum degi sem er því sérstaklega helgaður. Stefán Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri VR, segir að félagið fái tíðar fyrirspurnir um frídag verslunarmanna. „Það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um að það er ekki vinnuskylda á þessum degi. Það þarf að semja sérstaklega um að unnið sé á honum eins og öðrum stórhátíðardögum. Þessi þróun hef- ur átt sér stað hægt og bítandi á undanförnum árum og það er oft sagt að þeir einu sem vinni á frí- degi verslunarmanna séu versl- unarmenn, þótt það sé ekki alveg rétt.“ Stefán segir að opnar verslanir séu tíðari í mat- og dagvörugeir- anum en í sérvörugeiranum. „Ástæðan er einfaldlega að fólk vill alltaf hafa opið. Það eru þó fyr- irtæki sem standa sig mjög vel í þessum málum og eiga hrós skilið. Til dæmis hafa Fjarðarkaup lengi haft lokað yfir alla verslunar- mannahelgina. og Bónus hefur lok- að á mánudeginum. Við viljum hvetja fólk sem vill sýna málinu samstöðu til að versla ekki á þess- um degi.“ Gamalgrónar hefðir Gísli Sigurbergsson, verslunarstjóri Fjarðarkaupa, segir að verslunin hafi haft lokað yfir verslunar- mannahelgina síðan hún opnaði. „Búðin er fjörutíu og fimm ára gömul og það voru einhver ár þar sem var ekki opið á laugardögum hjá okkur. Svo hefur aldrei verið opið á sunnudögum, svo það hefur alltaf verið lokað hjá okkur um þessa helgi,“ segir Gísli. „Starfsfólkið okkar er auðvitað mjög ánægt með þetta og okkar góðu fastakúnnar gefa okkur mikið hrós fyrir þetta.“ en verslunin fékk jákvæð viðbrögð við færslu sinni um lokunina á Facebook síðu sinni. Gísli segist ekki hafa orðið var við viðskiptavini sem séu óánægðir með þetta. „Þeir fara þá bara eitt- hvað annað að versla. Maður gerir sér grein fyrir því að það væri ekki hægt að hafa allar búðir lokaðar um þessa helgi. Ég held samt að fólk kæmist alveg af þótt væri lok- að á mánudeginum, á þessum frí- degi verslunarmanna.“ Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir að lok- unin hafi fylgt versluninni frá upp- hafi. „Það hefur verið lokað á frídegi verslunarmanna síðan hún var opnuð árið 1989. Starfsfólk okk- ar er ánægt með þetta og við- skiptavinir okkar hafa flestir sýnt þessu skilning í gegnum árin og finnst þetta sjálfsagt. Ef það er ekki lokað á frídegi verslunar- manna þá hvenær?“ segir Guð- mundur. „Hvert fyrirtæki verður þó að taka þessa ákvörðun fyrir sig“ bætir hann við aðspurður hvort honum finnist að fleiri versl- anir ættu að fylgja fordæmi þeirra. Margar verslanir eru opnar á frídegi versl- unarmanna. Morgunblaðið/Valli Ekki fá allir verslunarmenn frí á mánudaginn þótt stórhátíðardagurinn sé helgaður þeim. Stéttarfélagið VR skoraði á verslunareigendur að gefa starfsfólki sínu frí á mánudeginum þar sem margar verslanir eru opnar. Bónus Lokað Costco Lokað Fjarðarkaup Lokað Kringlan Lokað Smáralind Lokað 10-11 Opið Hagkaup Opið í völdum verslunum Iceland Opið Krambúðin Opið Krónan Opið Melabúðin Opnuð kl. 12 Nettó Opið Nóatún Opið Hvar er lokað á frídegi verslunar- manna? ’ ...til uppbótar fyrir allt það strit og eril er þeir hafa í kauptíðinni og oftar. Tímaritið Ísafold um fyrsta frídag verslunarmanna. Gísli Sigurbergsson segir Fjarðarkaup fá hrós frá fastakúnnum fyrir lokunina, en verslunin hefur haft lokað um verslunarmannahelgina frá upphafi. Morgunblaðið/Ófeigur Guðmundur Marteinsson Stefán Sveinbjörnsson INNLENT ARNAR TÓMAS VALGEIRSSON arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.