Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.8. 2018 F angelsi hafa gjarnan verið kölluð „vinnuhæli“ eða „betrunarhús“ eða eitthvað í þeim stíl, auk áherslunnar á frelsissviptinguna. Vissulega er refsi- þátturinn mikilvægur, bæði vegna ætl- aðra varnaðaráhrifa og eins vegna hvers konar tjóns og miska sem brotaþolar, beinir og óbeinir, verða fyrir. Ef ríkisvaldið horfir ekki til slíkra þátta má ætla að eitt brot kalli á fleiri. Sagan kennir að þeir sem áttu um sárt að binda, sómans vegna eða annars missis, hlutu þá að láta til sín taka, þessi grunneining einkareksturs þegar opinberan vilja eða getu vantar. Afgerandi refsing Þeim lýðræðisríkjum fækkar sem telja dauðarefs- ingar réttlætanlegar. Ætla mætti þó að varnaðaráhrif hástigs allra refsinga séu meiri en annarra. En mörg- um þykir sjálfsagt að munurinn á skilyrðislausu fang- elsi til lífstíðar og á aftöku sé næsta naumur. Í Bandaríkjunum þekkist það vel að dauðadæmdur maður fær í raun tvo dóma fyrir einn. Eftir dauða- dóminn tekur við áfrýjunarferli sem getur staðið yfir árum eða áratugum saman. Lögfræðingar kvarta ekki. Fanginn er geymdur á meðan í einangrun á „dauðadeild“. Oftast er þetta langa þóf árangurslaust og er dauðadómnum framfylgt. Lögð er höfuðáhersla á að fanginn, sem hefur kvalist í áratug eða svo, kvelj- ist alls ekki lengur en í eina mínútu, þegar stóra stundin kemur. Fangavænir Þá hefur hinn sakfelldi oft setið lengur í einangrun en maður sakfelldur fyrir morð á Norðurlöndum þyrfti til endanlegrar afplánunar fyrir sinn glæp og aðbúnaður hans að auki allur annar og betri. Ekki hafa þó allir morðingjar velferðarríkjanna aðbúnað á borð við þann sem fjöldamorðinginn Anders Breivik nýtur (myrti 77) með sína þriggja klefa svítu og sér baðherbergi og sturtu, og kvartar þó. Sá ódráttur var dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir hryllinginn sinn. Það þætti með ólíkindum vel sloppið víðast, en þess er þá að geta að Breivik verður þó ekki látinn laus eft- ir almanakinu nema að áður hafi farið fram mat á því að það teljist óhætt. Verði niðurstaðan sú að því fari fjarri, eins og líklegt er, má framlengja hald hans um 5 ár í senn svo oft sem það er talið nauðsynlegt. Dauðadóm og „betrun“ er ekki hægt að ræða í sömu andrá fremur en ævilangt fangelsi án kosts á reynslu- lausn. Sama kann að gilda um aðra fangelsisþvingun um langa hríð, jafnvel í einangrun í smábúrum lung- ann af hverjum sólarhring. Víti til varnaðar En varnaðaráhrif þess að ríkisvaldið taki fast á af- brotum eru ótvíræð. Spurningin snýst þá um það hversu hart þurfi að ganga fram svo eftirsóttur árang- ur náist og þá um hina spurninguna hversu mild við- brögðin megi vera, en þó duga til í flestum tilvikum. Ef horft er til þess hve oft dæmdir morðingjar, sem fengið hafa lausn, hafa gerst sekir um sambærilegan verknað aftur á Norðurlöndum, þá verður ekki betur séð en að „mildi og mannúð“ í bland við refsingar vel- ferðarríkjanna, hafi ratað vandfundinn milliveg. Og eins verður ekki betur séð en þolendur verknaðarins sem sakfellt var fyrir umberi það a.m.k. hvernig ríkis- valdið standur að því að „ná fram hefndum“ fyrir þeirra hönd. Forysturíki fótar sig ekki Bandaríkin njóta aðdáunar vegna árangurs þeirra, frumkvæðis og stuðnings við frelsishugsjónir og fyrir að hafa tryggt sigur gagnvart ógeðslegum stjórn- arstefnum eins og þeim sem Hitler og Stalín voru ímynd fyrir. Kannski þess vegna eru velunnarar þessa mikla ríkis stundum dálítið undrandi yfir sumu sem þar þrífst. Þetta á við um réttarríkið og veika stöðu þeirra einstaklinga sem hafa lítil efni og eins hvernig handhafar ríkisvaldsins geta beitt ofurafli sínu til að ná öllu fram. Sumu af því verður ekki líkt við annað en bolabrögð gagnvart ákærðum mönnum. Mjög sérstakur saksóknari Robert Mueller var skipaður sem sérstakur saksókn- ari til að rannsaka meint samsæri Trumps og Pútíns í aðdraganda forsetakosninga, án þess að nokkurt tilefni hafi verið tilgreint. Saksóknarinn er oft í fréttum þessa dagana. Í tæp tvö ár hefur hann ásamt þéttum hópi saksóknara úr stuðningsliði demókrata „hinum 17 eitr- uðu“ eins og Trump kallar þá, verið að handtaka og yfirheyra menn sem komu eitthvað að kosningabar- áttu Trumps og þó stundum næsta lítið og reynt að fá þá með hótunum um málaferli og fangelsun vegna ann- arra málefna til að vitna gegn forsetanum. Furðumál gegn Flynn herforingja hefur ekki þokast neitt, en hann gafst upp á að standa í vörnum fyrir sig þegar hann sá að það stefndi í gjaldþrot hans og fjöl- skyldunnar innan fárra vikna. Manafort Nú er mál uppi gegn manni sem heitir Paul Manafort og starfaði sem kosningastjóri fyrir Trump í fáeina mánuði. Hugsanleg brot hans, sem Mueller er að rann- saka, koma Trump ekkert við. Þau snúast um skatta- og bankamál á árunum 2000-2008, hálfum öðrum ára- tug áður en Manafort kom til starfa í fáeina mánuði fyrir framboð Trumps. Manafort er nú haldið í fangelsi til að auka pressuna á hann og honum er hótað því að verða dæmdur í svo þunga refsingu að hann tæplega sjötugur maður ætti aldrei afturkvæmt lifandi út úr fangelsi. Meira að segja alríkisdómarinn í málinu,T. S. Ellis, sagði í opnu rétt- arhaldi að saksóknarinn hefði augljóslega engan áhuga á Manafort eða hugsanlegum brotum hans. Hann væri eingöngu að vinna að því að fá hann dæmdan til ára- tuga fangavistar til að geta notað þann ógnarvönd á manninn til að fá hann til að vitna gegn Trump um eitt- hvað sem saksóknarar vita ekki hvað er og þá fá að sleppa við refsingu vegna glæpa sem fullyrt er að séu svona alvarlegir! Á sama tíma er hinn sérstaki saksóknari að semja við demókrata, nátengda kosningabaráttu H. Clinton, sem hafa sömu eða sambærilegar ástæður og Manafort þessi til að hanga handan rimla í áratugi, um algjöra sakaruppgjöf finni þeir eitthvað eða fabúleri sem þeir geta vitnað um og geri saksóknaranum auðveldara að sakfella Manafort. Allt er þetta einkar ógeðfellt og fjarri hugmyndum raunverulegra lýðræðisríkja um það hvað réttarríkið sé og um hvað það snúist. Ankannalegar ákærur Mikið fjaðrafok varð þegar sami saksóknari, Robert Mueller, birti ákæru á hendur 12 mönnum, sem allir voru sagðir njósnarar rússneskra yfirvalda, fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á og skaða framgang kosninga í Bandaríkjunum haustið 2016. Það fjaðrafok varð ekki eins og ætla mætti vegna þess að saksóknarinn birti ákærurnar þremur dögum fyrir ætlaðan fund leiðtoga ríkjanna, sem engin efni stóðu til. Demókratar gripu ákærurnar glóðvolgar, gengu af göflunum eins og þeir hafa gert nær daglega síðan Hvenær ljúga leyni- þjónustur? Það er satt best að segja leyndarmál Reykjavíkurbréf03.08.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.