Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 21
5.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Farsæll ferill
Mesta verðlaunafé á einu stórmóti í tölvuleikjum var afhent á
heimsmeistaramótinu í Dota 2 sem haldið var í Seattle árið 2017,
en heildarupphæðin nam 24,6 milljónum bandaríkjadala eða 2,6
milljörðum króna. Langmestur hluti verðlaunafjárins á mótinu var
fjármagnaður af aðdáendum leiksins.
Verðlaunaféð skiptist á milli allra liðanna sem tóku þátt á
mótinu, og fengu sigurvegararnir í Team Liquid 10,8 milljónir dala
í sinn hlut eða um 1,1 milljarð króna.
Fyrirliði Team Liquid, Kuro „Kuroky“ Salehi Takhasomi, hefur á ferlinum sankað að
sér meira verðlaunafé en nokkur annar leikmaður, samanlagt ríflega 3,7 milljónum dala
eða sem nemur 399 milljónum króna.
Áhorf og þjóðarstolt
Mesta áhorf á tölvuleik var á lokaleik MSI
boðsmótsins í League of Legends í ár, þar sem
kínverska liðið Royal Never Give Up bar sigur
út býtum gegn suður-kóreska liðinu KingdragonX. Alls horfðu yfir 127 milljónir áhorf-
enda á lokaleikinn, þar af 126 milljónir frá Kína þar sem er gríðarmikill áhugi á leiknum.
Vinsæl samkoma
Fjölmennasti tölvuleikjaviðburður heims voru samfleytt mót
ESL og Intel sem haldin voru í Katowice í Póllandi árið 2017,
en þangað komu 173 þúsund manns í heildina til að horfa á
mót í fjölmörgum leikjum á borð við Counter-Strike: Global
Offensive, Starcraft og League of Legends.
Djúpir vasar
Fortnite hefur afl-
að sér gríð-
arlegra vin-
sælda á
skömmum
tíma, en
fyrr á árinu
tilkynntu Epic Games, framleiðendur leiksins,
að þeir myndu leggja fram 100 milljón dali, um
10,7 milljarða króna, í verðlaunafé fyrir keppn-
issenu leikjarins fyrir tímabilið 2018-2019. Þetta er
mun hærri upphæð en nokkurt annað fyrirtæki
hefur lagt til í verðlaunafé til þessa.
TILKOMUMIKLAR TÖLUR
Hæsta heildarverð-
launafé á keppnismóti
– milljarðar kr.
Hæsti einstaki vinningur
á keppnismóti
– milljarður kr.
Hæsta samanlagða
verðlaunafé einstaklings
– milljónir kr.
Hæsta framlag til
verðlaunafjár á ári
– milljarðar kr.
Mesta áhorf á
tölvuleikjaviðburð
– milljón áhorfendur
Mest mæting á
tölvuleikjaviðburð
– þúsund manns
173
127
10,7
399
2,6
mögulegan félagslegan og hugrænan ávinning.
Það bendir enn frekar til þess að við þurfum að
fjárfesta í innviðum með áherslu á ávinning og
hjálpa spilurum að eiga heilbrigt samband við
tölvuleiki. Að lokum þarf að stofna félag sem
styður við þessa menningu á Íslandi og getur
mótað stefnuna sem við viljum taka í framtíð-
inni og hjálpað núverandi og framtíðar íslensku
afreksfólki á þessu sviði að fóta sig í keppni er-
lendis. Miðað við hæfileikana sem eru hér til
staðar gætum við átt framtíðar heimsmeistara.“
Leikmenn framtíðarinnar
En hvaða ráðum ætti einstaklingur sem vill
verða atvinnumaður í tölvuleikjum að fylgja?
„Fyrst og fremst verður að nálgast þetta af al-
vöru.“ segir Ólafur. „Það er fullt af þekkingu
sem þú getur aflað þér með því að lesa þér til og
horfa á efni sem getur gefið þér nýjan skilning á
þá leiki sem þú ert að spila. Ofan á það þarftu
líka að vera hreinskilinn við sjálfan þig og hugsa
alltaf um hvernig þú getir bætt þig. Hvað get ég
gert betur? Svo er líka mikilvægt að vera hollur
og heilbrigður. Magnús Carlsen, heimsmeistari
í skák, hefur sagt að margir sigrar sínir séu til-
komnir vegna þess að hann sé í betra formi en
andstæðingur sinn. Ef þú vilt verða af-
burðamaður í tölvuleikjum er ekki aðal-
atriðið að spila mikið, heldur snjallt.“
Team Liquid fagnar sigri á
heimsmeistaramótinu í
Dota 2 árið 2017.
Lokaleikirnir á heimsmeistaramótinu í
League of Legends 2017 voru haldnir
á stærsta leikvangi Kína í Peking, en
hann rúmar áttatíuþúsund manns.
Ljósmynd/Riot Games
Ljósmynd/Valve
1,1