Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 28
FERÐALÖG Þeir sem ferðast til Óman ættu að hafa í huga aðklæða sig virðulega og hylja axlir sínar og fætur niður að hnjám. Í moskum þurfa konur einnig að hylja hárið. Hyljið axlir og læri 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.8. 2018 Dúbaí er eitt sjö furstadæm-anna sem heyra undir Sam-einuðu arabísku furstadæm- in. Þar hefur Karólína Einarsdóttir verið búsett ásamt fjölskyldu sinni síðastliðin fjögur ár. Fjölskyldan er dugleg að ferðast og hefur meðal ann- ars farið þrisvar til Óman, sem Karól- ína mælir eindregið með fyrir þá sem leggja leið sína til Dúbaí. „Þangað er mjög gaman að koma; sérstaklega ef fólk langar að sjá eitthvað öðruvísi og frábrugðið háhýsunum, marmara og skínandi gulli í Dúbaí.“ Munur á norðri og suðri „Frá Dúbaí er þetta ekki nema um fimm tíma akstur, hvort heldur sem er til Múskat í Suður-Óman, eða Mus- andam í norðri. Og akstursleiðin er mjög falleg. Þegar farið er norður til Musandam er keyrt meðfram sjón- um, upp yfir fjall og svo kemur maður niður hinum megin í Khasab.“ Hún segir ágætt að gera ráð fyrir um það bil klukkutíma stoppi við landamærin þar sem þurfi að stimpla vegabréfin og greiða smávegis gjald. Karólína hefur bæði komið til Norður- og Suður-Óman og segir töluverðan mun á þessum tveimur stöðum. „Í norðurhluta Óman er mik- il og falleg náttúra en það er mjög mikið fjalllendi og mikið grýtt. Það er ekki mikið grænt þarna. Þar eru pínulítil þorp og einstök hús niðri við sjóinn þar sem fólk býr ennþá.“ Kar- ólína segir að ennþá finnist rafmagns- laus þorp þarna og þetta geti því ver- ið frekar frumstætt. Suður-Óman segir hún hafa verið töluvert öðruvísi. „Þar var svolítið öðruvísi menning, annars konar hús og heimili. Mér heyrðist líka á heima- mönnum að þeim þætti mikill munur þarna á, kannski svolítið eins og Ís- lendingar tala í gríni um muninn á Reykvíkingum og Akureyringum,“ segir Karólína og hlær. „En í suður- hlutanum eru ógrynnin öll af söfnum og menn hafa greinilega staðið sig mjög vel í að varðveita sögu lands- ins.“ Í Norður-Óman sigldi fjölskyldan meðal annars á bát, svokölluðum Dhow eins og hann heitir á arabísku. „Þetta eru gamlir bátar sem voru smíðaðir og meðal annars notaðir til að sigla frá arabísku löndunum til Indlands og til baka. Við leigðum okkur Dhow og sigldum eftir firð- inum á milli fjallanna en það er kallað hinir norsku firðir Ómans. Þetta eru djúpir firðir þar sem er hægt að sjá höfrunga, hákarla og síðan er hægt að kafa og sjá alls konar skrautlega fiska. Það er hægt að gista á bátnum, úti undir berum himni, en í eitt skipt- ið gistum við í tjaldi á ströndinni með vinafólki og það var skemmtileg upp- lifun,“ segir Karólína. Skipverjarnir hafi eldað ómanskan mat um borð og frætt þau um land og þjóð og sína sögu. Í borginni Múskat í Suður-Óman Ljósmyndir/Úr einkasafni Fyrir utan höllina í Múskat. Þar býr soldáninn við sjávarsíðuna, með sína innsiglingu og varðturna. Einn margra varðturna í Múskat sem Karólína segir Óman þekkt fyrir. Ómanar þurftu oft að verjast árásum af sjónum og stóðu vaktina í varðturnunum. Ekki bara marmari og skínandi gull Óman er töluvert frábrugðið furstadæminu Dúbaí þar sem glæsileg háhýsi gnæfa yfir allt og lifnaðarhættirnir eru ríkmannlegir. Karólína Einarsdóttir mælir með því að þeir sem leggja leið sína til Dúbaí heimsæki Óman í leiðinni, þar sé náttúrufegurðin mikil og Ómanar góðir gestgjafar. Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is Karólína Einarsdóttir hefur verið búsett í Dúbaí síðastliðin fjögur ár. Hún mælir með því að þeir sem leggi leið sína þangað heim- sæki Óman en þangað er um fimm klukku- stunda akstur frá Dúbaí. Þangað sé gaman að koma og landið töluvert frábrugðið því sem hún eigi að venjast frá Dúbaí.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.