Fréttablaðið - 18.10.2018, Qupperneq 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN
JEEP COMPASS LIMITED®
jeep.is
UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
®
EINI JEPPINN Í ÞESSUM STÆRÐARFLOKKI SEM BÝÐUR UPP Á LÁGT DRIF.
Jeep
®
Compass er útbúinn með alvöru fjórhjóladrifi: Jeep
®
Active Drive, sem gerir ökumanni kleift að velja um fjórar drifstillingar sem taka mið af
akstursundirlagi hverju sinni, Auto, Snow, Sand og Mud ásamt því að læsa milli fram- og afturdrifs í Limited og til viðbótar í Trailhawk er fimmta
stillingin Rock ásamt lágu drifi. 2.0 lítra dísel 140 hö. eða 170 hö. og 170 hö. bensínvél. 9 gíra sjálfskipting.
Litli bróðir Jeep® Grand Cherokee.
JEEP® 7 DAGA VIKUNNAR. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF.
ÖRFÁIR BÍLAR EFTIR Á GAMLA GENGINU
ALÞINGI „Ég er sannfærð um að með
eðlilegum leikreglum munum við
sjá markaðinn blómstra og verða
sterkari með aukinni nýsköpun og
fjölbreytni,“ segir Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Hún hefur ásamt þingflokki sínum
og tveimur þingmönnum Pírata lagt
fram frumvarp á Alþingi um viða
miklar breytingar á búvörulögum.
Er í frumvarpinu lagt til að undan
þágur mjólkuriðnaðar frá sam
keppnislögum verði afnumdar og
að verðlagsnefnd búvara verði lögð
niður. Markmið flutningsmanna er
að auka frelsi og sjálfræði framleið
enda til markaðssetningar á afurðum
sínum á innlendum og erlendum
mörkuðum.
„Þetta eru mjög eðlilegar breyt
ingar að gera á 21. öldinni, það er
með ólíkindum að það ríki ekki full
samkeppni í mjólkuriðnaði. Ég bind
nú ekki miklar vonir við að Fram
sóknarflokkarnir þrír í ríkisstjórn
breyti miklu. Þeir hafa allir mikil
tengsl við mjólkuriðnaðinn og ég
hef fundið það á skömmum tíma í
stjórnarandstöðu að það er lítill vilji
til að breyta þessu,“ segir Þorgerður.
Hún vonast þó til að frjálslynd
öfl á Alþingi þori að taka sig saman.
„Þeir flokkar sem kenna sig við frelsi
og frjálsa samkeppni þurfa sérstak
lega að útskýra það af hverju þeir
vilji ekki breyta kerfinu.“
Þá segir Þorgerður að ítrekuð álit
Samkeppniseftirlitsins um mjólkur
iðnaðinn þurfi að taka alvarlega.
„Álit Samkeppniseftirlitsins eru ekki
einhver konfektkassi fyrir stjórnvöld
að velja úr.“
Arnar Árnason, formaður Lands
sambands kúabænda, segir ekki
óeðlilegt að þessir flokkar leggi fram
svona frumvarp í nafni frelsis og
frjálshyggju. „Það þarf samt að hafa í
huga að landbúnaður býr hvergi við
algert viðskiptafrelsi. Allar þjóðir
styðja við landbúnað á einhvern
hátt, hvort sem það er með tollum
eða einhvers konar takmörkunum á
innflutningi.“
Þannig gangi það ekki upp að gera
viðskipti með landbúnaðarvörur
alveg frjáls hér meðan það sé ekki
gert annars staðar.
„Við bændur sláum ekki hendinni
á móti samkeppni og endurskoðun á
starfsumhverfi okkar. Það eina sem
við förum fram á er að sanngirni sé
gætt og að ekki verði teknar ákvarð
anir í fljótfærni. Ég held að bændur
séu almennt sáttir við kerfið en land
búnaðarkerfi eiga að vera í sífelldri
endurskoðun.“
Þá bendir hann á að sjálfræði
bænda til markaðssetningar séu
engin takmörk sett. „Það er algeng
ur misskilningur í umræðunni að
mönnum séu settar skorður við
framleiðslu og markaðssetningu. Það
eru engar skorður á því.“
sighvatur@frettabladid.is
Vonar að hin frjálslyndari öfl á
Alþingi þori að taka sig saman
Þingflokkur Viðreisnar auk tveggja þingmanna Pírata hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagðar
eru til viðamiklar breytingar á búvörulögum. Er frumvarpinu ætlað að auka frelsi og sjálfræði framleiðenda.
Formaður Landssambands kúabænda bendir á að landbúnaður búi hvergi við algjört viðskiptafrelsi.
Mjólkuriðnaðurinn er undanskilinn ákvæðum samkeppnislaga hvað varðar samráð. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Það þarf samt að
hafa í huga að
landbúnaður býr hvergi við
algert viðskiptafrelsi.
Arnar Árnason, formaður
Landssambands kúabænda
VIðskIptI Íbúðaverð hækkar um 8,2
prósent á þessu ári gangi spá grein
ingardeildar Íslandsbanka eftir. Spáð
er 5,5 prósenta hækkun á næsta ári
og 4,4 prósenta hækkun árið 2020.
Greining Íslandsbanka segir að aldr
ei hafi verið erfiðara að kaupa fyrstu
eign miðað við laun.
Greining Íslandsbanka hefur tekið
saman viðamikla skýrslu um íbúða
markaðinn hér á landi. Þar kemur
fram að hlutfall íbúðaverðs og launa
hafi verið um tíu prósent yfir lang
tímameðaltali á síðastliðnu ári. Til
samanburðar fór hlutfallið hæst í 29
prósent yfir meðaltal í síðustu upp
sveiflu og var því talsvert erfiðara að
kaupa húsnæði þá en í dag miðað
við laun.
„Hlutfall launa aðila á algengum
fyrstu kaupa aldri og verðs á smærri
eignum var um 31 prósent yfir lang
tímameðaltali á síðastliðnu ári og
hefur það aldrei verið hærra,“ segir
jafnframt í greiningunni. – smj
Fyrstu kaup
aldrei erfiðari
Íbúðir í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI
ReykjAVík Borgarbúar ganga nú til
kosninga á vefnum hverfidmitt.is
um ýmsar framkvæmdir í hverfum
Reykjavíkur en þetta er í sjöunda
sinn sem slík íbúakosning fer fram á
vegum borgarinnar.
Borgin leggur 450 milljónir til
verkefnisins í ár og hefur þeirri fjár
hæð verið skipt á milli hverfana eftir
fjölda íbúa.
Íbúar sem eru eða verða 15 ára á
árinu hafa kosningarétt en hingað til
hefur aldurstakmarkið verið 16 ár.
Forval verkefna hefur þegar farið
fram og kosið er á milli verkefna sem
komust í gegnum fyrri síu.
Meðal verkefna sem kjósa má um
í flestum hverfum eru gönguþveranir
gatna, vatnspóstar, endurbætur á
göngustígum, leik og sparkvöllum,
fjölnota hreysti og klifursvæði,
þurrgufuböð við sundlaugar, nýjar
ruslafötur og fleira.
Auk framangreindra verkefna gefst
íbúum í Grafarvogi kostur á að kjósa
um rafræna vöktun við innganga í
hverfið sem kosta myndi 33 millj
ónir, íbúar í Vesturbænum geta kosið
um hundagerði við Vesturbæjarlaug
fyrir 4 milljónir og Árbæingar gætu
varið sömu fjárhæð í deilihjólastæði.
Snjallvæðing Breiðhyltinga
vekur athygli en þeir gætu kosið
sér hleðsluskápa fyrir snjalltæki og
snjallbekki til að setjast á meðan
hlaðið er.
Íbúar Grafarholts geta kosið sér
meira skjól með auknu fé til gróður
setninga og íbúar Hlíða kosið bætt
aðgengi að stríðsminjum í Öskjuhlíð
og tjörn á Klambratúni. Kjalnesingar
kosið að virkja vindinn með vind
myllu fyrir 4 milljónir. Þeir eiga þess
einnig kost að auka rafræna vöktun
í sínu hverfi líkt og Grafarvogsbúar.
Kosningin hófst í gær og fer fram
á vefnum hverfidmitt.is. Íbúar hafa
allan októbermánuð til að kjósa. – aá
Borgarbúar kjósa um rafrænt eftirlit og ýmsar umbætur í hverfum
Kjósa má um öflugra eftirlit í helstu
úthverfum. FRÉTTABLAÐIÐ/AnTon BRInK
1 8 . o k t ó b e R 2 0 1 8 F I M M t U D A G U R4 F R é t t I R ∙ F R é t t A b L A ð I ð
1
8
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
1
B
-3
B
B
4
2
1
1
B
-3
A
7
8
2
1
1
B
-3
9
3
C
2
1
1
B
-3
8
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
1
7
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K