Fréttablaðið - 18.10.2018, Side 24

Fréttablaðið - 18.10.2018, Side 24
Við, konur á Íslandi, njótum þeirra forréttinda að hér á landi býðst okkur reglu- bundin skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Skimunin hefur dregið mjög úr tilfellum leg- hálskrabbameina hér á landi og á einnig verulegan þátt í því að dreg- ið hefur úr dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina. Þátttaka kvenna í skimun fyrir krabbameinum hefur því miður farið minnkandi undanfarin ár. Þessari þróun vill Krabbameins- félagið snúa við. Niðurstöður kannana sem félagið hefur gert benda til þess að helsta ástæðan fyrir minnkandi þátttöku í skimun sé framtaksleysi eða frestun. Við- brögð við nýlegri auglýsingaherferð Leitarstöðvar Krabbameinsfélags- ins og áminningu í Bleiku slaufunni hafa þó verið mjög góð og bók- unum í skimun hefur fjölgað mjög mikið. En betur má ef duga skal og finna þarf leiðir sem auka þátttöku kvenna til langframa. Krabbameinsfélagið vill, í sam- vinnu við kvennahópa af hvaða tagi sem er, um land allt, hvetja konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð um það. Samstöðukraftur kvenna er magnaður og reynslu- sögur kvenna sem tóku þátt í ljós- myndasýningu Bleiku slaufunnar (og lesa má á bleika slaufan.is) vitna um dýrmætan stuðning vinkvenna við greiningu og í krabbameins- meðferð. Í Bleiku slaufunni biðlar Krabbameinsfélagið til kvenna- hópanna og býður þeim að taka saman höndum við félagið um að auka þátttöku kvenna í skimun. Hóparnir skrá sig á bleikaslaufan. is og tvisvar til þrisvar á ári fær hver hópur sendan tölvupóst frá félag- inu með áminningu um að hvetja sínar konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Einnig fylgir með fræðsla um þætti í daglegu lífi sem geta dregið úr líkum á að fá krabba- mein. Á Íslandi býðst konum á aldrin- um 23-65 ára skimun fyrir krabba- meini í leghálsi, á tveggja ára fresti og á aldrinum 40-69 ára skimun fyrir krabbameini í brjóstum, á þriggja ára fresti. Frekari upplýs- ingar um skimun má sjá á heima- síðu félagsins, krabb.is. Á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands taka sérþjálfaðar ljósmæður öll leghálsstrok og kvengeislafræð- ingar taka röntgenmyndir af brjóst- um. Skoðanirnar taka stuttan tíma, biðtími er mjög lítill og að jafnaði líða einungis 10-15 mínútur frá því að konur koma í hús þar til þær eru farnar út aftur. Ertu búin að skrá hópinn þinn? Einn hópur verður dreginn út þann 22. október og fær veglegan glaðn- ing. Um þessar mundir erum við Íslendingar að ráðast í eina stærstu og mikilvægustu framkvæmd er varðar uppbygg- ingu heilbrigðiskerfis þjóðarinnar. Skóflustungur að nýjum meðferðar- kjarna voru teknar um liðna helgi. Margt merkra kvenna og karla kom þar að. Í nýlegum föstudagspistli for- stjóra Landspítalans kom fram að 130 einstaklingar liggja á Landspítal- anum sem hafa þegar fengið grein- ingu og meðferð en bíða hjúkrunar- heimilis eða annarra úrræða. Þetta er auðvitað ástand sem við getum ekki sætt okkur við og ástæðurnar eru æði margar. Í fyrsta lagi eru þessir sjúklingar kynslóðin sem fæddist á millistríðs- árunum og kom okkur áfram og byggði þetta land upp í þeirri mynd sem það er í dag. Með því að liggja á bráðadeild sjúkrahúss í stað þess að njóta endurhæfingar og hjúkrunar við hæfi eru þessir einstaklingar alls ekki að fá þá heilbrigðisþjónustu sem þeim ber. Þau eiga mun betra skilið. Í öðru lagi er um háskólasjúkrahús að ræða þar sem kennsla heilbrigðis- stétta fer fram og vísindastarf á að blómstra en ekki hjúkrunarheimili. Í þriðja lagi er vandinn skortur á hjúkrunarfræðingum og að inn- lagnarplássum er fækkað því ekki finnst fólk til að starfa á deildum sjúkrahússins. Fréttir af fyrirhugaðri lokun hjartagáttar þann 1. des. nk. bera vitni um það. Mönnunarvandinn Það er mikilvægt að velta því fyrir sér af hverju þessi mikli mönnunar- vandi er til kominn. Þegar ég var læknanemi fyrir þremur áratugum voru fréttir fluttar af því að tekist hefði að stytta biðtíma á slysadeild Borgarspítalans niður í 55 mínútur og í sömu frétt var talað um að allar stöður hjúkrunarfræðinga á sjúkra- húsinu væru mannaðar og sumar deildir jafnvel yfirmannaðar. Nú er tíðin önnur. Hvers vegna hafa hjúkrunarfræð- ingar valið að leita í önnur störf sem eru betur greidd, álagið minna og vinnutíminn styttri? Þessari þróun verður að snúa við. Tryggja þarf að þeir sem hafa menntað sig til þess að sinna hjúkrun hafi löngun til að starfa á stærsta vinnustað landsins. Í raun ætti það að vera eftirsóknar- vert að fá að starfa á slíkum stað. Allt frá hruni hefur starfsfólkið á gólfinu verið látið hlaupa hraðar og álagið aukist jafnt og þétt með auknum samdrætti. Þá leitar fólk auðvitað í önnur störf. Einnig hafa kærumál fælt fólk frá því að vinna við þessi ábyrgðarmiklu störf. Stjórnvöld verða að átta sig á þess- ari þróun og gera allt sem þau geta til að hlúa að þeim dýrmæta mann- auði sem í heilbrigðiskerfinu starfar. Til að leita lausna og losa um þá stíflu sem stöðugt er fjallað um í fréttum gætum við tekið upp skand- inavískar aðferðir. Þar tíðkast víða að þegar sjúklingur er útskriftarfær þá ber sveitarfélagi viðkomandi að veita honum þjónustu. Ef það er ekki gert þá koma til dagsektir. Auð- vitað þarf þá að tryggja sveitarfélög- um fjármagn til að byggja hjúkrun- arheimili og tryggja mönnun þeirra. Foreldrar okkar eiga það sannarlega skilið að þeirra umönnun sé fyrsta flokks. Íslenska heilbrigðiskerfið þarf á öllum íslenskum hjúkrunarfræð- ingum að halda. Til að fá þá hátt í þúsund hjúkrunarfræðinga sem í dag sinna öðrum störfum aftur til starfa þarf að minnka vinnuálag, styðja við þá sem í áföllum lenda í sínu starfi en ekki bregðast við með ásökunum og ákærum. Hækka þarf launin í samræmi við almennan vinnumarkað en þar sefur fólk oft- ast heima hjá sér og á frí á rauðum dögum en við sem störfum í heil- brigðiskerfinu gerum það ekki. Nú þegar farið verður að höggva í klöppina við Hringbraut og byggja meðferðarkjarnann er það einlæg von mín að þeir sem til okkar leita komist þangað greiðlega. Einnig að ónæði af framkvæmdunum trufli ekki meðferð og líðan sjúklinga. Síð- ast en ekki síst er mikilvægt að þeir sem vinna á gólfinu fái nákvæmar upplýsingar um hvað í vændum sé og hvenær truflun og hávaði verði, því annars leitar fólk í önnur störf, það höfum við áður séð. Megi okkur auðnast að komast í gegnum þessar framkvæmdir án skaða. Megi hjúkr- unarheimilið LSH verða háskóla- sjúkrahús þar sem fólk fær greiða þjónustu en bíður ekki á bráðadeild eftir betri úrræðum. Hjúkrunarheimilið LSH Ebba Margrét Magnúsdóttir formaður lækna- ráðs Landspítala Virkjum vináttuna! Ertu búin að skrá hópinn þinn? Halla Þorvaldsdóttir framkvæmda- stjóri Krabba- meinsfélags Íslands Ákominn heilaskaði er algengasta fötlun ungs fólks á Íslandi í dag. Af þeim 1.000-1.500 einstaklingum sem hljóta heilaáverka á hverju ári hér á landi eru um 350 einstaklingar sem glíma við langvarandi afleið- ingar og jafnvel fötlun vegna þessa. Ákominn heilaskaði er flokkaður sérstaklega einkum vegna orsaka og alvarleika hans, því eru ekki til- vik heilablóðfalla og heilabilana með í þessum tölum svo fjöldinn er mun meiri ef þau eru tekin inn í reikninginn. Meirihluti þessara einstaklinga sem hljóta ákominn heilaskaða sitja eftir án greiningar, meðferðar og eftirfylgni á þessari ósýnilegu fötlun sinni. Heilaskaði Ljóta orðið, heilaskaði Stefán John Stefánsson verkefnastjóri Hugarfars er oft nefndur „hinn þögli faraldur“ því um dulda fötlun er að ræða þar sem hún sést ekki utan á fólki. Þess vegna er heilaskaði vangreindur og fjöldi fólks er að glíma við afleið- ingar heilaskaðans sem má rekja til slyss, falls, umferðar óhapps eða margvíslegra sjúkdóma. Þeir einstaklingar sem fá grein- ingu sitja uppi með þetta ljóta orð yfir fötlun sína, „heilaskaði“. Fötlun sem er jú annað ljótt orð sem ein- staklingar með heilaskaða upplifa í mótsögn við eigin spegilmynd sem er oft óbreytt, hvergi er plástra að sjá né gifs, engar slöngur sýnilegar og enn kunna þessir einstaklingar að telja upp á 10 aftur á bak. En síðan er allt hitt, allt sem ekki sést utan á fólki með heilaskaða: verkir, þol-þróttleysi, minnistap, einbeitingarskortur, persónuleika- breytingar, skapbreytingar og þessi mikla þreyta sem bugar marga ein- staklinga með ákominn heilaskaða. Heilaskaði er stórt og mikið orð yfir mjög víðtæka fötlun, allt frá vægum heilaáverkum í alvarlegan heilaskaða sem hefur þau áhrif að einstaklingar geta ekki búið sjálf- stætt. Það á við um heilaskaða líkt og aðra falda sjúkdóma að það er ekki fyrr en einstaklingurinn játar veik- leika sína sem hann getur eflt og gert þá að styrkleikum sínum. Til að leita lausna og losa um þá stíflu sem stöðugt er fjallað um í fréttum gætum við tekið upp skandinav­ ískar aðferðir. Þar tíðkast víða að þegar sjúklingur er útskriftarfær þá ber sveitar­ félagi viðkomandi að veita honum þjónustu. Ef það er ekki gert þá koma til dag­ sektir. Krabbameinsfélagið vill, í samvinnu við kvennahópa af hvaða tagi sem er, um land allt, hvetja konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð um það. Heilaskaði er oft nefndur „hinn þögli faraldur“ því um dulda fötlun er að ræða þar sem hún sést ekki utan á fólki. Þess vegna er heila­ skaði vangreindur og fjöldi fólks er að glíma við afleið­ ingar heilaskaðans sem má rekja til slyss, falls, umferðar­ óhapps eða margvíslegra sjúkdóma. Íslendingar búa við einstakar aðstæður. Við búum á einangr-aðri eyju í miðju Atlantshafi, langt er í næstu lönd og við höfum ekki hefð fyrir því að senda unga fólkið okkar í stríð. Við gætum nýtt þær einstöku aðstæður til að verða öðrum samfélögum fyrirmynd í friðarmálum, hafna því að taka þátt í nokkru hernaðarbrölti og verða viti friðsamlegra samskipta í heimi þar sem rökkur virðist vera að bresta á í ýmsum milliríkjasam- skiptum. Því miður erum við aðilar að hernaðarbandalaginu Nató og nú hefur sú staðreynd kallað yfir okkur heræfingar. Hóp tindáta sem munu fara um náttúru Íslands á æfingum við að verða betri hermenn. Betri í að drepa annað fólk. Heræfingar eiga ekki heima á Íslandi almennt, landi sem af og til stærir sig af herleysi. Heræfingar eiga hins vegar alls ekki heima í íslenskri náttúru, viðkvæm sem hún er og æ ásetnari af fjölda gesta sem sækja landið heim í friðsamlegum tilgangi. Um helgina munu fara fram her- æfingar í Þjórsárdal. Mörg hundruð hermenn munu fara þar um og æfa sig. Mikið hefur verið gert úr því að þetta sé nú varla æfing, eiginlega bara sveitaferð fyrir hermennina. Bússubúðir (bootcamp) sem séu ósköp saklausar. En það er ekkert saklaust við heri. Herir eru gangandi mengunar- slys, fyrir utan allt annað slæmt sem þeim fylgir, og það er óásættanlegt að þeim sé vísað á svæði eins og Þjórsárdal. Mikil uppræktun hefur átt sér þar stað, enda veitir ekki af þar sem Hekla hefur reglulega dreift ösku og vikri yfir stór landsvæði. Svo rammt hefur að því kveðið að byggðin lagðist í eyði árið 1104 og hefur aldrei náð sér á sama strik síðan. Hundruð hermanna að þramma þar um í hóp er ekki það sem nátt- úran þarf á að halda. Hermenn í tin- dátaleik að ímynda sér að bak við næstu blöðku liggi óvinur í leyni, að við Rauðukamba sé Rússa að finna, það þurfi að ná Stöng á sitt vald eða jafnvel verja leiðina að Háafossi. Það hlýtur að vera skýlaus krafa að hermennirnir fari ekki um við- kvæm svæði, stundi engan utan- vegaakstur og haldi sig á göngu- stígum. Og ef svo verður gert, þá má velta því fyrir sér hvað þeir eru að gera á þessu svæði, hvaða þjálfun er í því fólgin og hvort þeir ættu ekki bara að halda sig heima hjá sér? Tindátaleikur Kolbeinn Ótt­ arsson Proppé þingmaður Vinstri grænna Hermenn í tindátaleik að ímynda sér að bak við næstu blöðku liggi óvinur í leyni, að við Rauðukamba sé Rússa að finna, það þurfi að ná Stöng á sitt vald eða jafnvel verja leiðina að Háafossi. 1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 8 F I M M t U D A G U r24 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð 1 8 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 B -6 D 1 4 2 1 1 B -6 B D 8 2 1 1 B -6 A 9 C 2 1 1 B -6 9 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.