Fréttablaðið - 18.10.2018, Page 28

Fréttablaðið - 18.10.2018, Page 28
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Tímabilið á milli heims-styrjaldanna tveggja hefur oft verið talið gullaldartími franskrar tísku. Á þessum tíma komu fram miklar breytingar og umbætur í fatatísku kvenna. Frönsku tískuhúsin fundu nýja viðskiptavini í röðum Hollywood- stjarna og erfingja bandarískra auðkýfinga. Konur gengu lengra í klæðnaði sínum en áður hafði þekkst. Kjólarnir styttust upp að hnjám og konur fóru að sjást í buxum. Coco Chanel var sannkallaður brautryðjandi í kventísku. Nútíma- leg viðhorf hennar gerðu hana að einni mikilvægustu persónu í fatahönnun á 20. öldinni. Hún setti ný viðmið í fegurð og glæsileika sem enn í dag hafa áhrif. Á þessum árum voru frægustu fatahönnuðir dagsins í dag að fæðast. Þar má nefna Karl Lagerfeld sem er 85 ára, Valentino, 86 ára, Giorgio Armani, 84 ára, Ralph Lauren, 79 ára, Calvin Klein, 76 ára, Issey Miyake, 80 ára, og Pierre Cardin, 96 ára. Það er í rauninni stórmerkilegt hversu langa sögu þessir herramenn eiga í tískuheiminum. Næsta kynslóð karlkyns tísku- Gamlingjar stýra tískunni Karl Lagerfeld, sem er orðinn 85 ára, á langan feril að baki. Ralph Lauren sem verður áttræður á næsta ári. Valentino er 86 ára og alltaf vinsæll. Pierre Cardin hefur starfað lengi við hönnun og er orðinn 96 ára gamall. Giorgio Armani er 84 ára. Calvin Klein er 76 ára. Japanski hönnuðurinn Issey Miyake er áttræður og gefur ekkert eftir. Þeir sem stjórna tískuheiminum eru að stórum hluta gamlir karlar. Frægustu tískuhönnuðirnir eru flestir orðnir háaldraðir þótt þeir beri sig enn vel og fylgist vel með því nýjasta. hönnuða er líka farin að eldast, það eru til dæmis Jean Paul Gaultier, 66 ára, Tommy Hilfiger, 67 ára, Tom Ford, 57 ára, Michel Kors, 59 ára, og Marc Jacobs, 55 ára. Margar konur koma líka að tískunni með afgerandi hætti en fáar hafa verið jafnlengi að og herrarnir. Vivienne Westwood, 77 ára, hefur skapað sér fágaðan stíl, sömuleiðis Jil Sander, 75 ára, Diane von Furstenberg, 72 ára, og Vera Wang, 69 ára, svo einhverjar séu nefndar. Sonia Rykiel hafði sömu- leiðis mikil áhrif á tískuheiminn ásamt Yves Saint Laurent og Oscar de la Renta sem öll eru látin. Vissulega eru yngri konur á borð við Donnu Karan, Victoriu Beck- ham og Stellu McCartney sannar- lega vinsælar í tískuheiminum. París hefur alltaf verið alþjóðleg miðstöð tískunnar og þar var fyrsta tískuvikan haldin. Eftir 1950 breyttist tískan mikið og sérstakur unglingastíll leit dagsins ljós. Hippa-tískan birtist á sjöunda áratugnum og gallabuxur urðu allsráðandi hjá báðum kynjum. Um leið og tískan varð almennari hjá venjulegum borgurum fjölgaði tískuhúsum en ekki síður tísku- búðum með ódýrari tískuvarning. Frægustu merkin halda þó uppi heiðri nýjustu tískunnar hverju sinni og eiga sér fjölda aðdáenda og fastra viðskiptavina, ekki síst í heimi ríka og fræga fólksins. SMÁRALIND Ver ð: 1 7.49 0 k r. Ver ð: 8 .99 0 k r. Ver ð: 5 .99 0 k r. Ver ð: 1 1.99 0 k r. CASUAL & COSY Ver ð: 1 5.49 0 k r. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . o K tÓ B e R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 8 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 B -5 4 6 4 2 1 1 B -5 3 2 8 2 1 1 B -5 1 E C 2 1 1 B -5 0 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.