Fréttablaðið - 18.10.2018, Side 42
Afturelding - ÍBV 28-28
Afturelding: Tumi Steinn Rúnarsson 7/2,
Elvar Ásgeirsson 6, Birkir Benediktsson 4,
Einar Ingi Hrafnsson 2, Sturla Magnússon
2, Gunnar Kristinn Þórsson 2, Böðvar Páll
Ásgeirsson 1, Emils Kurzemniesk 1, Júlíus
Þórir Stefánsson 1, Árni Bragi Eyjólfsson 1,
Finnur Ingi Stefánsson 1/1.
ÍBV: Kristján Örn Kristjánsson 7, Kári
Kristján Kristjánsson 6/4, Hákon Daði
Styrmisson 5, Fannar Þór Friðgeirsson 5,
Theodór Sigurbjörnsson 2, Sigurbergur
Sveinsson 1, Elliði Snær Viðarsson 1, Grétar
Þór Eyþórsson 1.
Selfoss - Valur 28-24
Selfoss: Elvar Örn Jónsson 6, Haukur
Þrastarson 6, Hergeir Grímsson 5, Atli Ævar
Ingólfsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 2,
Guðjón Baldur Ómarsson 2, Richard Sæþór
Sigurðsson 1, Einar Sverrisson 1/1, Guðni
Ingvarsson 1.
Valur: Vignir Stefánsson 5, Anton Rúnars-
son 5/2, Magnús Óli Magnússon 4, Úlfar Páll
Þórðarson 3, Agnar Smári Jónsson 2, Orri
Freyr Gíslason 1, Sveinn Aron Sveinsson
1, Alexander Örn Júlíusson 1, Róbert Aron
Hostert 1.
Efri
Selfoss 9
FH 7
Haukar 7
Valur 7
Afturelding 6
Fram 5
Neðri
ÍBV 4
KA 4
Grótta 3
ÍR 2
Akureyri 2
Stjarnan 2
Nýjast
Olís-deild karla
Breiðablik - Haukar 60-70
Breiðablik: Ragnheiður Björk Einarsdóttir
20, Kelly Faris 15/9 fráköst/7 stoðsending-
ar/6 stolnir, Björk Gunnarsdótir 14, Sóllilja
Bjarnadóttir 5, Isabella Ósk Sigurðardóttir
2, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2, Anita Rún
Árnadóttir 2.
Haukar: LeLe Hardy 27/11 fráköst/9 stoð-
sendingar/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir
15/10 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8,
Bríet Lilja Sigurðardóttir 6, Karen Lilja Owo-
labi 4, Magdalena Gísladóttir 3, Rósa Björk
Pétursdóttir 3, Eva Margrét Kristjánsdóttir
2, Anna Lóa Óskarsdóttir 2.
Keflavík - Skallagr. 75-65
Keflavík: Brittanny Dinkins 25/11 fráköst/9
stoðsendingar/7 stolnir, Bryndís Guð-
mundsdóttir 15, Birna Valgerður Benón-
ýsdóttir 13/7 fráköst, Erna Hákonardóttir
8, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7, Katla Rún
Garðarsdóttir 5, Irena Sól Jónsdóttir 2.
Skallagrímur: Bryesha Blair 21, Shequila
Joseph 20/11 fráköst, Maja Michalska 15/8
fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7/8 frá-
köst, Ines Kerin 2.
Stjarnan - Snæfell 53-62
Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 20/13
fráköst/7 stoðsendingar, Jóhanna Björk
Sveinsdóttir 8/7 fráköst, Bríet Sif Hinriks-
dóttir 7/6 fráköst, Alexandra Eva Sverris-
dóttir 6/7 fráköst, Maria Florencia Palacios
5, Ragnheiður Benónísdóttir 4/11 fráköst,
Sólrún Sæmundsdóttir 3.
Snæfell: Angelika Kowalska 15/8 fráköst,
Kristen Denise McCarthy 14/11 fráköst,
Berglind Gunnarsdóttir 13, Katarina
Matijevic 9, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8/11
fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3.
Valur - KR 52-64
Valur: Brooke Johnson 15/9 fráköst, Ásta
Júlía Grímsdóttir 8/11 fráköst, Dagbjört
Dögg Karlsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir
6/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 5, Berg-
þóra Holton Tómasdóttir 5, Simona Podes-
vova 4/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 3.
KR: Orla O’Reilly 26/9 fráköst, Kiana
Johnson 20/16 fráköst/6 stoðsendingar,
Unnur Tara Jónsdóttir 11, Perla Jóhanns-
dóttir 3, Vilma Kesanen 3, Eygló Kristín
Óskarsdóttir 1.
Efri
Snæfell 6
KR 4
Haukar 4
Stjarnan 4
Neðri
Valur 2
Keflavík 2
Skallagrímur 2
Breiðablik 0
Domino’s-deild kvenna
Frjálsar íþróttir Guðbjörg Jóna
Bjarnadóttir, spretthlaupari úr ÍR,
kórónaði frábært ár sitt með því að
tryggja sér gullverðlaun í 200 metra
hlaupi á Ólympíu leikum ungmenna
í Buen os Aires í Argentínu í gær-
kvöldi.
Guðbjörg Jóna bætti Íslandsmet
sitt í greininni tvívegis á leikunum,
en hún hefur alls gert það þrisvar
sinnum á þessu ári. Áður hafði
Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur
í 200 metra hlaupi staðið óhreyft í
21 ár.
„Ég er búin að vera að hugsa um
þetta hlaup í mjög langan tíma og
það er ofboðslega góð tilfinning að
þetta hafi gengið svona vel og gullið
sé í höfn. Tilfinningin var geggjuð
og ég fann það strax þegar ég kom
í mark að ég hefði náð góðum tíma.
Mér fannst líklegt að ég hefði náð
að tryggja mér gullverðlaun,“ segir
Guðbjörg Jóna um þær tilfinningar
sem bærðust í brjósti hennar eftir
hlaupið.
Þessi 16 ára hlaupakona segir
undirbúninginn fyrir Ólympíuleika
ungmenna hafa gengið vel.
„Það hefur fátt annað komist að
undanfarna mánuði en að undir-
búa mig eins vel og ég get fyrir þetta
hlaup. Æfingarnar hafa verið svip-
aðar og áður, en ég hugsaði mjög
vel um mig síðustu mánuði. Bæði
hvað varðar næringu, góða hvíld
og góðan svefn. Það er skemmtilegt
að hafa uppskorið eftir allan þann
undirbúning. Það munar líka um
það að geta hlaupið alveg meiðsla-
laus, en meiðslin sem ég glímdi við
fyrr á árinu eru ekki lengur að plaga
mig,“ sagði Guðbjörg um lykilinn að
góðum árangri sínum.
„Það var frekar skrýtið að vakna
í morgun og vera ekki að hugsa um
leiðir til þess að ná þessu markmiði
mínu. Það var að vinna gull hérna.
Nú er næsta markmið að standa mig
vel á Evrópumóti U-20 ára sem fram
fer á júlí í næsta ári. Þar stefni ég á
að komast í úrslit og ég tel það vel
raunhæft. Ég er búin að bæta mig
reglulega og nokkuð mikið síðasta
hálfa árið. Það er ekki ekki hægt að
vænta þess að þetta haldi áfram á
sama hátt, en ég get klárlega bætt
mig meira og það er markmiðið.
Langtímamarkmiðið er svo að
hlaupa á Ólympíuleikum. Ég er ekki
viss um að það sé raunhæft að stefna
á leikana sem fram fara í Tókýó árið
2020, en það kemur bara í ljós þegar
nær dregur,“ segir hún um fram-
haldið hjá sér. hjorvaro@frettabladid.is
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir gerði gott mót á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. NORDicpHOtOS/GEtty
Markmiðið var að vinna gull
Hin 16 ára gamla Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur náð eftirtektarverðum árangri í spretthlaupi á þessu ári.
Gullverðlaunin sem hún vann á Ólympíuleikum ungmenna voru góður endapunktur á góðu keppnisári.
Raunhæft að stefna á Ólympíuleikana í Tókýó 2020
„Þetta er náttúrulega algerlega
frábær árangur og það er magnað
að ná að bæta sig svona mikið
jafn seint á hlaupatímabilinu og
raun ber vitni. Það er eftirtektar-
vert hvað hún vinnur öruggan
sigur í fyrra hlaupinu og hún sýnir
svo stöðugleika með því að bæta
sig enn meira í seinna hlaupinu.
Það er vel af sér vikið hjá henni
og þjálfara hennar að takast það
að toppa á réttum tíma,“ segir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sér-
fræðingur um frjálsar íþróttir, í
viðtali við Fréttablaðið um árangur
um Guðbjargar.
„Hún er bæði stór og sterk og
hefur alla burði til þess að ná langt
í þessari grein í fullorðinsflokki
seinna meir. Hún hefur sýnt það á
þessu ári að hún er á heimsmæli-
kvarða hvað jafnaldra sína varðar
og ég er bjartsýnn á að hún geti
haldið áfram að bæta sig. Það er
raunhæft að mínu viti að stefna á
Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020.
Miðað við þann tíma sem dugði til
þess að komast á síðustu leika þarf
hún að bæta sig um 20 sekúndu-
brot til þess að komast þangað og
það er klárlega möguleiki að hún
nái því í tæka tíð,“ segir Sigurbjörn
Árni um framtíðarhorfur hennar.
„Hún er í góðum höndum hér
heima hjá þeim þjálfara sem hún
hefur og varðandi aðstöðu heilt
yfir. Við erum með góða innan-
hússaðstöðu lungann úr árinu
hér heima og útiaðstaðan er á
pari við það sem gengur og gerist
erlendis. Það er kannski helst að
það væri gott fyrir hana að æfa
spretthlaup sín í meiri hita en hún
hefur kost á hérlendis. Það er gott
fyrir spretthlaupara að æfa í meiri
hita en mögulegt er á Íslandi,“
segir sérfræðingurinn um komandi
tíma hjá þessari ungu og efnilega
hlaupakonu.
„Það er mjög bjart fram undan
hjá íslensku frjálsíþróttafólki,
en við erum með fimm til sex
íþróttamenn sem gætu hæglega
náð langt á næstu árum ef þeir
halda rétt á spöðunum í fram-
haldinu. Við höfum verið að ná
góðum árangri á alþjóðavettvangi í
ungmennaflokkum undanfarið og
það gefur góð fyrirheit. Ég geri mér
vonir um að við verðum með fleiri
íslenska þátttakendur á næstu
Ólympíuleikum en við höfum
verið með á undanförnum leikum.
Það er sérstaklega gaman að sjá
þróunina, hversu marga frambæri-
lega spretthlaupara við eigum á
þessum tímapunkti,“ segir hann.
KörFubolti Þriðja umferð Dom-
ino’s-deildar karla í körfubolta hefst
í kvöld með fjórum leikjum.
Njarðvík, sem hefur unnið fyrstu
tvo leiki sína, fær stigalaust lið Vals
í heimsókn í Ljónagryfjuna. Vinni
Njarðvíkingar í kvöld verður það í
fyrsta sinn frá tímabilinu 2009-10
sem liðið vinnur fyrstu þrjá deildar-
leiki sína. Þá vann Njarðvík fyrstu
sjö leiki sína og endaði í 5. sæti efstu
deildar. Liðið komst í undanúrslit
þar sem það tapaði fyrir Keflavík í
fjórum leikjum.
Líkt og Njarðvík hefur Tinda-
stóll unnið fyrstu tvo leiki sína í
Domino’s-deildinni. Stólarnir taka
á móti Haukum í kvöld. Deildar-
meistarar síðasta tímabils unnu Val
í 1. umferðinni en töpuðu
sannfærandi fyrir ÍR í síð-
ustu umferð. Þriggja stiga
nýting Hauka í þeim leik
var aðeins 13%.
T i n d a s t ó l l v a n n
örugga sigra á Þór Þ.
og Val í fyrstu tveimur
deildarleikjum sínum.
Stólarnir hafa haldið
mótherjum sínum í
aðeins 70,5 stigum og
þriggja stiga nýting
Þórsara og Vals-
manna gegn þeim
var afleit.
Í DHL-höllinni
mætast Íslands-
meistarar síðustu
fimm ára, KR, og Þór Þ. KR vann
Skallagrím í 1. umferðinni en
tapaði fyrir Keflavík í hörkuleik
í síðustu umferð. Bandaríkja-
maðurinn Julian Boyd fór
mikinn í báðum leikj-
unum. Hann skoraði
37 stig gegn Borg-
nesingum og 31
stig gegn Kefl-
víkingum.
Þ ó r h e f u r
aftur á móti
tapað báðum leikjum sínum á tíma-
bilinu, fyrir Tindastóli og Njarðvík.
Í stórleik 3. umferðarinnar etur
Grindavík kappi við Keflavík. Bæði
lið eru með tvö stig eftir fyrstu tvær
umferðirnar.
Grindvíkingar hafa sagt upp
samningum þeirra Terrells Vinson
og Michalis Liapis. Lewis Clinch
hefur verið orðaður við endurkomu
í gula búninginn en ekki liggur fyrir
hvort hann, eða annar Bandaríkja-
maður, leiki með Grindavík í kvöld.
Keflavík tapaði fyrir Njarðvík í
1. umferðinni en vann KR í síðustu
viku þar sem Reggie Dupree fór mik-
inn á lokakaflanum.
Allir leikir kvöldsins hefjast
klukkan 19.15. – iþs
Geta byrjað á þremur sigrum í fyrsta sinn síðan 2009
Logi Gunnarsson, leik-
maður Njarðvíkur.
FRéttABLAðið/ERNiR
1 8 . o K t ó b e r 2 0 1 8 F i M M t u D a G u r26 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð
sport
1
8
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
1
B
-6
8
2
4
2
1
1
B
-6
6
E
8
2
1
1
B
-6
5
A
C
2
1
1
B
-6
4
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
1
7
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K