Þróttur - 17.06.1919, Blaðsíða 5

Þróttur - 17.06.1919, Blaðsíða 5
ÞROTTUR ÚTGEFANDI: ÍÞRÓTTAFÉLAG^REjYKJAV í KUR Reykjavík, 17. júní 1919. 4-5. tbl. Sund. Mörg er sagt, aö sigling glæst sjást frá Drangey mundi — þó ber Grettis höfuð hæst úr hafi á Reykjasundi. Stephan G. Stephansson. Mennirnir íinna æ fleiri og betri tæki bl að komast leiðar sinnar um láð og lö8 °g um loftið. Nú virðast þeim bráð- Um ulbr vegir færir: Vegur er undir og vegur yfir og vegur á alla vega ~~ þegar tækin eru til. Öll eru þessi ^argögn merkilegir hlutir. Ein kynslóðin eftir aðra hefir lagt í þau hugvit sitt °g reynslu og gert þau æ hagkvæmari: nýjustu bifreiðar, njjustu skipin — ofan- sJavar og neðansjávar — nýjustu flug- úrnar eru tákn þess og stórmerki. En a't eru þetta umbúðir mannsins og ekki sjálfur hann, ytri framför fremur en innri þroski, tæki fremur en íþrótt. Veit eg að vísu, að tækin glæða löngum hvert sína íþrótt og að flestar iþróttir styðjast við einhver tæki: knattleikari Þarf knött, skautamaður skauta, skot- maður skotvopn, flugmaður flugu o. s. ^rv. En þar sem tæki þarf, þar er mað- urinn ekki sjálfum.sér nógur, þar veltur ekki á því einu, hvað hann er, heldur °g hvað hann hefir. Bogflmi Gunnars kom honum að engu haldi þegar boga- strengurinn var brostinn. Algjör er sú iþrótt ein, sem engra tækja þarf. Þar er eign og vera eitt og hið sama. Svo er um sundlistina. Hún hefir stundum verið talin æðst íþrótta, og vandfundin mun göfgari íþrótt eða merkilegri. Með sundlistinni lagði mað- urinn undir sig nýtt svið, er náttúran virtist ekki hafa búið hann undir. Það er eftirtektarvert, að öll landdýr neyta sömu hreyfinga til gangs og sunds, nema maðurinn einn. Hann verður að hreyfa sig í vatninu með þeim hætti er hann gæti ekki hreyft sig á þurru landi tilfæringalaust, þótt hann vildi. Hann er og eðlisþyngri en vatnið. Með sundlistinni færði hann út leiksvið lífs síns, rýmkaði um eðlishöftin, yfirvann eðlisþungann, jók frjálsræði og þar með tign mannsins. Það gerði hann véla- laust, allslaus, eins og hann kom í þennan heim. Aldrei er viðureign manns- ins við náttúruna hreinlyndari og drengi- legri en þegar hann fleygir sér í fang öldunum., Hann á þá alt undir orku og fiinleik sjáifs sín, engar vélar til varnar, engin tæki. Þar snúa náttúran og maðurinn berum brjóstuni saman og reyna mátt sinn. Úr þeim faðmlögum kemur hann aftur tneiri maður en áður, andardrátturinn dýpri, blóðið hreinna og blóðrásin örari, vöðvarnir mýkri og þolnari, húðin skjólbetri, hvernig sem viðrar, og hugurinn djarfari. Brjóstið hvelfist og höfuðið rís tígulegar en áður. Grettir sótti ejdinn forðum á sundi. Það hafa sundmenn gert á öllum öldum, þó í annari veru sé, sótt þann eldinn sem dýrastur er, þann sem í sjálfum brennur, eld atorku og karlmensku. Aumur er ósyndur maður. Hann er ekki sjálfbjarga lengur en hann hefir

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.