Þróttur - 17.06.1919, Blaðsíða 20

Þróttur - 17.06.1919, Blaðsíða 20
42 Þruttu.r »Að hanga á ristunum« mun margur geta, ef reynir. En ílestir munu verða að gripa höndunum um hnésbætur sér og kálfa tii þess að ná aftur fingra- tökunum á bitanum. En þeir munu verða teljandi, sem geta óæfðir »hangið á ristunum og gengiða, hvað þá gert það með einhvern þunga í höndunum. En þetta gátu ýmsir hér áður fyrri. Og flesta get eg að bresta mundi flm- leika og ganga illa að halda jafnvæginu, ef þeir ættu y>að vaða .báh og liðlegrir rnenn kyntu, hvað þá ef þeir ættu y>að troða bál«. Eða hvernig mundi höfuðið okkar flestra verða, ef við reyndum »að steypa stömpunuf. niður brekku, er væri svo löng, að stampurinn fengi 8—12 veltur? Eg byðist ekki til að gera það eða halda stefnunni á eftir fyrstu mín- úturnar. Meira að segja hefi eg horft á, að liðlegum mönnum hefir veitt sæmi- lega erfitt »að reisa horgemling« og er það þó ein af allra léttustu listunum. Ein af æfingunum, sem mikið var viðhöfð, voru andþrautirnar. Þær æfðu menn í að geta tekið mjög mikið loft í lungun og spara það svo og svo lengi. En jafn-framt voru þær málþrauiir, því þreytandinn á'tti að fara með viss orð svo eða svo oft og skýrt á meðan hann andaði frá sér. Meðal þessara þrauta var »að binda geiture. og »að vinna hringinn rauða, rauða«. Einnig má nefna: »Stebbi stóð á ströndu«, en það er þó en meira málþráut og nógu erfið þótt andraun fylgi ekki með. Alt þetta var mikið æft hér áður fyrri svo og ýmsar aflraunir, svo sem að taka upp þunga og togast á, á einn eð annan veg. Er eg ekki í nokkrum vafa um, að þegar öll áhrif þessara æfinga komu saman, þá hafi þau haft stórkostlega hreystandi áhrif á einstaklingana og svo þjóðina í heild sinni. Sá þófii ekki maður með mönnum, er á mót kom eða mannfundi, sem ekki gat einhverja list leikið og var vel fær í henni, helzt framarlega eða um- fram aðra menn. Hefir þessi skoðun lengi haldist. Verður hennar vart þegar i fornöld eins og sjá má af sögum í Snorra-Eddu og víðar, þótt þar sé sum- staðar kallaðar listir ýmislegt það, er nú mundi óhæfa kölluð, svo sem kapp- át og kapp-drykkja. Jafnvel nú fyrir örfáum áratugum þóttu þeir menn vart liðgengir til sjó- róðra eða í fjallgöngur, sem ekki kunnu að glíma eða gátu fylgst með í einhverj- um þeim listum eða leikum, sein þá voru algengastir. Svona var almenningsálitið strangt og fyrir því beygðu menn sig. Þess vegna æfðu menn þessar íþróttir frá blautu barnsbeini, og þessi sífelda íþróltaiðkun og æfing átti auðvitað á eftir sinn góða þátt í því, að fólkið var áreiðanlega braustara en nú gerist alment. Sögurnar sem gamla fólkið sagði eru því ekki eintómt »karlagrobb«. Þær eru flestar raunverulega réttar í höfuðatrið- unum. En þær, sem eru tilbúnar, eru skáldsögur, bygðar á sönnum grund- velli. (Frh.) S. Heilsa ög hjáverk. Hagskýrslur vorra tíma sýna að mannsæfin hefir lengst hina síðustu ára- lugi og hafa margir orðið til að trúa því, að þar með sé fengin sönnun fyrir að fólk verði langlífara en áður. Þessu er þó eigi svo farið í raun og veru, heldur stafar lenging með^læfinnar af því, að barnadauði liefði minkað. Hver ráð verði fundin til þess að gera menn langlífari, og að þeir fái að njóta sín sem lengst, er nú mikið áliugamál merkra manna. Um þella efni er mjög merk grein í

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.