Þróttur - 17.06.1919, Blaðsíða 6

Þróttur - 17.06.1919, Blaðsíða 6
Þróttur 34 ÞRÓTTUR — blað iþróttamanna — kemur út 6 blöð á þessu ári. Kostar 1 kr. árg., en 25 aur. eint. í lausasölu. Blaðið vill fá útsölumenn í hverri sveit. Sölulaun 20 °/0. Um afgreiðslu blaðsins sér stjórn íþróttafélags Reykjavíkur. Utanáskrift blaðsins er: Þróttur, Pósthólf nr. 546, Reykjavík. fast undir fótum. En enginn veit fyrir- fram, hvenær vatnið býður honum heim. Öll farartækin geta brugðist þegar þar kemur: hesti daprast sundið, bát hvolfir, skip sekkur. Þá reynir á, hver maðurinn er, þá skilur milli synds og ósynds. »Eigi mun eg á sundi drukna«, kvað Grettir. í því landi sem ól hann ætti hver maður að vera svo syndur, að hann druknaði ekki uppi í landsteinum eða þyrfti að horfa á bróður sinn sökkva þar bjargarlausan. Og svo lengi sem menn eru menn og vatnið vatn, verður þetta eigi sízt til mannjafnaðar: »Eigi svam eg skemra en þú og eigi var eg ver kafsyndur«. Gnðm. Finnbogason. Heimsókn „Akademisk BoIdklub“. Fyrir nokkrum árum var mikið rætt um það meðal knattspyrnumanna í Reykjavík, að fá hingað erlenda knatt- spyrnumenn til að keppa við og læra af þeim þessa karlmannlegu flokka-íþrótt, sem Englendingar hafa iðkað marga mannsaldra og aðrar þjóðir hafa tekið upp og numið af þeim. — Komst það svo langt að knattsp.félögin »Fram« og »Reykjavíkur« kusu framkvæmdanefnd í málið. Úr framkvæmdum varð þó ekkert, mest vegna getuleysis og þess, hve fáir höfðu þá hug á knattspyrnu. — Pá skall heimsstyrjöldin á litlu síðar og kollvarpaði þessum fyrirætlunum knatt- spyrnumannanna, eins og svo mörgii öðru er miðaði til þroska og framfara. En nú hefir mál þetta verið tekið upp aftur og nú af íþróttasambandi ís- lands (í. S. í.). Er það svo langt á veg komið, að hingað koma í sumar 14 menn úr danska knattsp.félaginu »Aka- demiskBoldklub®1). »A. B.« er eilt af elztu knattspyrnufél. i Danmörku. Það var stofnað árið 1885, og komst brátt í fremstu röð meðal knattsp.félaganna í Kaupinannahöfn. Er félagið mjög rómað fyrir snyrtilega fram- komu sína og þá eigi síður fyrir snilli sína í knattspyrnu. Það var hið fyrsta félag sem kepti í knaltspyrnu utan Dan- merkur, og hefir síðan ferðast mjög víða og er nú orðið eitt af þektustu knattsp.- fél. áhugamanna í Norðurálfunni. A þessu ári hefir féiagið unnið einn af sínum glæsilegustu sigrum, var það í hinni árlegu keppni milli knattsp.féb í Khöfn. Vann félagið 11 kappleika — af 12 — og hlaut 22 stig. »A. B.« skor- aði mark 46 sinnum, en mótherjar að eins 15 sinnum. Er því »A. B.« nú sem stendur bezta knattsp.félag í Danmörku. Það er eigi ennþá fullráðið hvaða lið félagið sendir hingað í sumar, en búist er við að valið verði meðal þessara manna: P. Berth, Sv. Knudsen, G. Aaby, Sv. V. Knudsen, G. Nygaard, Erik Erik- sen, Sv. Holm, Samúel Thorsteinsson, Ernst Petersen, P. Salby, Sv. Ringsted, 1) Peir eru væntanlegir um miójan júlí- mánuð og eiga að keppa hér alls 5 kapp- leika.

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.