Þróttur - 17.06.1919, Síða 27

Þróttur - 17.06.1919, Síða 27
Þróttur 47 wenn honum snjallari á lengri sund- um. Einhver fjölhæfasti sundmaður heims- *us er sagður vera Ameríkumaðurinn Harry Hebner. Hann vann i fyrra þetta 500 jarða skeið á 6 mín. 2l2/io sek. Harry H. var sá er fyrstur sýndi op- 'nberlega (árið 1912) yfirhandar-bak- sund (þ. e. að bregða höndunum upp ur vatninu fram yfir höfuð sér, þá næsta sundtak er tekið). Hann er bezti bak- sundmaður sem nú er uppi á 50—200 stikum. Síðasta heimsmet hans á 220 jörðum (frjáls aðferð) er á 2 mín. 21 sek., fór sundið fram í 60 jarða langri sundþró og svam hann hið svokallaða »Trudgeon Crawl«. Elzti ræðari Dana heitir Christoffer Múller og er hann bróðir J. P. Mullers. Hann hefir æft kappróður í 30 ár. Kept 07 sinnum og hlolið 27 fyrstu verðlaun. Nú er hann 47 ára að aldri og er 80 Ivípund að þynd. Þektustu kappróðramenn Dana — og Utn mörg ár beztu ræðarar þeirra — bafa verið þeir Múllers-bræður: Cbristof- fer, Benjamin, Georg og J. P. Múller. Georg Carpentier 25 ára. Hinn beims- frægi hnefaleikamaður var 25 ára 12. jan. siðastl. Hann er fæddur í borginni Lens á Frakklandi, og hafði unnið þar í kolanámu frá 14 ára aldri. 16 ára gam- all byrjaði hann að iðka hnefaleik og er hann nú heimsmeistari í sínum Þyngdarílokki, Milli Englendingsins Dick Smiths og Carpentiers verður hólmganga í hnefa- leik í næsta mánuði. Sagt er að G. C. sé viss sigur. Hlaupagarpur fallinn. Einn af beztu °g þektustu hlaupurum Þýzkalands, Hans Braun er látinn, Hann féll í stríð- inu i loftorustu. Hafði hann hlotið járn- krossinn af fyrstu gráðu fyrir dugnað sinn í stríðinu. Helztu afrek hans í iþróttum voru þessi: 1908 hljóp hann 800 stikur á 1,55,5. 1909 — — Va enska mílu á 1,57,5. 1909 — —- 400 stikur á 49 sek. 100 — » 11 — 110 st. grindahl. 16,5 sek. 200 st. Hlaup 23 sek. Þann 19. maí 1912 hljóp hann 800 stikur á 1 m. 54,9 sek. (þýzkt met.). Með H. Braun er fallinn í valinn ein- hver bezti íþróttamaður, sem Þjóðverjar liafa átt. Sænskir íþróttamcnn til Ameríku. Ár- ið 1916 heimsóttu Bandaríkjamenn Svia — var það knattspyrnusveit og sex úti- íþróttamenn. — Síðan hefir það verið ábugamál helzta íþróttakennara Svía, E. Hjertbergs, að sænskir íþróttamenn færu til Ameríku til að þreyta við þá aftur. Er það nú að komast í framkvæmd og er sagt að tíu beztu iþróttamenn þeirra fari þessa för í ágústmánuði n. k. Eins og kunnugt er, eru það iþrótlamenn þessara þjóða, sem bezt »stóðu sig« á síðustu Ólympíuleikjunum. íþróttavölluririn í Reykjavík hefir nú verið mikið lagfærður. Er búið að setja þar upp trépalla (stæði) og yfir 500 sæti, svo nú geta áhorfendur látið sér líða vel á vellinum, meðan á kappleik- urn eða sýningum slendur. Hefir »heimboðsnefndin« séð um þess- ar umbælur með aðstoð góðra manna og bæjarstjórnar Reykjavíkur, sem hefir veitt úr bæjarsjóði 2000 kr. til íþrótta- vallarins og vegarins þangað suður eftir. ólympíuleikarnir 1920. Á þessu ári eru liðin 25 ár síðan alþjóða-Ölympíu- nefndin hóf fyrst staif sitt. í tilefni þess átti Ólympíunefndin fund með sér i Sviss. Var þar mikið um dýrðir, fim- leikasýningar og fleira. Nú er ákveðið að næstu Ólympíu- leikar fari fari fram í Antwerpen 1920. — Þangað verða íslendingar að senda að minsta kosti nokkra glímumenn, til þess að verja glimubikar þann er Hall- grímur Benediktsson vann þar árið 1912. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt G. Waagc. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.