Þróttur - 17.06.1919, Blaðsíða 25
P R Ó T T U R
45
aður; — þyí þeir fóru vegalengdina,
sem var töluvert lengri en í fyrra, —
a skemmri tíma en fyrsti maður þá,
svo framförin frá því eru afarmikil. —
Ólafur Sveinsson var fyrstur á milli
Warka — eins og í fyrra — á 1A mín.,
sek., næstur honum var Þorgeir
Halldórsson á 14 mín. 36 sek., þriðji
var Konráð Kristjánsson á 14 mín. 59
sek., fjórði Björn Ólafsson á 15 mín.
4 sek., fimti Kristján Jónsson á 15 mín.
17 sek., sjötti Þórður Hjartarson á 15
oiín. 36 sek. og sjöundi Sigurður Eiríks-
se>n á 15 mín. 36V& sek. Áttundi mað-
urinn, Sigurjón Guðjónsson, varð fyrir
afalli á leiðinni og kom því eigi að
oiarkinu. Var það mjög leitt því hann
er mjög efnilegur íþróttamaður og hafði
æft sig ‘kappsamlega fyrir þetta hlaupa-
mót. —
Bezti tíminn í fyrra var 15 mínútur
°g 50 sek. Þrír fyrstu hlaupagarparnir
fengu verðlaunapeninga frá íþróttafélag-
mu en hinn vandaði silfurbikar er Einar
Pétursson gaf, var ekki afhentur þar
sem ekkert annað félag en í. R. hafði
sent sveit manna á mótið.
— Hvenær skyldi hin holla hlaupa-
íþrótt komast hér til valda og virðingar?
Ekki getur það talist vansalaust, hinum
mörgu iþróttafélögum í Reykjavík, að
láta að eins átta menn keppa á þessu
eina hlaupa-móti, sein haldið er hér á
árinu.
Islandsglíraan á að fara hér fram í
dag á íþróttavellinum. Handhafi Gretlis-
beltisins er Sigurjón Pétursson. Íslands-
glíman fór fram í fyrsta sinni norður á
Akureyri árið 1906. Hlutskarpastur var
Þá Ólafur Davíðsson. 1907 og 1908 vann
Jóhannes Jósefsson beltið. 1909 sendi
Glimufélagið »Ármann« í Rvík, þá Guð-
mund Stefánsson og Sigurjón Pétursson
norður á Akureyri — á íslandsmótið.
Var það í fyrsta skiftið sem sunnlend-
mgar tóku þátt í mótinu. Guðmundur
vann þá Grettísbellið, en Sigurjón vax
næstur honum. Síðan 1910 hefir íslands-
glíman verið háð hér í Reykjavík, og
hefir Sigurjón Pétursson altaf borið
sigur úr bítum — og hefir nú unnið
alls fjórum sinnum. — Og vinnur Grett-
isbeltið líklega í fimta sinnið í dag.
Samhandsfélög í. S. í. eru nú orðin
64 að tölu. Þau sem síðast hafa gengið
í Sambandið eru »Knattspyrnufél. Húsa-
vikur (félagatala 57). »Skotfélag Húsa-
víkur« (félagatala 21) og »íþróttafélagið
Dagsbrún« í Austur-Landeyjum, (félaga-
tala þess er 47).
Félögin eru smásaman að skilja hve
mikið gagn er fyrir þau, að vera innan
vébanda í. S. í. En dræmt gengur það,
þegar það er athugað að yfir 100 félög
eru hér á landi sem hafa íþróttir á
stefnuskrá sinni, en að eins 64 þeirra i
sambandi við í. S. í.
Knattspyrnnráð íslands. Þar sem
stjórn í. S. í. hefir mjög miklum störf-
um að gegna hefir hún á fundi 28. maí
skipað neðangreinda menn í Knatt-
spyrnuráð íslands; Egill Jacobsen af
hálfu í. S. í., Pétur Sigurðsson (úr
»Fram«), Erlendur Pétursson (úr
»Reykjavíkur«), Magnús Guðbrandsson
(úr »Val«) og Axel Andrésson (úr »Vík-
ing«). Þessir menn eiga að hafa yfir-
umsjón knattspyrnumálanna á hendi,
t. d. eiga þeir að skipa niður öllum
knattspyrnumótum, sem haldin eru hér
í Rvík og velja dómara á þau. Ekkert
félag utan í. S. í. getur verið i Knatt-
spyrnuráði íslands.
Skandinavisk Fodboldklub. Snemm'a
í fyrra mánuði stofnuðu nokkrir útlend-
ingar, er hér dvelja, þetta félag. Hafa
þeir hug á að koma öllum útlendingum,
sem hafa áhuga á knattspyrnu, í félagið.
Stjórnina skipa þeir; Robert Hansen