Þróttur - 17.06.1919, Blaðsíða 7

Þróttur - 17.06.1919, Blaðsíða 7
35 Þróttur Leo Fredreksen, Otto Moltke og Frigast Larsen. Lru þetta alt þaulæfðir knattspyrnu- nienn — og hver öðrum betri. Elztir af Þeini eru P. Berth, Sv. V. Knudsen og Ernst Petersen, sem hafa verið í þessari Lnattsp.sveit síðan árið 1910. — Um- boðsmaður »A. B.« hér, hefir gefið Prótti neðangreinda lýsingu af knattspyrnu- Wönnunum: F. Berth cand. phil. er miðframvörður. Hann er einn hinn prúðmannlegasti Lnattsp.maður er Danir hafa nokkru s,nni átt. Hann er snillingur í að »þvæla« °g reka knöltinn og koma honum til Lamherja. Stundum smýgur hann einnig Segnum varnarsveit mótherja og skorar n,ark. Berth hefir 17 sinnum tekið þátt 1 oiilliríkjakeppni, þ. e. verið í þeirri SVeit er Danir hafa valið til að keppa við erlend knattspyrnufélög. ■Sn. V. Knudsen cand. mag. er vinstri uLframherji. Hann er einn hinn vinsæl- asfi knattspyrnumaður Dana. Er hann einkum frægur fyrir fjör og ákafa og óvenjulega lipurð. Hann er mjög lítill Vexti, en þó eru stórir og sterkir bak- verðir jafnan hræddir við hann, vegna óirfsku hans og snarræðis. Sjö sinnum Lefir hann tekið þátt í milliríkjakepni. Ernst Petersen cand. jur. er venjulega ut-framherji, en hefir annars leikið á °Hum stöðum á vellinum, nema i inarki. Hann er ágætur knaltreki og snarráður skotmaður. Fjórum sinnum hefir hann tekið þátt i milliríkjakepni. Samúel Thorsteinsson stud. med. Hann Lefir, eins og lesendum blaðsins er kunn- u8t, dvalið í mörg ár í Danmörku. Síð- astL sumar lauk hann fyrri hluta lækna- piofs við Kaupm.hafnarháskólann með Lárri 1. eink. Jafnframt námi sinu hefir hann iðkað knattspyrnu af miklu kappi °g er hanri nú í landsflokki Dana, en þangað komast að eins þeir allra frækn- ustu. Hann er hægri út-framherji sveit- arinnar og er sérstaklega þektur fyrir sin snöggu áhlaup og snild í að reka knöttinn. Fjórum sinnum hefir hann tekið þátt í milliríkjakepni. Su. Ringsted cand. polyt. er vinstri bakvörður. Hann er allra manna fót- fráastur og spyrnir knettinum lengra en flestir aðrir. Einu sinni hefir hann tekið þátt í milliríkjakepni. G. Aabg stud. polyt. er hægri fram- vörður sveitarinnar. Hann er óvenjulega hægfara og rólegur, en hefir þó hlotið góðan orðstír, þvi hann er allra manna gætnastur og vissastur. Sjaldan spyrnir hann knettinum meir en 10 stikur, en skilar honum ætíð nákvæmlega á þann stað, er hann á að koma á. Sv. Knudsen cand. jur. er alveg and- stæður Aaby. Hann er jötunn að afli, ákafur og fljótur. Tvisvar hefir hann tekið þátt í milliríkjakepni. Erik Eriksen cand. phil. er mið-fram- herji sveitarinnar. Hann er oft aðgerð- arlítill á leikvellinum og leikur stundum illa, en þó er hann hættulegasti fram- herji sveitarinnar, og sá, er oftast skorar mark. Mótherjarnir vara sig sjaldan á honum; þegar minst varir hefir hann náð í knöttinn og kemst þá með hann gegnum varnarliðið og spyrnir honum beint í mark. Fá er og Eriksen ágætur kollspyrnumaður og hefir oft sent knött- inn í mark — með höfðinu. Sv Holm slud. med. er lítill vexti en sterkur og harðger. Hann er mjög lipur knattreki og næsta þrautseigur. Leo Fredreksen cand. jur. er vinstri bakvörður. Hanri er manna hæðstur vexti og hefir það oftsinnis orðið til hjálpar, er í klípu var komið, við rnarkið. Fá teygði Leó Fr. úr sér, tók knöttinn með höfðinu og senti hann burtu frá markinu. Nygaard og Salbg eru nýir menn, sem hafa reynst mjög vel. Þeir eru báðir litlir vexti, en liprir og snarráðir framherjar. Otto Moltke stud. polyt. hefir í mörg ár verið bakvörður og framvörður til

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.